Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2025 20:58 Diogo Jota fagnar hér sigurmarki sínu á Anfield í kvöld. Getty/Carl Recine Portúgalinn Diogo Jota hefur ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum Liverpool en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að gleyma því eftir að hann tryggði liðinu mikilvægan sigur á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool vann 1-0 sigur á Everton og náði með því aftur tólf stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Mohamed Salah náði ekki að skora eða leggja upp mark í kvöld en þetta er þriðji leikurinn í röð sem hann kemst ekki á blað sem óvanalegt á þessu frábæra tímabili hans. Það kom ekki að sök þótt að frammistaða hans að undanförnu hljóti að vera smá áhyggjuefni fyrir Liverpool. Jota sá til þess að öll þrjú stigin komu í hús og liðið tók einn eitt skrefið í átta að tuttugasta Englandsmeistaratitli félagsins. Leikurinn á Anfield i kvöld var annars mikill baráttuleikur eins og búast mátti við enda gáfu gestirnir ekkert eftir. Everton liðið var þannig miklu grimmara í fyrri hálfleiknum og Liverpool gat þakkað fyrir að vera ekki undir í hálfleik. Everton maðurinn Norberto Beto kom boltanum í netið en var dæmdur rangstæður og seinna komst hann einn í gegn en skaut í stöngina. Það var allt annað að sjá til Liverpool liðsins í seinni hálfleiknum. Þeir þurftu þó að bíða allt fram á 57. mínútu til að komast yfir. Markið skoraði Diogo Jota á laglegan hátt eftir að hafa fengið boltann frá Luis Diaz. Luis Diaz var hættulegasti leikmaður Liverpool í leiknum en náði ekki að skora sjálfur þrátt fyrir að reyna mikið allan leikinn. Everton hafði stolið sigri undir lok fyrri leiksins en að þessu sinni héldu Liverpool menn út og fögnuðu mikilvægum sigri ásamt stuðningsmönnum sínum sem létu vel í sér heyra í kvöld. Þetta var hundraðasti sigur Liverpool í leikjum sínum við nágrannana í Everton. Enski boltinn
Portúgalinn Diogo Jota hefur ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum Liverpool en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að gleyma því eftir að hann tryggði liðinu mikilvægan sigur á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool vann 1-0 sigur á Everton og náði með því aftur tólf stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Mohamed Salah náði ekki að skora eða leggja upp mark í kvöld en þetta er þriðji leikurinn í röð sem hann kemst ekki á blað sem óvanalegt á þessu frábæra tímabili hans. Það kom ekki að sök þótt að frammistaða hans að undanförnu hljóti að vera smá áhyggjuefni fyrir Liverpool. Jota sá til þess að öll þrjú stigin komu í hús og liðið tók einn eitt skrefið í átta að tuttugasta Englandsmeistaratitli félagsins. Leikurinn á Anfield i kvöld var annars mikill baráttuleikur eins og búast mátti við enda gáfu gestirnir ekkert eftir. Everton liðið var þannig miklu grimmara í fyrri hálfleiknum og Liverpool gat þakkað fyrir að vera ekki undir í hálfleik. Everton maðurinn Norberto Beto kom boltanum í netið en var dæmdur rangstæður og seinna komst hann einn í gegn en skaut í stöngina. Það var allt annað að sjá til Liverpool liðsins í seinni hálfleiknum. Þeir þurftu þó að bíða allt fram á 57. mínútu til að komast yfir. Markið skoraði Diogo Jota á laglegan hátt eftir að hafa fengið boltann frá Luis Diaz. Luis Diaz var hættulegasti leikmaður Liverpool í leiknum en náði ekki að skora sjálfur þrátt fyrir að reyna mikið allan leikinn. Everton hafði stolið sigri undir lok fyrri leiksins en að þessu sinni héldu Liverpool menn út og fögnuðu mikilvægum sigri ásamt stuðningsmönnum sínum sem létu vel í sér heyra í kvöld. Þetta var hundraðasti sigur Liverpool í leikjum sínum við nágrannana í Everton.