Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar 28. mars 2025 09:32 Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra. Þetta hefur verið gert með löngu drottningarviðtali við fréttakonuna sem er skrifuð fyrir upphaflegu fréttinni, og Silfurþætti þar sem fengnir voru þrír þátttakendur sem voru í því að verja RÚV, þar á meðal einn fréttamanna þess sem tekið hafði þátt í vinnunni við upphaflegu fréttina. Einungis einn gesta þáttarins hafði uppi "hófsama" gagnrýni á þennan sóðalega fréttaflutning, þótt mjög hörð slík gagnrýni hafi heyrst úr öllum áttum í marga daga. En, nei, RÚVarar handvöldu í þáttinn til að passa að þau gætu áfram stjórnað umræðunni um sig. En nú er gengið enn lengra, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, skrifar grein í Vísi í gær þar sem hann reynir enn að hvítþvo falsfréttaflutning sinn: „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Heiðar Örn viðurkennir þannig að RÚV hafi ekki haft neinar áreiðanlegar heimildir um það sem gert var að aðalatriðum í upphaflegu fréttinni, og margendurtekið síðar, að drengurinn hafi verið 15 ára og að Ásthildur Lóa hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart honum í hópnum. Þetta eru atriðin sem RÚV notaði til að gefa í skyn að um ósiðlegt athæfi væri að ræða, athæfi sem gæti verið refsivert samkvæmt núgildandi lögum, þótt RÚV hafi augljóslega ekki sýnt fram á neitt sem bendi til þess, auk þess sem umrædd lög voru ekki til á þessum tíma. Heiðar Örn fréttastjóri talar svo um hættuna af því að ráðist sé á fjölmiðla, en segir auðvitað ekki orð um hættuna af því að fjölmiðlar birti falsfréttir sem hafi hrikalegar afleiðingar. Hann er sem sagt — eins og er alsiða hjá íslensku valdafólki, en óþekkt meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hann reynir að spyrða sig við í þessari grein — að reyna að gera sjálfan sig og kollega sína að fórnarlömbunum, í máli þar sem hann er sökudólgurinn. Ef Heiðar Örn hefði einhverja sómakennd, eða virti bara siðareglur blaðamanna, hefði hann strax, um leið og bent var á það sem var óverjandi í þessum fréttaflutningi (sem aldrei átti neitt erindi við almenning), birt afsökunarbeiðni, útskýrt vandlega í hverju fréttastofa RÚV brást, og látið setja áberandi leiðréttingu í allar fréttir RÚV um málið. Það gerði hann ekki, og því hefði útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, átt að reka Heiðar Örn. Og af því að Stefán gerði það ekki hefði stjórn RÚV átt að reka Stefán á fundi sínum í gær. En úr því að stjórn RÚV ætlar ekki að reka Stefán fyrir að bera ábyrgð á þessum alvarlega falsfréttaflutningi ætti Alþingi að kjósa nýja stjórn útvarpsins í skyndi, og lýsa yfir að hún verði að tryggja að ekki séu fluttar þar falsfréttir, eða þær a.m.k. leiðréttar strax og bent er á rangfærslur. Því miður hefur ráðherrann sem fer með útvarpsmál, með óbeinum hætti, tekið til varna fyrir falsfréttaflutninginn, með því alþekkta trixi að ráðast á fólk sem mótmælir, af því það sé ekki að mótmæla "á réttan hátt". Fólk eins og Logi Einarsson ráðherra virðist halda að það sé að verja RÚV með því að verja stjórnendur þess. En það er misskilningur. Til að verja RÚV þarf einmitt að reka fréttstjórann og útvarpsstjórann, fyrir að hafa ekkert gert í því að RÚV útvarpaði sóðalegu og grafalvarlegu rusli. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra. Þetta hefur verið gert með löngu drottningarviðtali við fréttakonuna sem er skrifuð fyrir upphaflegu fréttinni, og Silfurþætti þar sem fengnir voru þrír þátttakendur sem voru í því að verja RÚV, þar á meðal einn fréttamanna þess sem tekið hafði þátt í vinnunni við upphaflegu fréttina. Einungis einn gesta þáttarins hafði uppi "hófsama" gagnrýni á þennan sóðalega fréttaflutning, þótt mjög hörð slík gagnrýni hafi heyrst úr öllum áttum í marga daga. En, nei, RÚVarar handvöldu í þáttinn til að passa að þau gætu áfram stjórnað umræðunni um sig. En nú er gengið enn lengra, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, skrifar grein í Vísi í gær þar sem hann reynir enn að hvítþvo falsfréttaflutning sinn: „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Heiðar Örn viðurkennir þannig að RÚV hafi ekki haft neinar áreiðanlegar heimildir um það sem gert var að aðalatriðum í upphaflegu fréttinni, og margendurtekið síðar, að drengurinn hafi verið 15 ára og að Ásthildur Lóa hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart honum í hópnum. Þetta eru atriðin sem RÚV notaði til að gefa í skyn að um ósiðlegt athæfi væri að ræða, athæfi sem gæti verið refsivert samkvæmt núgildandi lögum, þótt RÚV hafi augljóslega ekki sýnt fram á neitt sem bendi til þess, auk þess sem umrædd lög voru ekki til á þessum tíma. Heiðar Örn fréttastjóri talar svo um hættuna af því að ráðist sé á fjölmiðla, en segir auðvitað ekki orð um hættuna af því að fjölmiðlar birti falsfréttir sem hafi hrikalegar afleiðingar. Hann er sem sagt — eins og er alsiða hjá íslensku valdafólki, en óþekkt meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hann reynir að spyrða sig við í þessari grein — að reyna að gera sjálfan sig og kollega sína að fórnarlömbunum, í máli þar sem hann er sökudólgurinn. Ef Heiðar Örn hefði einhverja sómakennd, eða virti bara siðareglur blaðamanna, hefði hann strax, um leið og bent var á það sem var óverjandi í þessum fréttaflutningi (sem aldrei átti neitt erindi við almenning), birt afsökunarbeiðni, útskýrt vandlega í hverju fréttastofa RÚV brást, og látið setja áberandi leiðréttingu í allar fréttir RÚV um málið. Það gerði hann ekki, og því hefði útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, átt að reka Heiðar Örn. Og af því að Stefán gerði það ekki hefði stjórn RÚV átt að reka Stefán á fundi sínum í gær. En úr því að stjórn RÚV ætlar ekki að reka Stefán fyrir að bera ábyrgð á þessum alvarlega falsfréttaflutningi ætti Alþingi að kjósa nýja stjórn útvarpsins í skyndi, og lýsa yfir að hún verði að tryggja að ekki séu fluttar þar falsfréttir, eða þær a.m.k. leiðréttar strax og bent er á rangfærslur. Því miður hefur ráðherrann sem fer með útvarpsmál, með óbeinum hætti, tekið til varna fyrir falsfréttaflutninginn, með því alþekkta trixi að ráðast á fólk sem mótmælir, af því það sé ekki að mótmæla "á réttan hátt". Fólk eins og Logi Einarsson ráðherra virðist halda að það sé að verja RÚV með því að verja stjórnendur þess. En það er misskilningur. Til að verja RÚV þarf einmitt að reka fréttstjórann og útvarpsstjórann, fyrir að hafa ekkert gert í því að RÚV útvarpaði sóðalegu og grafalvarlegu rusli. Höfundur er ekkert sérstakt.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar