Gengur þreyttur en stoltur frá borði Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. mars 2025 19:24 Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild gengur stoltur en þreyttur frá rektorskjörinu. Stöð 2 Magnús Karl Magnússon beið nauman ósigur í seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands í dag. Hann óskar nýkjörnum rektor til hamingju og segist ganga þreyttur en sáttur frá borði. Silja Bára R. Ómarsdóttir bar sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörs með rétt rúm fimmtíu prósent greiddra atkvæða. Kosið var á milli þeirra tveggja þegar hvorugt þeirra hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Magnús segir kosningabaráttuna hafa verið heiðarlega, málefnalega og langa. „En ég held að stofnunin sé sterkari á eftir og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Umræðan var mikil, hún var málefnaleg. Það er heilbrigt fyrir stofnun að fara í gegnum svona mikla umræðu. Ég held við getum öll sem komum að þessu verið stolt af stofnuninni okkar og þessari baráttu,“ segir Magnús. Hann segir þau bæði vera sammála um mikilvægi þess að fjármagna Háskólann nægilega vel og segist vera reiðubúinn til þess að aðstoða Silju óski hún þess. Magnús segist ekki upplifa svekkelsi. „Ekki svekktur. Ég geng sáttur. Við háðum mjög góða baráttu og ég er með alveg gífurlega sterkt lið sem hefur unnið með mér og ég er stoltur af þeim. Þannig að svekktur er ekki rétta orðið,“ segir hann. „Maður er stoltur og ánægður með það. Ég í minnsta kosti geng ánægður frá borði. Þetta hefur verið málefnaleg og góð barátta,“ bætir hann við. Hann segir að í kvöld ætli hann að þakka stuðningsfólki sínu, vinum og fjölskyldu fyrir stuðning þeirra. „Síðan tekur við hvíld og síðan heldur vinnan áfram,“ segir Magnús Karl Magnússon. Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Silja Bára R. Ómarsdóttir bar sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörs með rétt rúm fimmtíu prósent greiddra atkvæða. Kosið var á milli þeirra tveggja þegar hvorugt þeirra hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Magnús segir kosningabaráttuna hafa verið heiðarlega, málefnalega og langa. „En ég held að stofnunin sé sterkari á eftir og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Umræðan var mikil, hún var málefnaleg. Það er heilbrigt fyrir stofnun að fara í gegnum svona mikla umræðu. Ég held við getum öll sem komum að þessu verið stolt af stofnuninni okkar og þessari baráttu,“ segir Magnús. Hann segir þau bæði vera sammála um mikilvægi þess að fjármagna Háskólann nægilega vel og segist vera reiðubúinn til þess að aðstoða Silju óski hún þess. Magnús segist ekki upplifa svekkelsi. „Ekki svekktur. Ég geng sáttur. Við háðum mjög góða baráttu og ég er með alveg gífurlega sterkt lið sem hefur unnið með mér og ég er stoltur af þeim. Þannig að svekktur er ekki rétta orðið,“ segir hann. „Maður er stoltur og ánægður með það. Ég í minnsta kosti geng ánægður frá borði. Þetta hefur verið málefnaleg og góð barátta,“ bætir hann við. Hann segir að í kvöld ætli hann að þakka stuðningsfólki sínu, vinum og fjölskyldu fyrir stuðning þeirra. „Síðan tekur við hvíld og síðan heldur vinnan áfram,“ segir Magnús Karl Magnússon.
Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira