„Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Aron Guðmundsson skrifar 3. apríl 2025 12:32 Hlín Eiriksdóttur líkar lífið vel á Englandi hjá Leicester City Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir steig í raun inn í nýjan veruleika er hún samdi við enska liðið Leicester City fyrr á árinu. Hún er enn að venjast þeim veruleika en finnur fyrir mikilli trú í sinn garð frá þjálfurum liðsins. Hlín hafði gert frábæra hluti með sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad áður en að kallið kom frá Leicester City á Englandi. Hlín hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum og segir lífið á Englandi gott. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun fyrir mig, að fara úr svona vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem að ég var með mjög mikið traust og fékk að spila hverja einustu mínútu yfir í meiri samkeppni og stærra umhverfi. Það er búið að vera mjög gott hingað til, mér líður vel og er komast hægt og rólega betur af stað með liðinu.“ Klippa: Hlín Eiríks um lífið í Leicester City Hlín snertir á samkeppninni. Það er barist um hverja einustu mínútu í liðinu og smávægileg meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá landsliðskonunni fyrstu mánuðina. „Mér finnst ég alveg vera búin að fá traust frá þjálfaranum en svo meiðist ég aðeins og hef því ekki búin að vera spila mikið síðustu vikurnar en þjálfararnir hafa sýnt mér mikið traust og það er augljóst að þeir hafa mikla trú á mér og það er ástæðan fyrir því að þau náðu í mig á miðju tímabili. Þau vildu virkilega fá mig og ég hef ekki áhyggjur af mínútufjölda eins og staðan er núna. Þetta er risastórt stökk upp á við fyrir mig og maður finnur það alveg að ég hef minni tíma á boltanum í leikjunum, það er meiri samkeppni um að komast í liðið, þetta er krefjandi en geggjað. Ég lenti í vægri tognun í læri. Ekkert alvarlegt, bara smá vöðvameiðsli og ég er orðin góð núna. Ég held það hafi tengst því að vera komin inn í nýtt umhverfi, meira tempó og líkaminn að aðlagast því.“ Í leik með Leicester CityVísir/Getty England, vagga fótboltans á heimsvísu að mati margra og áhugi heimamanna á íþróttinni fer ekki fram hjá Hlín í Leicester. „Það er ekki mýta að Englendingar séu fótboltasjúkir. Maður labbar niður í bæ og það er annar hver maður í Leicester City treyju. Svo er ég í rosalega fagmannlegu umhverfi. Það er allt gert fyrir okkur þarna. Maður þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálfur í leiki. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. Ég er enn að venjast gæðastiginu innan vallar og komast inn í hlutina en það kemur.“ Viðtalið við Hlín í heild sinni, þar sem að hún ræðir meðal annars landsleik morgundagsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni sem og fjarveru fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, má sjá hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Hlín hafði gert frábæra hluti með sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad áður en að kallið kom frá Leicester City á Englandi. Hlín hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum og segir lífið á Englandi gott. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun fyrir mig, að fara úr svona vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem að ég var með mjög mikið traust og fékk að spila hverja einustu mínútu yfir í meiri samkeppni og stærra umhverfi. Það er búið að vera mjög gott hingað til, mér líður vel og er komast hægt og rólega betur af stað með liðinu.“ Klippa: Hlín Eiríks um lífið í Leicester City Hlín snertir á samkeppninni. Það er barist um hverja einustu mínútu í liðinu og smávægileg meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá landsliðskonunni fyrstu mánuðina. „Mér finnst ég alveg vera búin að fá traust frá þjálfaranum en svo meiðist ég aðeins og hef því ekki búin að vera spila mikið síðustu vikurnar en þjálfararnir hafa sýnt mér mikið traust og það er augljóst að þeir hafa mikla trú á mér og það er ástæðan fyrir því að þau náðu í mig á miðju tímabili. Þau vildu virkilega fá mig og ég hef ekki áhyggjur af mínútufjölda eins og staðan er núna. Þetta er risastórt stökk upp á við fyrir mig og maður finnur það alveg að ég hef minni tíma á boltanum í leikjunum, það er meiri samkeppni um að komast í liðið, þetta er krefjandi en geggjað. Ég lenti í vægri tognun í læri. Ekkert alvarlegt, bara smá vöðvameiðsli og ég er orðin góð núna. Ég held það hafi tengst því að vera komin inn í nýtt umhverfi, meira tempó og líkaminn að aðlagast því.“ Í leik með Leicester CityVísir/Getty England, vagga fótboltans á heimsvísu að mati margra og áhugi heimamanna á íþróttinni fer ekki fram hjá Hlín í Leicester. „Það er ekki mýta að Englendingar séu fótboltasjúkir. Maður labbar niður í bæ og það er annar hver maður í Leicester City treyju. Svo er ég í rosalega fagmannlegu umhverfi. Það er allt gert fyrir okkur þarna. Maður þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálfur í leiki. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. Ég er enn að venjast gæðastiginu innan vallar og komast inn í hlutina en það kemur.“ Viðtalið við Hlín í heild sinni, þar sem að hún ræðir meðal annars landsleik morgundagsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni sem og fjarveru fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, má sjá hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira