„Ég ákvað því að halda tónleika. Ég var mikið í músík sem gutti,“ segir Skúli sem stundar það töluvert að spila músík með fósturdóttir sinni sem þau hjónin tóku að sér frá unga aldri hennar.
„Við eigum fjóra stráka og þeir eru allir æðislegir, hver á sinn hátt og eru mikil hæfileikabúnt. En okkur vantaði alltaf stelpuna og okkur langaði mikið í stelpu. Við buðum okkur fram á sínum tíma að fara á fósturforeldranámskeið. Það þróaðist með þessum hætti að okkur bauðst að taka Jónu að okkur og það var mesta himnasending sem við höfum fengið,“ segir Skúli en Jóna kom inn í þeirra líf þegar hún var aðeins tveggja ára en er í dag ellefu ára. Hún er í varanlegu fóstri hjá þeim hjónum í dag.
„Þetta á ekki bara að vera eitthvað partí og margir að gefa gamla kallinum einhverjar gjafir. Fólk kaupir bara miða á tónleikana og ég læt allan ágóðann af tónleikahaldinu renna í geðheilbrigðismál barna,“ segir Skúli en innslagið má sjá hér að neðan.