Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 20:26 Á myndinni er eftirfarandi starfsfólk Orkubús Vestfjarða: Sölvi R. Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs, Gísli Jón Kristjánsson og Valgerður Árnadóttir, stjórnarmenn, Illugi Gunnarsson, stjórnarformaður, Unnar Hermannsson og Viktoría Rán Ólafsdóttir, stjórnarmenn, Daníel Örn Antonsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Elías Jónatansson, orkubússtjóri. Orkubú Vestfjarða Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sótt verði um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði. Virkjunin hefur þegar farið í gegnum umhverfismat, en beðið er eftir endanlegri staðfestingu aðalskipulags Strandabyggðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða, en þar segir að tekin hafi verið formleg ákvörðun um þetta á fundi stjórnar 26. mars síðastliðinn. „Virkjunin fellur vel að þeim markmiðum stjórnar Orkubús Vestfjarða að tryggja næga orkuöflun félagsins innan Vestfjarða, auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og gera félaginu kleift að taka þátt í grænum orkuskiptum á Vestfjörðum í samræmi við stefnu stjórnvalda,“ segir í bókun stjórnar. Virkjunin auki afhendingaröryggi um allt að 90 prósent Þar segir að Kvíslatunguvirkjun hafi alla burði til að verða arðbært verkefni fyrir Orkubúið. Virkjunin muni auk þess hafa afgerandi áhrif á afhendinaröryggi rafmagns á Ströndum, á Reykhólum og í Inndjúpi. „Virkjunin mun því draga mikið úr kostnaði við framleiðslu orku með díselvélum og minnka um leið losun gróðurhúsalofttegunda vegna keyrslu varaafls á því svæði.“ „Um er að ræða stærsta einstaka verkefni sem Orkubú Vestfjarða hefur ráðist í frá upphafi. Áformað afl virkjunarinnar er 9,5 MW í byrjun og má gera ráð fyrir að hún framleiði um 60 GWst að meðaltali á ári, en mögulegt er að bæta við lítilli 0,4MW virkjun í þrepi á milli uppistöðulóna virkjunarinnar.“ „Virkjunin fylgir fast á hæla Mjólkárvirkjunar að stærð, en hún er stærsta virkjun Orkubúsins og samanstendur í rauninni af þremur virkjunum, Mjólká I, Mjólká II og Mjólká III, sem samtals eru 11,2 MW.“ Þá segir að áætlaður kostnaður við byggingu virkjunarinnar sé rúmlega sjö milljarðar króna. Stefnt sé að því að hefja undirbúningsframkvæmdir í sumar. Aðalframkvæmdirnar verði á árinu 2026 og 2027. „Áætlanir gera ráð fyrir að virkjunin verði farin að framleiða raforku í árslok 2027.“ Strandabyggð Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða, en þar segir að tekin hafi verið formleg ákvörðun um þetta á fundi stjórnar 26. mars síðastliðinn. „Virkjunin fellur vel að þeim markmiðum stjórnar Orkubús Vestfjarða að tryggja næga orkuöflun félagsins innan Vestfjarða, auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og gera félaginu kleift að taka þátt í grænum orkuskiptum á Vestfjörðum í samræmi við stefnu stjórnvalda,“ segir í bókun stjórnar. Virkjunin auki afhendingaröryggi um allt að 90 prósent Þar segir að Kvíslatunguvirkjun hafi alla burði til að verða arðbært verkefni fyrir Orkubúið. Virkjunin muni auk þess hafa afgerandi áhrif á afhendinaröryggi rafmagns á Ströndum, á Reykhólum og í Inndjúpi. „Virkjunin mun því draga mikið úr kostnaði við framleiðslu orku með díselvélum og minnka um leið losun gróðurhúsalofttegunda vegna keyrslu varaafls á því svæði.“ „Um er að ræða stærsta einstaka verkefni sem Orkubú Vestfjarða hefur ráðist í frá upphafi. Áformað afl virkjunarinnar er 9,5 MW í byrjun og má gera ráð fyrir að hún framleiði um 60 GWst að meðaltali á ári, en mögulegt er að bæta við lítilli 0,4MW virkjun í þrepi á milli uppistöðulóna virkjunarinnar.“ „Virkjunin fylgir fast á hæla Mjólkárvirkjunar að stærð, en hún er stærsta virkjun Orkubúsins og samanstendur í rauninni af þremur virkjunum, Mjólká I, Mjólká II og Mjólká III, sem samtals eru 11,2 MW.“ Þá segir að áætlaður kostnaður við byggingu virkjunarinnar sé rúmlega sjö milljarðar króna. Stefnt sé að því að hefja undirbúningsframkvæmdir í sumar. Aðalframkvæmdirnar verði á árinu 2026 og 2027. „Áætlanir gera ráð fyrir að virkjunin verði farin að framleiða raforku í árslok 2027.“
Strandabyggð Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira