Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar 3. apríl 2025 07:02 Gagnrýnendur þeirrar leiðréttingar á veiðigjöldum sem ráðast á í hafa klifað stanslaust á því að um einhverskonar landsbyggðarskatt sé að ræða. Aðför að hinum dreifðu byggðum. Það stenst enga skoðun. Þvert á móti liggur fyrir að sitjandi ríkisstjórn ætlar að nýta auknar tekjur vegna réttlátra veiðigjalda til að ráðast í vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Fjármunir verða færðir frá stórútgerð að mestu og í innviði fyrir alla. Mikið er látið með, án nokkurra vísun í staðreyndir eða tölur, að leiðrétt veiðigjöld leggist á „fjölskylduútgerðir“. Þessi smjörklípa lyktar af því að vera endurtekin leikjafræði þeirra sem fundu upp hugtakið „fjölskyldubílinn“ til að nota gegn áformum um bættar almenningssamgöngur, og gengur út á að setja fjölskyldu-forskeyti á hvað sem er til að skapa hughrif um almenna skírskotun. Áróður má sín hins vegar lítils gegn staðreyndum. Ef það er enginn hagnaður þá er ekkert veiðigjald Fyrst ber að nefna að veiðigjald er greitt af hagnaði. Hann mun áfram skiptast þannig að tvær af hverjum þremur krónum munu fara til útgerða en ein króna til ríkisins. Nú verður hins vegar greitt miðað við markaðsgjald, ekki einhliða verð sem útgerðin ákveður sjálf. Ef það er enginn hagnaður þá er ekkert veiðigjald. Næst er rétt að benda á að ef veiðigjaldið er sett á verðlag dagsins í dag þá hefur það dregist verulega saman á síðustu árum, úr tæplega 16 milljörðum króna í um tíu milljarða króna. Sú leiðrétting sem er verið að ráðast í er því lítið eitt umfram verðlagsbreytingu. Kerfið eins og það er í dag virkar svo þannig að í gildi er frítekjumark sem er að hámarki 3.390.432 krónur. Það þýðir að þeir sem fá á sig veiðigjald upp á þeirri upphæð þurfa ekki að greiða krónu. Alls leggjast gjöldin á um 919 fyrirtæki. Af þeim nýtta einungis um 100 frítekjumarkið að fullu. Hin rúmlega 800 eru því þegar með svigrúm í óbreyttu kerfi áður en þau reka sig upp í frítekjumarksþakið. Til að vernda þessi fyrirtæki enn frekar fyrir áhrifum verður frítekjumarkið hækkað upp í að hámarki átta milljónir króna og gert þrepaskipt. Þetta leiðir til þess að áhrifin á lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi verða hverfandi og í flestum tilfellum engin. Þeir sem áróðursmenn eru raunverulega að berjast fyrir Í nýjustu tölum Fiskistofu um hvernig kvótinn deilist niður á útgerðir kemur fram að tíu stærstu útgerðir landsins haldi samtals á tæplega 57 prósent alls úthlutaðs kvóta, og að 15 stærstu haldi á 69 prósent hans. Þrjú útgerðarfyrirtæki eru skráð á markað. Restin er í einkaeigu, oft fjölskyldna. Það eru þó ekki fjölskyldur sem munu fara á hliðina ef veiðigjöld verða leiðrétt, heldur fjölskyldur sem eru stóreignafólk á alþjóðlegan mælikvarða, eiga eignarhluti fyrir milljarða króna í ótengdum geirum og eru á meðal valdamesta fólks á landinu í gegnum ítök í viðskiptalífi, fjölmiðlum og stjórnmálum. Mögulega eru þetta „fjölskylduútgerðirnar“ sem hagsmunagæsluaðilar og -fjölmiðlar hefur svona miklar áhyggjur af. Við skulum kafa aðeins dýpra. Sex samstæður, stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, borguðu um helming allra veiðigjalda á síðasta ári. Samherji Ísland, Síldarvinnslan (Samherji á beint 30 prósent hlut í henni) og Vísir (í 100 