Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 07:30 Arnar og Bjarki voru á þessum tíma afar áberandi í auglýsingum og viðtölum, þegar þeir komu aftur í íslenska boltann í nokkra mánuði árið 1995. Skjáskot/A&B „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. Brot úr fyrsta þætti, sem frumsýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld, má sjá hér að neðan. Um er að ræða fjögurra þátta seríu og strax ljóst að um afar áhugaverða þætti er að ræða. Klippa: Heim til Íslands eins og súperstjörnur „Þegar þeir koma heim ’95 þá koma tvær súperstjörnur heim, það er ekki mikið flóknara,“ segir Bjarni Guðjónsson sem er sex árum yngri en tvíburarnir og man vel eftir því þegar þeir komu 22 ára í nokkuð stutt stopp heim á Akranes úr atvinnumennsku, áður en þeir héldu svo aftur út til Þýskalands. „Skagaliðið á þeim tíma var frábært, á þvílíkri siglingu í gegnum deildina, gaman á vellinum, en þeir koma samt heim og lyfta öllu. Ég held að þeir hafi ekki bara lyft fótboltanum uppi á Skaga heldur allri deildinni. Arnar var á þeim tíma sérstaklega áberandi og skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum en svo var líka allt hitt. Auglýsingarnar, viðtölin í Séð og heyrt og þetta allt saman,“ segir Bjarni. „Fundum að við vorum í tísku“ „Það var ekkert leiðinlegt að fá athygli, ég viðurkenni það alveg. Við klæddum okkur vel upp og fundum fyrir því að við vorum í tísku,“ segir Arnar sjálfur í þættinum. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það er nánast svona Hollywood-stjarna í íslensku deildinni,“ bendir Bjarni á. „Árið áður fóru þeir út að borða með æskuvinunum en ’95 var farið út að borða með Baltasar, Ingvari Þórðar og Helga Björns,“ segir Rósant og rifjar upp að skemmtistaðurinn Astró hafi verið aðalstaðurinn á þessum tíma. Það þótti merkilegt að komast á súluna á Astró, segir Arnar Gunnlaugs, en þar mátti meðal annars sjá nöfn söngkonunnar Mel B og grínistans Jerry Seinfeld, sem og nöfn Arnars og Bjarka.Skjáskot/A&B „Astró var einhvers konar klúbbur sem við munum aldrei sjá aftur á Íslandi. Það var að koma þessi nýja VIP-stemning. Þú keyptir stóra kampavínsflösku og fékkst nafnið þitt upp á vegg,“ segir Rósant. „Vildum ekki vera minni menn“ Jerry Seinfeld, Mel B, Fjölnir Þorgeirs og Skítamórall voru á meðal þeirra sem fengu nafnið sitt upp á súlu á Astró, með kaupum á veglegri kampavínsflösku, og að sjálfsögðu bættust nöfn Arnars og Bjarka við: „Það þótti merkilegt að komast á þessa súlu. Við vildum ekki vera minni menn en aðrar „stjörnur“ á þessum tíma. Við vorum fljótir að kaupa eina slíka [kampavínsflösku] og gott ef Eyjólfur Sverris fylgdi ekki með í kaupbæti,“ segir Arnar. „Enginn þeirra drakk sopa af þessu kampavíni en þetta var stemningin,“ segir Rósant og Bjarki tekur undir það: „Við vorum aldrei í neinu rugli. Engin drykkja á okkur eða neitt þannig. Við sóttum auðvitað skemmtistaði en fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú.“ Þættirnir um Arnar og Bjarka verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn ÍA A&B Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Brot úr fyrsta þætti, sem frumsýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld, má sjá hér að neðan. Um er að ræða fjögurra þátta seríu og strax ljóst að um afar áhugaverða þætti er að ræða. Klippa: Heim til Íslands eins og súperstjörnur „Þegar þeir koma heim ’95 þá koma tvær súperstjörnur heim, það er ekki mikið flóknara,“ segir Bjarni Guðjónsson sem er sex árum yngri en tvíburarnir og man vel eftir því þegar þeir komu 22 ára í nokkuð stutt stopp heim á Akranes úr atvinnumennsku, áður en þeir héldu svo aftur út til Þýskalands. „Skagaliðið á þeim tíma var frábært, á þvílíkri siglingu í gegnum deildina, gaman á vellinum, en þeir koma samt heim og lyfta öllu. Ég held að þeir hafi ekki bara lyft fótboltanum uppi á Skaga heldur allri deildinni. Arnar var á þeim tíma sérstaklega áberandi og skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum en svo var líka allt hitt. Auglýsingarnar, viðtölin í Séð og heyrt og þetta allt saman,“ segir Bjarni. „Fundum að við vorum í tísku“ „Það var ekkert leiðinlegt að fá athygli, ég viðurkenni það alveg. Við klæddum okkur vel upp og fundum fyrir því að við vorum í tísku,“ segir Arnar sjálfur í þættinum. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það er nánast svona Hollywood-stjarna í íslensku deildinni,“ bendir Bjarni á. „Árið áður fóru þeir út að borða með æskuvinunum en ’95 var farið út að borða með Baltasar, Ingvari Þórðar og Helga Björns,“ segir Rósant og rifjar upp að skemmtistaðurinn Astró hafi verið aðalstaðurinn á þessum tíma. Það þótti merkilegt að komast á súluna á Astró, segir Arnar Gunnlaugs, en þar mátti meðal annars sjá nöfn söngkonunnar Mel B og grínistans Jerry Seinfeld, sem og nöfn Arnars og Bjarka.Skjáskot/A&B „Astró var einhvers konar klúbbur sem við munum aldrei sjá aftur á Íslandi. Það var að koma þessi nýja VIP-stemning. Þú keyptir stóra kampavínsflösku og fékkst nafnið þitt upp á vegg,“ segir Rósant. „Vildum ekki vera minni menn“ Jerry Seinfeld, Mel B, Fjölnir Þorgeirs og Skítamórall voru á meðal þeirra sem fengu nafnið sitt upp á súlu á Astró, með kaupum á veglegri kampavínsflösku, og að sjálfsögðu bættust nöfn Arnars og Bjarka við: „Það þótti merkilegt að komast á þessa súlu. Við vildum ekki vera minni menn en aðrar „stjörnur“ á þessum tíma. Við vorum fljótir að kaupa eina slíka [kampavínsflösku] og gott ef Eyjólfur Sverris fylgdi ekki með í kaupbæti,“ segir Arnar. „Enginn þeirra drakk sopa af þessu kampavíni en þetta var stemningin,“ segir Rósant og Bjarki tekur undir það: „Við vorum aldrei í neinu rugli. Engin drykkja á okkur eða neitt þannig. Við sóttum auðvitað skemmtistaði en fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú.“ Þættirnir um Arnar og Bjarka verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn ÍA A&B Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira