Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir og Mathias Bragi Ölvisson skrifa 1. apríl 2025 23:47 Á meðan Vaka, félag lýðræðissinaðra stúdenta, hefur setið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa slæm vinnubrögð viðgengist. „Með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða.“ Þessi orð eru jafn sönn í dag og þau voru á 13. öld. Því miður hefur núverandi skrifstofa Stúdentaráðs virt lög og reglur SHÍ að vettugi og það í krafti meirihluta Vöku. Hlutverk Stúdentaráðs er að gæta hagsmuna stúdenta af festu og ábyrgð, en það sem hefur sést á þessu starfsári er öfugt við það – skipulagsleysi, ógagnsæi og endurtekin brot á lögum ráðsins. Skrifstofa Stúdentaráðs hefur t.a.m. ekki tekið saman hagsmunaskrár kjörinna fulltrúa, ógilti fyrri verklagsreglur og hefur ekki sett sér nýjar, auk þess sem upplýsingaskylda gagnvart stjórn ráðsins hefur ítrekað verið vanvirt. Síðastliðin ár hefur verið skipað lýðræðislega í nefndir Stúdentaráðs og fulltrúum skipt eftir niðurstöðum kosninga samkvæmt verklagsreglum ráðsins. Eftir að hafa ógilt verklagsreglurnar tók Vaka öll forsæti í nefndum Stúdentaráðs. Það vekur einnig miklar áhyggjur að engin fjárhagsáætlun hefur verið lögð fram á starfsárinu og það virðist sem skrifstofan ætli ekki að gefa slíka áætlun frá sér. Þetta er annað skýrt dæmi um lagabrot núverandi skrifstofu. Afleiðingarnar eru augljósar: SHÍ hefur veikst sem hagsmunasamtök, traust stúdenta til ráðsins hefur beðið hnekki og slagkraftur þess gagnvart stjórnvöldum hefur verið skertur til muna. Fyrsta starfsár Vöku í meirihluta í langan tíma verður minnst af okkur sem ár lögleysunnar, ógagnsæis og athafnaleysis. Stúdentar eiga betra skilið, og þeir munu hafa tækifæri til að krefjast breytinga sem Röskva boðar. Við viljum tryggja aftur lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð og standa vörð um hagsmunabaráttu stúdenta. Röskva vill endurbyggja bæði slagkraft SHÍ og fagmennsku, og þar með trúverðugleika ráðsins. Röskvu er treystandi til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta með heiðarleika, gagnsæi og lýðræði að leiðarljósi. Stúdentar hafa tækifæri til að krefjast breytinga á morgun og fimmtudag, 2 og 3. apríl. Kjósum Röskvu! Mathias Bragi Ölvisson er forseti Röskvu og Katla Ólafsdóttir er oddviti Röskvu í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan Vaka, félag lýðræðissinaðra stúdenta, hefur setið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa slæm vinnubrögð viðgengist. „Með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða.“ Þessi orð eru jafn sönn í dag og þau voru á 13. öld. Því miður hefur núverandi skrifstofa Stúdentaráðs virt lög og reglur SHÍ að vettugi og það í krafti meirihluta Vöku. Hlutverk Stúdentaráðs er að gæta hagsmuna stúdenta af festu og ábyrgð, en það sem hefur sést á þessu starfsári er öfugt við það – skipulagsleysi, ógagnsæi og endurtekin brot á lögum ráðsins. Skrifstofa Stúdentaráðs hefur t.a.m. ekki tekið saman hagsmunaskrár kjörinna fulltrúa, ógilti fyrri verklagsreglur og hefur ekki sett sér nýjar, auk þess sem upplýsingaskylda gagnvart stjórn ráðsins hefur ítrekað verið vanvirt. Síðastliðin ár hefur verið skipað lýðræðislega í nefndir Stúdentaráðs og fulltrúum skipt eftir niðurstöðum kosninga samkvæmt verklagsreglum ráðsins. Eftir að hafa ógilt verklagsreglurnar tók Vaka öll forsæti í nefndum Stúdentaráðs. Það vekur einnig miklar áhyggjur að engin fjárhagsáætlun hefur verið lögð fram á starfsárinu og það virðist sem skrifstofan ætli ekki að gefa slíka áætlun frá sér. Þetta er annað skýrt dæmi um lagabrot núverandi skrifstofu. Afleiðingarnar eru augljósar: SHÍ hefur veikst sem hagsmunasamtök, traust stúdenta til ráðsins hefur beðið hnekki og slagkraftur þess gagnvart stjórnvöldum hefur verið skertur til muna. Fyrsta starfsár Vöku í meirihluta í langan tíma verður minnst af okkur sem ár lögleysunnar, ógagnsæis og athafnaleysis. Stúdentar eiga betra skilið, og þeir munu hafa tækifæri til að krefjast breytinga sem Röskva boðar. Við viljum tryggja aftur lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð og standa vörð um hagsmunabaráttu stúdenta. Röskva vill endurbyggja bæði slagkraft SHÍ og fagmennsku, og þar með trúverðugleika ráðsins. Röskvu er treystandi til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta með heiðarleika, gagnsæi og lýðræði að leiðarljósi. Stúdentar hafa tækifæri til að krefjast breytinga á morgun og fimmtudag, 2 og 3. apríl. Kjósum Röskvu! Mathias Bragi Ölvisson er forseti Röskvu og Katla Ólafsdóttir er oddviti Röskvu í Stúdentaráði
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun