Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2025 17:16 Fyrirliðinn Davies hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 58 A-landsleiki. Omar Vega/Getty Images Vinstri bakvörðurinn Alphonso Davies sleit krossband í hné á dögunum og mun ekki leika meira með Bayern München á þessari leiktíð. Ólíklegt er að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Þessi öskufljóti 24 ára gamli bakvörður skrifaði nýverið undir nýjan samning við Bayern til ársins 2030. Gamli samningur hans hefði runnið út í sumar og hafði hann verið orðaður við nær öll stórlið Evrópu, þá helst Real Madríd. Raunar var sagt að leikmaðurinn hefði náð munnlegu samkomulagi við Real. Davies verður hins vegar að bíta í það súra epli að vera á meiðslalistanum næstu mánuðina eftir að meiðast með kanadíska landsliðinu. Umboðsmaður hans er allt annað en sáttur með Jesse Marsch, landsliðsþjálfara. Umboðsmaðurinn segir að Davies hafi ekki átt að byrja leikinn gegn Bandaríkjunum en leikið var um 3. sætið í Þjóðadeild CONCACAF. „Alphonso var ekki 100 prósent eftir leikinn gegn Mexíkó og hann átti ekki að byrja gegn Bandaríkjunum. Þar sem hann er fyrirliði liðsins tel ég að sett hafi verið pressa á hann myndi spila og hann er ekki týpan til að segja nei,“ sagði Nedal Huoseh, umboðsmaður Davies. „Hann endaði á að spila leikinn og sjáið hvað gerist. Að mínu mati þarf Knattspyrnusamband Kanada að standa sig betur þegar kemur að velferð leikmanna,“ sagði hann einnig. Knattspyrnusamband Kanada hefur ekki tjáð sig. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sjá meira
Þessi öskufljóti 24 ára gamli bakvörður skrifaði nýverið undir nýjan samning við Bayern til ársins 2030. Gamli samningur hans hefði runnið út í sumar og hafði hann verið orðaður við nær öll stórlið Evrópu, þá helst Real Madríd. Raunar var sagt að leikmaðurinn hefði náð munnlegu samkomulagi við Real. Davies verður hins vegar að bíta í það súra epli að vera á meiðslalistanum næstu mánuðina eftir að meiðast með kanadíska landsliðinu. Umboðsmaður hans er allt annað en sáttur með Jesse Marsch, landsliðsþjálfara. Umboðsmaðurinn segir að Davies hafi ekki átt að byrja leikinn gegn Bandaríkjunum en leikið var um 3. sætið í Þjóðadeild CONCACAF. „Alphonso var ekki 100 prósent eftir leikinn gegn Mexíkó og hann átti ekki að byrja gegn Bandaríkjunum. Þar sem hann er fyrirliði liðsins tel ég að sett hafi verið pressa á hann myndi spila og hann er ekki týpan til að segja nei,“ sagði Nedal Huoseh, umboðsmaður Davies. „Hann endaði á að spila leikinn og sjáið hvað gerist. Að mínu mati þarf Knattspyrnusamband Kanada að standa sig betur þegar kemur að velferð leikmanna,“ sagði hann einnig. Knattspyrnusamband Kanada hefur ekki tjáð sig.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sjá meira