Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2025 14:06 Jóhann Tómas, 19 ára frumkvöðull en varan hans, Roðsnakk mun koma á markað í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ungur frumkvöðull, sem er aðeins 19 ára gamall, segir að það vanti frumkvöðla andann í ungu kynslóðina á Íslandi, en sjálfur er frumkvöðulinn að koma með Roðsnakk á markað, sem hefur nú þegar fengið mjög góðar viðtökur á matarmörkuðum. Samtök smáframleiðenda matvæla voru með aðalfund sinn á Hótel Selfossi í gær en samhliða aðalfundinum eða síðdegis á fimmtudag var haldinn matarmarkaður, sem var öllum opin á hótelinu. Fjölmargir mættu til að kynna sér framleiðsluna og fengu að smakka á afurðum smáframleiðenda. Einn framleiðandi og frumkvöðull vakti sérstaka athygli með sína vöru en það er roðsnakk en 19 ára frumkvöðulinn heitir Jóhann Tómas Portal og er úr Laugardal í Reykjavík. „Ég er hérna með nýja vöru, Roðsnakk. Þetta er snakk unnið úr þorskroði, sem er 63 % prótein, kollagen ríkt og nóg af ómega þrjú og vítamíni. Þetta er bara vonandi nýja æðið,” segir Tómas. En hvað kom til að Jóhann Tómas fór út í þessa framleiðslu? „Þetta byrjaði í menntaskóla fyrir þremur árum þar sem ég tók þátt í ungir frumkvöðlar og svo hef ég bara verið að halda áfram með þetta verkefni síðan þá og þetta hefur bara stækkað og stækkað. Fyrst fáum við roð frá Brim og þurrkum það svo hjá Von og svo vinnum við það og breytum því í snakk hjá Matís,” segir Tómas. Og þú ert bara 19 ára gamall? „Já, ég er bara 19 ára fæddur 2005.” Fjöldi framleiðenda tók þátt í matarmarkaðnum á Hótel Selfossi. Hér er verið að kynna Dalahvítlauki en hjónin Haraldur Guðjónsson og Þórunn Ólafsdóttir rækta eigin hvítlauk í Dölunum með lífrænum og sjálfbærum aðferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Tómas hefur þetta að segja um unga frumkvöðla á Íslandi. „Mér finnst eins og vanti frumkvöðlaandann í mína kynslóð. Fólk er svolítið komið á það að gamla kynslóðin gerir fyrirtækið, ekki núverandi kynslóð, þau fatta ekki að við þurfum líka að gera eitthvað nýtt, við þurfum að skapa.” Samtök smáframleiðenda eru öflug samtök, sem eru að gera góða hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Nýsköpun Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Samtök smáframleiðenda matvæla voru með aðalfund sinn á Hótel Selfossi í gær en samhliða aðalfundinum eða síðdegis á fimmtudag var haldinn matarmarkaður, sem var öllum opin á hótelinu. Fjölmargir mættu til að kynna sér framleiðsluna og fengu að smakka á afurðum smáframleiðenda. Einn framleiðandi og frumkvöðull vakti sérstaka athygli með sína vöru en það er roðsnakk en 19 ára frumkvöðulinn heitir Jóhann Tómas Portal og er úr Laugardal í Reykjavík. „Ég er hérna með nýja vöru, Roðsnakk. Þetta er snakk unnið úr þorskroði, sem er 63 % prótein, kollagen ríkt og nóg af ómega þrjú og vítamíni. Þetta er bara vonandi nýja æðið,” segir Tómas. En hvað kom til að Jóhann Tómas fór út í þessa framleiðslu? „Þetta byrjaði í menntaskóla fyrir þremur árum þar sem ég tók þátt í ungir frumkvöðlar og svo hef ég bara verið að halda áfram með þetta verkefni síðan þá og þetta hefur bara stækkað og stækkað. Fyrst fáum við roð frá Brim og þurrkum það svo hjá Von og svo vinnum við það og breytum því í snakk hjá Matís,” segir Tómas. Og þú ert bara 19 ára gamall? „Já, ég er bara 19 ára fæddur 2005.” Fjöldi framleiðenda tók þátt í matarmarkaðnum á Hótel Selfossi. Hér er verið að kynna Dalahvítlauki en hjónin Haraldur Guðjónsson og Þórunn Ólafsdóttir rækta eigin hvítlauk í Dölunum með lífrænum og sjálfbærum aðferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Tómas hefur þetta að segja um unga frumkvöðla á Íslandi. „Mér finnst eins og vanti frumkvöðlaandann í mína kynslóð. Fólk er svolítið komið á það að gamla kynslóðin gerir fyrirtækið, ekki núverandi kynslóð, þau fatta ekki að við þurfum líka að gera eitthvað nýtt, við þurfum að skapa.” Samtök smáframleiðenda eru öflug samtök, sem eru að gera góða hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Nýsköpun Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira