Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar 28. mars 2025 09:32 Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra. Þetta hefur verið gert með löngu drottningarviðtali við fréttakonuna sem er skrifuð fyrir upphaflegu fréttinni, og Silfurþætti þar sem fengnir voru þrír þátttakendur sem voru í því að verja RÚV, þar á meðal einn fréttamanna þess sem tekið hafði þátt í vinnunni við upphaflegu fréttina. Einungis einn gesta þáttarins hafði uppi "hófsama" gagnrýni á þennan sóðalega fréttaflutning, þótt mjög hörð slík gagnrýni hafi heyrst úr öllum áttum í marga daga. En, nei, RÚVarar handvöldu í þáttinn til að passa að þau gætu áfram stjórnað umræðunni um sig. En nú er gengið enn lengra, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, skrifar grein í Vísi í gær þar sem hann reynir enn að hvítþvo falsfréttaflutning sinn: „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Heiðar Örn viðurkennir þannig að RÚV hafi ekki haft neinar áreiðanlegar heimildir um það sem gert var að aðalatriðum í upphaflegu fréttinni, og margendurtekið síðar, að drengurinn hafi verið 15 ára og að Ásthildur Lóa hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart honum í hópnum. Þetta eru atriðin sem RÚV notaði til að gefa í skyn að um ósiðlegt athæfi væri að ræða, athæfi sem gæti verið refsivert samkvæmt núgildandi lögum, þótt RÚV hafi augljóslega ekki sýnt fram á neitt sem bendi til þess, auk þess sem umrædd lög voru ekki til á þessum tíma. Heiðar Örn fréttastjóri talar svo um hættuna af því að ráðist sé á fjölmiðla, en segir auðvitað ekki orð um hættuna af því að fjölmiðlar birti falsfréttir sem hafi hrikalegar afleiðingar. Hann er sem sagt — eins og er alsiða hjá íslensku valdafólki, en óþekkt meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hann reynir að spyrða sig við í þessari grein — að reyna að gera sjálfan sig og kollega sína að fórnarlömbunum, í máli þar sem hann er sökudólgurinn. Ef Heiðar Örn hefði einhverja sómakennd, eða virti bara siðareglur blaðamanna, hefði hann strax, um leið og bent var á það sem var óverjandi í þessum fréttaflutningi (sem aldrei átti neitt erindi við almenning), birt afsökunarbeiðni, útskýrt vandlega í hverju fréttastofa RÚV brást, og látið setja áberandi leiðréttingu í allar fréttir RÚV um málið. Það gerði hann ekki, og því hefði útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, átt að reka Heiðar Örn. Og af því að Stefán gerði það ekki hefði stjórn RÚV átt að reka Stefán á fundi sínum í gær. En úr því að stjórn RÚV ætlar ekki að reka Stefán fyrir að bera ábyrgð á þessum alvarlega falsfréttaflutningi ætti Alþingi að kjósa nýja stjórn útvarpsins í skyndi, og lýsa yfir að hún verði að tryggja að ekki séu fluttar þar falsfréttir, eða þær a.m.k. leiðréttar strax og bent er á rangfærslur. Því miður hefur ráðherrann sem fer með útvarpsmál, með óbeinum hætti, tekið til varna fyrir falsfréttaflutninginn, með því alþekkta trixi að ráðast á fólk sem mótmælir, af því það sé ekki að mótmæla "á réttan hátt". Fólk eins og Logi Einarsson ráðherra virðist halda að það sé að verja RÚV með því að verja stjórnendur þess. En það er misskilningur. Til að verja RÚV þarf einmitt að reka fréttstjórann og útvarpsstjórann, fyrir að hafa ekkert gert í því að RÚV útvarpaði sóðalegu og grafalvarlegu rusli. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Einar Steingrímsson Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra. Þetta hefur verið gert með löngu drottningarviðtali við fréttakonuna sem er skrifuð fyrir upphaflegu fréttinni, og Silfurþætti þar sem fengnir voru þrír þátttakendur sem voru í því að verja RÚV, þar á meðal einn fréttamanna þess sem tekið hafði þátt í vinnunni við upphaflegu fréttina. Einungis einn gesta þáttarins hafði uppi "hófsama" gagnrýni á þennan sóðalega fréttaflutning, þótt mjög hörð slík gagnrýni hafi heyrst úr öllum áttum í marga daga. En, nei, RÚVarar handvöldu í þáttinn til að passa að þau gætu áfram stjórnað umræðunni um sig. En nú er gengið enn lengra, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, skrifar grein í Vísi í gær þar sem hann reynir enn að hvítþvo falsfréttaflutning sinn: „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Heiðar Örn viðurkennir þannig að RÚV hafi ekki haft neinar áreiðanlegar heimildir um það sem gert var að aðalatriðum í upphaflegu fréttinni, og margendurtekið síðar, að drengurinn hafi verið 15 ára og að Ásthildur Lóa hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart honum í hópnum. Þetta eru atriðin sem RÚV notaði til að gefa í skyn að um ósiðlegt athæfi væri að ræða, athæfi sem gæti verið refsivert samkvæmt núgildandi lögum, þótt RÚV hafi augljóslega ekki sýnt fram á neitt sem bendi til þess, auk þess sem umrædd lög voru ekki til á þessum tíma. Heiðar Örn fréttastjóri talar svo um hættuna af því að ráðist sé á fjölmiðla, en segir auðvitað ekki orð um hættuna af því að fjölmiðlar birti falsfréttir sem hafi hrikalegar afleiðingar. Hann er sem sagt — eins og er alsiða hjá íslensku valdafólki, en óþekkt meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hann reynir að spyrða sig við í þessari grein — að reyna að gera sjálfan sig og kollega sína að fórnarlömbunum, í máli þar sem hann er sökudólgurinn. Ef Heiðar Örn hefði einhverja sómakennd, eða virti bara siðareglur blaðamanna, hefði hann strax, um leið og bent var á það sem var óverjandi í þessum fréttaflutningi (sem aldrei átti neitt erindi við almenning), birt afsökunarbeiðni, útskýrt vandlega í hverju fréttastofa RÚV brást, og látið setja áberandi leiðréttingu í allar fréttir RÚV um málið. Það gerði hann ekki, og því hefði útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, átt að reka Heiðar Örn. Og af því að Stefán gerði það ekki hefði stjórn RÚV átt að reka Stefán á fundi sínum í gær. En úr því að stjórn RÚV ætlar ekki að reka Stefán fyrir að bera ábyrgð á þessum alvarlega falsfréttaflutningi ætti Alþingi að kjósa nýja stjórn útvarpsins í skyndi, og lýsa yfir að hún verði að tryggja að ekki séu fluttar þar falsfréttir, eða þær a.m.k. leiðréttar strax og bent er á rangfærslur. Því miður hefur ráðherrann sem fer með útvarpsmál, með óbeinum hætti, tekið til varna fyrir falsfréttaflutninginn, með því alþekkta trixi að ráðast á fólk sem mótmælir, af því það sé ekki að mótmæla "á réttan hátt". Fólk eins og Logi Einarsson ráðherra virðist halda að það sé að verja RÚV með því að verja stjórnendur þess. En það er misskilningur. Til að verja RÚV þarf einmitt að reka fréttstjórann og útvarpsstjórann, fyrir að hafa ekkert gert í því að RÚV útvarpaði sóðalegu og grafalvarlegu rusli. Höfundur er ekkert sérstakt.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar