Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2025 21:58 Alessia Russo var mögnuð í kvöld. Marc Atkins/Getty Images Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Real Madríd í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta. Real var 2-0 yfir eftir fyrri leikinn en Skytturnar sneru dæminu við. Það sem gerir sigur Arsenal enn merkilegri er að staðan var markalaus í hálfleik og Real Madríd í toppmálum. Eitthvað hefur verið sagt í búningsklefa Arsenal því strax á fyrstu mínútu síðari hálfleik átti Chloe Kelly fyrirgjöf sem Alessia Russo svo gott sem tæklaði í netið og staðan orðin 1-0. 💥 IT'S RUSSOOOOOO !Arsenal's remontada is afoot in North London.Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/lzADRs1SFb— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Aðeins þremur mínútum síðar hafði Arsenal jafnaði metin í einvíginu. Aftur var það Kelly sem átti stoðsendinguna en að þessu sinni var það hin spænska Mariona Caldentey sem setti boltann í netið. Henni hefur ekki leiðst það enda spilaði hún með Real Madríd frá 2014 til 2024. 👀 Chloe Kelly sees Mariona and her header gets Arsenal level on aggregate with Real Madrid, 2-2!Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/RPZafWKn6z— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Eftir aukaspyrnu utan að velli barst boltinn til Russo á 59. mínútu sem skoraði með þessari líka frábæru afgreiðslu. Staðan orðin 3-0 og Arsenal gjörsamlega búið að snúa einvíginu sér í hag. 😱 Acrobatic finish from Russo and Arsenal are in dreamland: 3 goals in 13 minutes to turn the tie against Real Madrid in their favor!Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/zevIg6nNpO— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Á 71. mínútu hélt Russo að hún hefði fullkomnað þrennu sína og gulltryggt sæti Arsenal í undanúrslitum. Myndbandsdómari leiksins dæmdi mark hennar hins vegar af og staðan því enn 3-0. Það reyndust lokatölur leiksins. Arsenal og Lyon eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Á morgun kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja þeim þangað. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum. 26. mars 2025 19:40 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjá meira
Það sem gerir sigur Arsenal enn merkilegri er að staðan var markalaus í hálfleik og Real Madríd í toppmálum. Eitthvað hefur verið sagt í búningsklefa Arsenal því strax á fyrstu mínútu síðari hálfleik átti Chloe Kelly fyrirgjöf sem Alessia Russo svo gott sem tæklaði í netið og staðan orðin 1-0. 💥 IT'S RUSSOOOOOO !Arsenal's remontada is afoot in North London.Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/lzADRs1SFb— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Aðeins þremur mínútum síðar hafði Arsenal jafnaði metin í einvíginu. Aftur var það Kelly sem átti stoðsendinguna en að þessu sinni var það hin spænska Mariona Caldentey sem setti boltann í netið. Henni hefur ekki leiðst það enda spilaði hún með Real Madríd frá 2014 til 2024. 👀 Chloe Kelly sees Mariona and her header gets Arsenal level on aggregate with Real Madrid, 2-2!Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/RPZafWKn6z— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Eftir aukaspyrnu utan að velli barst boltinn til Russo á 59. mínútu sem skoraði með þessari líka frábæru afgreiðslu. Staðan orðin 3-0 og Arsenal gjörsamlega búið að snúa einvíginu sér í hag. 😱 Acrobatic finish from Russo and Arsenal are in dreamland: 3 goals in 13 minutes to turn the tie against Real Madrid in their favor!Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/zevIg6nNpO— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Á 71. mínútu hélt Russo að hún hefði fullkomnað þrennu sína og gulltryggt sæti Arsenal í undanúrslitum. Myndbandsdómari leiksins dæmdi mark hennar hins vegar af og staðan því enn 3-0. Það reyndust lokatölur leiksins. Arsenal og Lyon eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Á morgun kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja þeim þangað.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum. 26. mars 2025 19:40 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjá meira
Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum. 26. mars 2025 19:40