prósent eigu Síldarvinnslunnar) borguðu samtals næstum 20 prósent af veiðigjaldinu. Brim, stærsta einstaka útgerð landsins, borgaði tæp tíu prósent, FISK Seafood og Vinnslustöðin (FISK á um þriðjung í henni) borguðu rúmlega átta prósent og Ísfélagið borgaði tæplega sjö prósent. Þetta eru langhagkvæmustu einingarnar í sjávarútvegi. Risafyrirtæki sem eiga meira og minna alla virðiskeðju sinna viðskipta og skila myljandi hagnaði á hverju ári. Raunar er það þannig að veiðigjaldið var einungis 7,6 prósent af rekstrarhagnaði tíu stærstu greiðenda þess á árinu 2023, sem greiddu 60 prósent allra veiðigjalda. Þarna mun þungi leiðréttra veiðigjalda lenda. Guggan er ekki lengur gul mjög víða Það er líka látið sem að sanngjörn innheimta veiðigjalda muni leiða af sér aukna samþjöppun. Það er óþarfa ótti, enda sú samþjöppun löngu búin að eiga sér stað. Framsal á kvóta hefur þegar tekið sjávarútveginn frá fjölmörgum byggðarlögum sem urðu til í kringum þann atvinnuveg, og hafa í kjölfarið þurft að finna sér annan tilgang. Guggan er ekki gul lengur mjög víða. Þessu til stuðnings má til að mynda vísa í bókun minnihluta byggðarráðs Múlaþings á fundi þess síðastliðinn þriðjudag. Þar segir meðal annars að stórútgerðin hafi „ ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.“ Líkt og sagði í byrjun liggur fyrir að sitjandi ríkisstjórn ætlar að nota fjármunina sem fást með leiðréttingu veiðigjalda til að vinna á gríðarlegri innviðaskuld sem safnaðist saman í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar. Nú áætla Samtök iðnaðarins að innviðaskuldin í heild sé nú orðin um 680 milljarðar króna og þar af eru 265 til 290 milljarðar króna í vegakerfinu. Þarna er þörf á innspýtingu sem gagnast öllum landsmönnum, ekki bara örfáum. Önnur aðgerð sem er til þess gerð að stuðla að hraðari uppbyggingu vega á landsbyggðinni er álagning kílómetragjalds, sem munu láta bíla borga eftir notkun. Það er nefnilega þannig að ein ferð 20 tonna vörubíls slítur vegum á við tíu þúsund ferðir tveggja tonna fólksbíls. Það er eðlilegt að atvinnugreinar sem slíta vegum allra landsmanna þannig, greiði í samræmi við það slit. Ein þeirra atvinnugreina sem nýtir vegakerfið hvað mest til þungaflutninga er sjávarútvegur. Munu áfram hagnast gríðarlega Leiðrétting veiðigjalda er sanngjörn og réttlát leið sem er gerð á forsendum almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna. Allur hræðsluáróðurinn, þar sem landsbyggð, fólk í vinnslu og verðmætasköpun þjóðarbúsins er sögð vera sett í hættu stenst enga nánari skoðun og á sér engar rætur í staðreyndum. Ef það þarf að gera aðlögun á útfærslu leiðréttra veiðigjalda til að hlífa litlum og meðalstórum útgerðum á landsbyggðinni frekar þá verður hún einfaldlega gerð. Fyrir liggur að arðsemi í sjávarútvegi er langt umfram það sem gengur og gerist í íslensku viðskiptalífi og að hún verði áfram tvisvar sinnum meiri eftir að veiðigjöldin verða leiðrétt. Þjóðin – landsbyggðin, höfuðborgarsvæðið og allt hitt – á fiskveiðiauðlindina og hún á rétt á réttu afgjaldi fyrir hana. Loksins kom ríkisstjórn til valda sem mun koma því í gegn. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu greinar var vísað í bókun byggðarráðs Múlaþings. Hið rétta er að um sé að ræða bókun minnihluta byggðarráðs. Þetta hefur verið leiðrétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Gagnrýnendur þeirrar leiðréttingar á veiðigjöldum sem ráðast á í hafa klifað stanslaust á því að um einhverskonar landsbyggðarskatt sé að ræða. Aðför að hinum dreifðu byggðum. Það stenst enga skoðun. Þvert á móti liggur fyrir að sitjandi ríkisstjórn ætlar að nýta auknar tekjur vegna réttlátra veiðigjalda til að ráðast í vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Fjármunir verða færðir frá stórútgerð að mestu og í innviði fyrir alla. Mikið er látið með, án nokkurra vísun í staðreyndir eða tölur, að leiðrétt veiðigjöld leggist á „fjölskylduútgerðir“. Þessi smjörklípa lyktar af því að vera endurtekin leikjafræði þeirra sem fundu upp hugtakið „fjölskyldubílinn“ til að nota gegn áformum um bættar almenningssamgöngur, og gengur út á að setja fjölskyldu-forskeyti á hvað sem er til að skapa hughrif um almenna skírskotun. Áróður má sín hins vegar lítils gegn staðreyndum. Ef það er enginn hagnaður þá er ekkert veiðigjald Fyrst ber að nefna að veiðigjald er greitt af hagnaði. Hann mun áfram skiptast þannig að tvær af hverjum þremur krónum munu fara til útgerða en ein króna til ríkisins. Nú verður hins vegar greitt miðað við markaðsgjald, ekki einhliða verð sem útgerðin ákveður sjálf. Ef það er enginn hagnaður þá er ekkert veiðigjald. Næst er rétt að benda á að ef veiðigjaldið er sett á verðlag dagsins í dag þá hefur það dregist verulega saman á síðustu árum, úr tæplega 16 milljörðum króna í um tíu milljarða króna. Sú leiðrétting sem er verið að ráðast í er því lítið eitt umfram verðlagsbreytingu. Kerfið eins og það er í dag virkar svo þannig að í gildi er frítekjumark sem er að hámarki 3.390.432 krónur. Það þýðir að þeir sem fá á sig veiðigjald upp á þeirri upphæð þurfa ekki að greiða krónu. Alls leggjast gjöldin á um 919 fyrirtæki. Af þeim nýtta einungis um 100 frítekjumarkið að fullu. Hin rúmlega 800 eru því þegar með svigrúm í óbreyttu kerfi áður en þau reka sig upp í frítekjumarksþakið. Til að vernda þessi fyrirtæki enn frekar fyrir áhrifum verður frítekjumarkið hækkað upp í að hámarki átta milljónir króna og gert þrepaskipt. Þetta leiðir til þess að áhrifin á lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi verða hverfandi og í flestum tilfellum engin. Þeir sem áróðursmenn eru raunverulega að berjast fyrir Í nýjustu tölum Fiskistofu um hvernig kvótinn deilist niður á útgerðir kemur fram að tíu stærstu útgerðir landsins haldi samtals á tæplega 57 prósent alls úthlutaðs kvóta, og að 15 stærstu haldi á 69 prósent hans. Þrjú útgerðarfyrirtæki eru skráð á markað. Restin er í einkaeigu, oft fjölskyldna. Það eru þó ekki fjölskyldur sem munu fara á hliðina ef veiðigjöld verða leiðrétt, heldur fjölskyldur sem eru stóreignafólk á alþjóðlegan mælikvarða, eiga eignarhluti fyrir milljarða króna í ótengdum geirum og eru á meðal valdamesta fólks á landinu í gegnum ítök í viðskiptalífi, fjölmiðlum og stjórnmálum. Mögulega eru þetta „fjölskylduútgerðirnar“ sem hagsmunagæsluaðilar og -fjölmiðlar hefur svona miklar áhyggjur af. Við skulum kafa aðeins dýpra. Sex samstæður, stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, borguðu um helming allra veiðigjalda á síðasta ári. Samherji Ísland, Síldarvinnslan (Samherji á beint 30 prósent hlut í henni) og Vísir (í 100 prósent eigu Síldarvinnslunnar) borguðu samtals næstum 20 prósent af veiðigjaldinu. Brim, stærsta einstaka útgerð landsins, borgaði tæp tíu prósent, FISK Seafood og Vinnslustöðin (FISK á um þriðjung í henni) borguðu rúmlega átta prósent og Ísfélagið borgaði tæplega sjö prósent. Þetta eru langhagkvæmustu einingarnar í sjávarútvegi. Risafyrirtæki sem eiga meira og minna alla virðiskeðju sinna viðskipta og skila myljandi hagnaði á hverju ári. Raunar er það þannig að veiðigjaldið var einungis 7,6 prósent af rekstrarhagnaði tíu stærstu greiðenda þess á árinu 2023, sem greiddu 60 prósent allra veiðigjalda. Þarna mun þungi leiðréttra veiðigjalda lenda. Guggan er ekki lengur gul mjög víða Það er líka látið sem að sanngjörn innheimta veiðigjalda muni leiða af sér aukna samþjöppun. Það er óþarfa ótti, enda sú samþjöppun löngu búin að eiga sér stað. Framsal á kvóta hefur þegar tekið sjávarútveginn frá fjölmörgum byggðarlögum sem urðu til í kringum þann atvinnuveg, og hafa í kjölfarið þurft að finna sér annan tilgang. Guggan er ekki gul lengur mjög víða. Þessu til stuðnings má til að mynda vísa í bókun minnihluta byggðarráðs Múlaþings á fundi þess síðastliðinn þriðjudag. Þar segir meðal annars að stórútgerðin hafi „ ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.“ Líkt og sagði í byrjun liggur fyrir að sitjandi ríkisstjórn ætlar að nota fjármunina sem fást með leiðréttingu veiðigjalda til að vinna á gríðarlegri innviðaskuld sem safnaðist saman í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar. Nú áætla Samtök iðnaðarins að innviðaskuldin í heild sé nú orðin um 680 milljarðar króna og þar af eru 265 til 290 milljarðar króna í vegakerfinu. Þarna er þörf á innspýtingu sem gagnast öllum landsmönnum, ekki bara örfáum. Önnur aðgerð sem er til þess gerð að stuðla að hraðari uppbyggingu vega á landsbyggðinni er álagning kílómetragjalds, sem munu láta bíla borga eftir notkun. Það er nefnilega þannig að ein ferð 20 tonna vörubíls slítur vegum á við tíu þúsund ferðir tveggja tonna fólksbíls. Það er eðlilegt að atvinnugreinar sem slíta vegum allra landsmanna þannig, greiði í samræmi við það slit. Ein þeirra atvinnugreina sem nýtir vegakerfið hvað mest til þungaflutninga er sjávarútvegur. Munu áfram hagnast gríðarlega Leiðrétting veiðigjalda er sanngjörn og réttlát leið sem er gerð á forsendum almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna. Allur hræðsluáróðurinn, þar sem landsbyggð, fólk í vinnslu og verðmætasköpun þjóðarbúsins er sögð vera sett í hættu stenst enga nánari skoðun og á sér engar rætur í staðreyndum. Ef það þarf að gera aðlögun á útfærslu leiðréttra veiðigjalda til að hlífa litlum og meðalstórum útgerðum á landsbyggðinni frekar þá verður hún einfaldlega gerð. Fyrir liggur að arðsemi í sjávarútvegi er langt umfram það sem gengur og gerist í íslensku viðskiptalífi og að hún verði áfram tvisvar sinnum meiri eftir að veiðigjöldin verða leiðrétt. Þjóðin – landsbyggðin, höfuðborgarsvæðið og allt hitt – á fiskveiðiauðlindina og hún á rétt á réttu afgjaldi fyrir hana. Loksins kom ríkisstjórn til valda sem mun koma því í gegn. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu greinar var vísað í bókun byggðarráðs Múlaþings. Hið rétta er að um sé að ræða bókun minnihluta byggðarráðs. Þetta hefur verið leiðrétt.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun