Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 19:56 Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands. Vísir/Sara Varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir nýtt gervigreindaræði vekja upp ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. Netverjar keppast við að láta gervigreindina skapa myndir sem annar ekki eftirspurn. Ný uppfærsla hjá gervigreindarrisanum OpenAI hefur hleypt af stað æði hjá netverjum sem keppast við að umbreyta myndum svo þær líkjist stílbragði frægra teiknimynda. Æðið hefur verið svo mikið að forstjóri fyrirtækisins hefur hvatt netverja til að hætta. Dæmi um notkun á ChatGPT til að skapa myndefni má sjá í spilaranum hér að neðan. Listamenn fái enga greiðslu fyrir þjálfun hugbúnaðarins Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands, segir að þó að þessi nýja tækni bjóði upp á ýmsa möguleika þurfi ýmislegt að varast. „Annars vegar eru þau verk sem eru ryksuguð upp af netinu sem við vitum að hafi verið gert og eru notuð til að þjálfa þetta forrit. Það er engin greiðsla fengin fyrir það. Hins vegar er það síðan hvernig fólk notar þessi forrit. Eins og kannski ef ég keyri inn mynd eftir Kjarval og læt forritið búa til mynd sem er 90 prósent eins og mynd eftir Kjarval, sem ég get gert. Þá erum við líka komin með annað vandamál því Kjarval er höfundarréttarvarinn listamaður.“ Ekki megi nota forritið í hagnaðarskyni Það skipti máli hvort hugbúnaðurinn sé starfræktur í hagnaðarskyni eður ei. „Það væri í raun og veru alveg réttmætt að krefjast þess að allt sem færi inn í þessi kerfi að þau borgi einhvers konar þóknun fyrir það. Það er alveg hægt að greina hvaða listaverk hafa verið keyrð inn í þessa gagnagrunna. Það er eðli tölvukerfa.“ Sama eigi við um notendur. Óhætt sé að skapa myndir í listrænu skyni eða til tómstunda en annað gildi ef það er gert í hagnaðarskyni. „Ef ég hins vegar bý til hönnunarvöru út frá þessu og fer að selja Simpsons-myndir eða í Simpsons-stíl. Þá er ég kominn á mjög grátt svæði. Þá ætti að vera hægt að krefja fyrirtækið mitt um greiðslu fyrir að nýta einkennandi listaverk.“ Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Ný uppfærsla hjá gervigreindarrisanum OpenAI hefur hleypt af stað æði hjá netverjum sem keppast við að umbreyta myndum svo þær líkjist stílbragði frægra teiknimynda. Æðið hefur verið svo mikið að forstjóri fyrirtækisins hefur hvatt netverja til að hætta. Dæmi um notkun á ChatGPT til að skapa myndefni má sjá í spilaranum hér að neðan. Listamenn fái enga greiðslu fyrir þjálfun hugbúnaðarins Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands, segir að þó að þessi nýja tækni bjóði upp á ýmsa möguleika þurfi ýmislegt að varast. „Annars vegar eru þau verk sem eru ryksuguð upp af netinu sem við vitum að hafi verið gert og eru notuð til að þjálfa þetta forrit. Það er engin greiðsla fengin fyrir það. Hins vegar er það síðan hvernig fólk notar þessi forrit. Eins og kannski ef ég keyri inn mynd eftir Kjarval og læt forritið búa til mynd sem er 90 prósent eins og mynd eftir Kjarval, sem ég get gert. Þá erum við líka komin með annað vandamál því Kjarval er höfundarréttarvarinn listamaður.“ Ekki megi nota forritið í hagnaðarskyni Það skipti máli hvort hugbúnaðurinn sé starfræktur í hagnaðarskyni eður ei. „Það væri í raun og veru alveg réttmætt að krefjast þess að allt sem færi inn í þessi kerfi að þau borgi einhvers konar þóknun fyrir það. Það er alveg hægt að greina hvaða listaverk hafa verið keyrð inn í þessa gagnagrunna. Það er eðli tölvukerfa.“ Sama eigi við um notendur. Óhætt sé að skapa myndir í listrænu skyni eða til tómstunda en annað gildi ef það er gert í hagnaðarskyni. „Ef ég hins vegar bý til hönnunarvöru út frá þessu og fer að selja Simpsons-myndir eða í Simpsons-stíl. Þá er ég kominn á mjög grátt svæði. Þá ætti að vera hægt að krefja fyrirtækið mitt um greiðslu fyrir að nýta einkennandi listaverk.“
Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira