Löng fangelsisvist blasir við popparanum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. mars 2025 13:00 Sean Kingston er þekktur fyrir smellina Beautiful Girls og Eenie Meenie. Getty/Jason Koerner Rapparinn Sean Kingston hefur verið dæmdur sekur fyrir margra milljóna króna fjársvik. Hann á yfir höfði sér marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Kingston og Janice Turner, móðir hans, voru dæmd sek um fjögur tilfelli af fjársvikum og eina tilraun til fjársvika. Svikin voru upp á um eina milljón bandarískra dollara sem samsvarar rétt rúmlega 132 milljónum íslenskra króna. Atburðarásin hófst í maí árið 2024 þegar mæðginin voru handtekin í Flórída-fylki í Bandaríkjunum af lögregluteymi sem réðst inn í hús Kingston. Þá var búið að ákæra Kingston fyrir þjófnað. Í júlí það sama ár voru þau mæðginin ákærð fyrir áðurnefnd fjársvik. Kingston og Turner þóttust kaupa dýrar lúxusvörur, svo sem armbandsúr og bíla, en fölsuðu síðan kvittanir sem sýndu að millifærslur fyrir vörurnar myndu berast innan nokkurra daga. Eitt af helstu sönnunargögnunum, samkvæmt umfjöllun Variety, voru skilaboð sem Kingston sendi á móður sína. „Ég sagði þér að gera falska kvittun svo það lítur út fyrir að millifærslan muni berast innan nokkurra daga,“ skrifaði Kingston. Moshe Edery, skartgripasali, bar vitni fyrir dómi þar sem hann sagðist hafa gefið Kingston Audemars Piguet úr að virði 285 þúsund dollara eða um 37 og hálf milljón króna. Fyrir gjöfina hafi Kingston sagst ætla taka Edery með sér á rauðan dregil og í tökur á tónlistarmyndbandi. Þá hafi hann sent Edery skjáskot af falskri millifærslu. Edery var rekinn úr starfi fyrir gjöfina eftir að Kingston greiddi ekki. Samkvæmt umfjöllun Page Six verður dómsuppkvaðning Kingston og Turner 11. júlí næstkomandi. Hámarksrefsing fyrir hvert af þessum fimm brotum sem mæðginin hafa verið dæmd sek um eru tuttugu ár. Kingston og Turner horfa því upp á marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Sean Kingston er helst þekktur fyrir lögin Beautiful Girls, sem kom út árið 2007 og Eenie Meenie þar sem poppstirnið Justin Bieber syngur með. Hann kom til Íslands árið 2015 þar sem hann spilaði á busaballi Verslunarskóla Íslands. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Kingston og Janice Turner, móðir hans, voru dæmd sek um fjögur tilfelli af fjársvikum og eina tilraun til fjársvika. Svikin voru upp á um eina milljón bandarískra dollara sem samsvarar rétt rúmlega 132 milljónum íslenskra króna. Atburðarásin hófst í maí árið 2024 þegar mæðginin voru handtekin í Flórída-fylki í Bandaríkjunum af lögregluteymi sem réðst inn í hús Kingston. Þá var búið að ákæra Kingston fyrir þjófnað. Í júlí það sama ár voru þau mæðginin ákærð fyrir áðurnefnd fjársvik. Kingston og Turner þóttust kaupa dýrar lúxusvörur, svo sem armbandsúr og bíla, en fölsuðu síðan kvittanir sem sýndu að millifærslur fyrir vörurnar myndu berast innan nokkurra daga. Eitt af helstu sönnunargögnunum, samkvæmt umfjöllun Variety, voru skilaboð sem Kingston sendi á móður sína. „Ég sagði þér að gera falska kvittun svo það lítur út fyrir að millifærslan muni berast innan nokkurra daga,“ skrifaði Kingston. Moshe Edery, skartgripasali, bar vitni fyrir dómi þar sem hann sagðist hafa gefið Kingston Audemars Piguet úr að virði 285 þúsund dollara eða um 37 og hálf milljón króna. Fyrir gjöfina hafi Kingston sagst ætla taka Edery með sér á rauðan dregil og í tökur á tónlistarmyndbandi. Þá hafi hann sent Edery skjáskot af falskri millifærslu. Edery var rekinn úr starfi fyrir gjöfina eftir að Kingston greiddi ekki. Samkvæmt umfjöllun Page Six verður dómsuppkvaðning Kingston og Turner 11. júlí næstkomandi. Hámarksrefsing fyrir hvert af þessum fimm brotum sem mæðginin hafa verið dæmd sek um eru tuttugu ár. Kingston og Turner horfa því upp á marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Sean Kingston er helst þekktur fyrir lögin Beautiful Girls, sem kom út árið 2007 og Eenie Meenie þar sem poppstirnið Justin Bieber syngur með. Hann kom til Íslands árið 2015 þar sem hann spilaði á busaballi Verslunarskóla Íslands.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira