Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 10:32 Þjóðverjinn tekur gjarnan fram stóra bjórinn þegar vel gengur. Markvörðurinn Jonas Kersken sturtar hér ofan í liðsfélaga sinn Felix Hagmann. Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bikarævintýri Arminia Bielefeld í þýska fótboltanum heldur áfram. Liðið sló bikarmeistara Bayer Leverkusen úr leik í gærkvöld og er á leið í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins. Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 2021-22 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð. Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um að komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega. Liðið vann óvæntan 2-1 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til að tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku. Margur hélt að ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara. Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár. Stuðningsfólk Bielefeld gat sannarlega fagnað vel í gær.Christof Koepsel/Getty Images Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum. Union Berlin vannst 2-0 í annarri umferð, Freiburg 3-1 í 16-liða úrslitum, Werder Bremen 2-1 í 8-liða úrslitum og nú síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld. Patrik Schick var niðurlútur líkt og aðrir leikmenn Leverkusen.Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, að dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel að fá alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur. Ljóst er að næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert að sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld. Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær má sjá hér. Gleði, gleði!Christof Koepsel/Getty Images Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjá meira
Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 2021-22 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð. Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um að komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega. Liðið vann óvæntan 2-1 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til að tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku. Margur hélt að ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara. Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár. Stuðningsfólk Bielefeld gat sannarlega fagnað vel í gær.Christof Koepsel/Getty Images Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum. Union Berlin vannst 2-0 í annarri umferð, Freiburg 3-1 í 16-liða úrslitum, Werder Bremen 2-1 í 8-liða úrslitum og nú síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld. Patrik Schick var niðurlútur líkt og aðrir leikmenn Leverkusen.Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, að dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel að fá alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur. Ljóst er að næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert að sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld. Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær má sjá hér. Gleði, gleði!Christof Koepsel/Getty Images
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjá meira