Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar 27. mars 2025 14:16 Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum. Höfum hugfast að Fúll á móti hefur alltaf verið til. Stælar og almenn leiðindi eru viðvarandi fylgifiskar mannlífsins. Það sem hins vegar greinir ofbeldi frá fýlustjórnun og öðru vanvirku háttarlagi er sjokkið. – Þetta er gott að vita – Þegar skyndingin kemur til skjalanna verða stælarnir að ofbeldi. Undrun þolandans og hinna sem hjá standa er virka efnið í aðferðinni, ef svo má að orði komast. Öllum nema gerandanum líður eins og allt hafi gerst óvænt. Sigur gerandans liggur í því að hann veit betur. Ofbeldi er ekki stjórnleysi heldur stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er skipulagt uppnám sem færir gerandanum tímabundna ró á annara kostnað. Annað sem ég hygg að sé brýnt að vita í glímunni við ofbeldi er að allt fólk verður fyrir því og vandfundin væri sú manneskja sem ekki hefur beitt því. Ofbeldi er svo mannlegt og snýst alltaf um að lægja ótta og tryggja öryggi gerandans með því að vekja ótta annara og taka þeirra öryggi. Þetta má gera með margvíslegum hætti svo sem barsmíðum og þjófnaði eða tilfinningalegum og félagslegum árásum auk hernaðar. Þegar ofbeldi er framið skipta aðstæður líka miklu máli. Ofbeldi meðal ókunnugra hefur t.d. sín einkenni en ofbeldi í nánum samböndum önnur. Samt fer ofbeldi alltaf eins fram og er í sjálfu sér svo einfalt að börn geta tileinkað sér það líkt og dæmin sanna. Þegar árásir eru gerðar á ókunnugt fólk vaknar jafnan reiði hjá þolendum og nærstöddum. Ofbeldi í nánum tengslum vekur hins vegar sára skömm áður en reiðin vaknar. Það er vegna þess að ofan í ofbeldið sjálft kemur höfnun á tengslum. Trúnaðar- og tengslarofi fylgir höfnunarkennd og skömm. Allt ofbeldi rænir þolendur sjálfræði. Ofbeldi í nánum tengslum rænir bæði sjálfræði og tengslum. En þetta tvennt - sjálfræði og tengsl – eru forsendur þess að líf okkar hafi merkingu. Þess vegna er ofbeldi í nánum tenglsum svo skelfilega skelfilegt. Við getum ekki lifað í tilgangsleysi. Hér er komin ástæðan fyrir því að aðförin sem gerð var að Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra fimmtudagskvöldið 20. mars sl. vakti tilfinningauppnám með þjóðinni. Það sem gerðist, þegar Ásthildur Lóa var ranglega sökuð um refsiverða glæpi svo að óhróðurinn náði langt út fyrir landssteina, var ekki bara ofbeldi milli ókunnugra heldur varð trúnaðarrof á landsvísu. Annars vegar var um að ræða þjóðkjörinn fulltrúa í ábyrgðarstöðu og hins vegar var ekki einhver fjölmiðill að verki heldur sjálfur ríkisfjölmiðillinn, sem við höfum vanist að mega treysta til að forðast óhæfu. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum. Höfum hugfast að Fúll á móti hefur alltaf verið til. Stælar og almenn leiðindi eru viðvarandi fylgifiskar mannlífsins. Það sem hins vegar greinir ofbeldi frá fýlustjórnun og öðru vanvirku háttarlagi er sjokkið. – Þetta er gott að vita – Þegar skyndingin kemur til skjalanna verða stælarnir að ofbeldi. Undrun þolandans og hinna sem hjá standa er virka efnið í aðferðinni, ef svo má að orði komast. Öllum nema gerandanum líður eins og allt hafi gerst óvænt. Sigur gerandans liggur í því að hann veit betur. Ofbeldi er ekki stjórnleysi heldur stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er skipulagt uppnám sem færir gerandanum tímabundna ró á annara kostnað. Annað sem ég hygg að sé brýnt að vita í glímunni við ofbeldi er að allt fólk verður fyrir því og vandfundin væri sú manneskja sem ekki hefur beitt því. Ofbeldi er svo mannlegt og snýst alltaf um að lægja ótta og tryggja öryggi gerandans með því að vekja ótta annara og taka þeirra öryggi. Þetta má gera með margvíslegum hætti svo sem barsmíðum og þjófnaði eða tilfinningalegum og félagslegum árásum auk hernaðar. Þegar ofbeldi er framið skipta aðstæður líka miklu máli. Ofbeldi meðal ókunnugra hefur t.d. sín einkenni en ofbeldi í nánum samböndum önnur. Samt fer ofbeldi alltaf eins fram og er í sjálfu sér svo einfalt að börn geta tileinkað sér það líkt og dæmin sanna. Þegar árásir eru gerðar á ókunnugt fólk vaknar jafnan reiði hjá þolendum og nærstöddum. Ofbeldi í nánum tengslum vekur hins vegar sára skömm áður en reiðin vaknar. Það er vegna þess að ofan í ofbeldið sjálft kemur höfnun á tengslum. Trúnaðar- og tengslarofi fylgir höfnunarkennd og skömm. Allt ofbeldi rænir þolendur sjálfræði. Ofbeldi í nánum tengslum rænir bæði sjálfræði og tengslum. En þetta tvennt - sjálfræði og tengsl – eru forsendur þess að líf okkar hafi merkingu. Þess vegna er ofbeldi í nánum tenglsum svo skelfilega skelfilegt. Við getum ekki lifað í tilgangsleysi. Hér er komin ástæðan fyrir því að aðförin sem gerð var að Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra fimmtudagskvöldið 20. mars sl. vakti tilfinningauppnám með þjóðinni. Það sem gerðist, þegar Ásthildur Lóa var ranglega sökuð um refsiverða glæpi svo að óhróðurinn náði langt út fyrir landssteina, var ekki bara ofbeldi milli ókunnugra heldur varð trúnaðarrof á landsvísu. Annars vegar var um að ræða þjóðkjörinn fulltrúa í ábyrgðarstöðu og hins vegar var ekki einhver fjölmiðill að verki heldur sjálfur ríkisfjölmiðillinn, sem við höfum vanist að mega treysta til að forðast óhæfu. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun