Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 21:02 Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Ben Curtis Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. Upplýsingarnar komu, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal, meðal annars frá Ísrael. Nánar tiltekið komu þær frá manni í Jemen sem njósnar fyrir Ísrael. Spjallhópur þessi hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, bætti fyrir mistök blaðamanni í hópinn. Í hópnum voru varaforseti Bandaríkjanna, utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, yfirmaður CIA, yfirmaður allra leyniþjónusta Bandaríkjanna og sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, Úkraínu og Rússlands, sem var þá staddur í Rússlandi, svo einhverjir séu nefndir. Þau töluðu um það hvort gera ætti árásir á Húta, af hverju, hvernig ætti að láta Evrópu borga fyrir árásirnar og hvernig ætti að gera þær. Peta Hegseth, varnarmálaráðherra, deildi meðal annars nákvæmum upplýsingum um hvenær árásirnar ættu að hefjast í Jemen og hvenær næstu bylgjur mundu hefjast yfir daginn. Þrátt fyrir það halda Trump-liðar því fram að engum leynilegum upplýsingum hafi verið deilt í spjallhópnum. Laugardaginn 15. mars, þegar þessar árásir hófust, skrifaði Waltz í hópinn að borin hefðu verið kennsl á æðsta „eldflaugagaur“ Húta. Hann hefði sést ganga inn í hús þar sem kærasta hans bjó og það hefði verið jafnað við jörðu. Waltz nefndi ekki hvaðan þessar upplýsingar kæmu en sagði síðar að þær hefðu komið úr nokkrum áttum. Heimildarmenn WSJ segja meðal annars að einn aðili, sem væri í Jemen að njósna fyrir Ísraela, hefði veitt þessar upplýsingar. Blaðamenn Wall Street Journal spurðu talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hvort einhverjar upplýsingar fyrir árásirnar hefðu komið frá Ísrael en fengu eingöngu það svar að engum leynilegum upplýsingum hefði verið deilt í spjallhópnum. Ísraelar neituðu að tjá sig. Sérfræðingar segja að atvik eins og það að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn og að talað hafi verið um þetta í Signal, geti dregið úr vilja embættismanna í öðrum ríkju Varnarmálaráðuneytið varaði þann 14. mars við því að nota Signal til opinberra samskipta. Trump-liðar hafa gert lítið úr atvikinu. Bæði því að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn fyrir mistök og því að umræðan hafi í raun farið fram á Signal, þar sem skilaboðin í hópnum voru stillt til að eyðast sjálfkrafa. Jón og séra-Jón Svo virðist sem engum verði refsað vegna hópsins en Trump kallaði fjaðrafokið kringum „Signalgate“, eins og málið hefur verið nefnt, enn einar nornaveiðarnar. Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna stendur þó frammi fyrir því að missa bæði heimild til að meðhöndla ríkisleyndarmál og vinnuna fyrir að hafa fyrir mistök deilt tölvupósti með blaðamanni. Sá tölvupóstur innihélt engin ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt NBC News, en var um löggæsluaðgerð landamæravarða Bandaríkjanna sem var ekki yfirstaðin þegar pósturinn var sendur fyrir mistök í janúar. Pósturinn innihélt upplýsingar um hvenær þessi aðgerð færi fram í Denver en embættismaðurinn áttaði sig strax á mistökunum og hringdi í blaðamanninn. Sá vinnur hjá miðli sem þykir hægri sinnaður og samþykkti að halda póstinum leyndum. Aðgerðin fór fram án vandræða en annar embættismaður kvartaði yfir mistökunum þegar yfirmenn heimavarnaráðuneytisins voru að kenna lekum til fjölmiðla um að landamæraverðir hefðu handtekið færri innflytjendur sem væru í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti en áætlað var. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Upplýsingarnar komu, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal, meðal annars frá Ísrael. Nánar tiltekið komu þær frá manni í Jemen sem njósnar fyrir Ísrael. Spjallhópur þessi hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, bætti fyrir mistök blaðamanni í hópinn. Í hópnum voru varaforseti Bandaríkjanna, utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, yfirmaður CIA, yfirmaður allra leyniþjónusta Bandaríkjanna og sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, Úkraínu og Rússlands, sem var þá staddur í Rússlandi, svo einhverjir séu nefndir. Þau töluðu um það hvort gera ætti árásir á Húta, af hverju, hvernig ætti að láta Evrópu borga fyrir árásirnar og hvernig ætti að gera þær. Peta Hegseth, varnarmálaráðherra, deildi meðal annars nákvæmum upplýsingum um hvenær árásirnar ættu að hefjast í Jemen og hvenær næstu bylgjur mundu hefjast yfir daginn. Þrátt fyrir það halda Trump-liðar því fram að engum leynilegum upplýsingum hafi verið deilt í spjallhópnum. Laugardaginn 15. mars, þegar þessar árásir hófust, skrifaði Waltz í hópinn að borin hefðu verið kennsl á æðsta „eldflaugagaur“ Húta. Hann hefði sést ganga inn í hús þar sem kærasta hans bjó og það hefði verið jafnað við jörðu. Waltz nefndi ekki hvaðan þessar upplýsingar kæmu en sagði síðar að þær hefðu komið úr nokkrum áttum. Heimildarmenn WSJ segja meðal annars að einn aðili, sem væri í Jemen að njósna fyrir Ísraela, hefði veitt þessar upplýsingar. Blaðamenn Wall Street Journal spurðu talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hvort einhverjar upplýsingar fyrir árásirnar hefðu komið frá Ísrael en fengu eingöngu það svar að engum leynilegum upplýsingum hefði verið deilt í spjallhópnum. Ísraelar neituðu að tjá sig. Sérfræðingar segja að atvik eins og það að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn og að talað hafi verið um þetta í Signal, geti dregið úr vilja embættismanna í öðrum ríkju Varnarmálaráðuneytið varaði þann 14. mars við því að nota Signal til opinberra samskipta. Trump-liðar hafa gert lítið úr atvikinu. Bæði því að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn fyrir mistök og því að umræðan hafi í raun farið fram á Signal, þar sem skilaboðin í hópnum voru stillt til að eyðast sjálfkrafa. Jón og séra-Jón Svo virðist sem engum verði refsað vegna hópsins en Trump kallaði fjaðrafokið kringum „Signalgate“, eins og málið hefur verið nefnt, enn einar nornaveiðarnar. Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna stendur þó frammi fyrir því að missa bæði heimild til að meðhöndla ríkisleyndarmál og vinnuna fyrir að hafa fyrir mistök deilt tölvupósti með blaðamanni. Sá tölvupóstur innihélt engin ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt NBC News, en var um löggæsluaðgerð landamæravarða Bandaríkjanna sem var ekki yfirstaðin þegar pósturinn var sendur fyrir mistök í janúar. Pósturinn innihélt upplýsingar um hvenær þessi aðgerð færi fram í Denver en embættismaðurinn áttaði sig strax á mistökunum og hringdi í blaðamanninn. Sá vinnur hjá miðli sem þykir hægri sinnaður og samþykkti að halda póstinum leyndum. Aðgerðin fór fram án vandræða en annar embættismaður kvartaði yfir mistökunum þegar yfirmenn heimavarnaráðuneytisins voru að kenna lekum til fjölmiðla um að landamæraverðir hefðu handtekið færri innflytjendur sem væru í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti en áætlað var.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent