Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 3. apríl 2025 14:37 Hvers vegna skyldu orkusveitarfélög vera jafn snúin og þver og raun ber vitni. Mýtan segir að þessi sveitarfélög séu sterk efnuð en raunin er önnur. Þessi sveitarfélög eru flest út á landi og hafa sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög , nema þá kannski sveitarfélög sem eru í þeirri stöðu að geta selt lóðir og innheimt innviðagjöld. En það er í raun stór skekkja sem þessi sveitarfélög eru að berjast við, það er undanþága orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu og jöfnunarsjóður. Þessar skekkjur hafa misjöfn áhrif á þessi sveitarfélög og þar fléttast regluverk jöfnunarsjóðsins inn á misjafnan hátt. Það er t.d. sérstök staða að vera í að þurfa að nýta alla álagningarstuðla í botn til að verða ekki fyrir skerðingu frá jöfnunarsjóði og á sama tíma þurfa að lúta því að hafa ekki heimild til að leggja á fasteignagjöld vegna undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Ég hugsa að það væru nú einhverjir fleiri sem myndu láta heyra í sér ef sama gilti fyrir álverin eða t.d. Hörpuna eða þá bara allar fasteignir sem eru í eigu ríkisins, en ríkið greiðir meira en 10 milljarðar á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga, sem að lang stærstu leiti rennur til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það hallar því miður alltaf á landsbyggðina. Ef það væri nú eins farið á Íslandi og í Noregi er snýr að skattaumhverfi orkumannvirkja þá myndu tekjur ríkisins frá orkufyrirtækjunum aukast um rúm 30% og tekjur sveitarfélaga aukast um, já haldið ykkur fast, aukast um ríflega 800%, það er ekkert lítið sem munar . Á tyllidögum þykir fínt að vitna í og bera saman við Noreg. Þarna liggur t.d. ein skýring á því af hverju sveitarfélag eins og Húnabyggð þarf að vera með alla álagningarstuðla í botni. Hvað myndi þetta þýða fyrir öll sveitarfélögin sem hafa orkumannvirki eða háspennulínur í sínu nærumhverfi? Jú þetta gætu verið allt að 10 – 12 milljarðar á ári, en þá er jafnan viðkvæðið að þessi sveitarfélög hafi ekkert með svona mikla peninga að gera, er það málið. Fæstir virðast hafa hugsað þetta til enda, þetta er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka fjármuni inn á sveitarstjórnar stigið, þessi sveitarfélög hefðu meiri möguleika á því að verða fjárhagslega sjálfstæð, bara við það eitt að fá að innheimta fasteignagjöldin sem þeim ber, núverandi staða skapast jú af undanþágu. En rúllum aðeins yfir fjárhagslegu hliðina og það sem er í bígerð. Samkvæmt innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins að þá er endurstofnvirði orkumannvirkja og flutningskerfi raforku 1864 milljarðar króna. Ef þessar fasteignir litu sömu lögmálum og allar aðrar fasteignir þá væri álagningarprósenta fasteignaskattsins 1,65% og greiðslur til sveitarfélaganna væru rúmir 30 milljarðar á ári í stað u.þ.b. 1,7 milljarða sem greiðslurnar eru í dag. Ef greitt væri eins og í Noregi, þar sem álagningarprósenta orkumannvirkja er 0,7% þá væru þetta um 13 milljarðar sem orkufyrirtækin greiddu til sveitarfélaganna í gegnum þeirra lögbundna tekjustofn, fasteignagjöld. Ef ekki á að fara þessa leið og klára málið með orkusveitarfélögum og heimila þeim að innheimta fasteignagjöld eins og jafnan er gert þá er alveg hægt að gera tillögur um allskonar eins og t.d. að þar sem eru stórnotendur að raforku þá borgi þau sveitarfélög hluta af innheimtum fasteignagjöldum til sveitarfélaganna sem skaffa land undir orkuframleiðsluna, væri það ekki bara sanngjarnt ? Eða jafnvel líka hluta af útsvarinu sem verða til við að nýta alla þessa orku. Maður spyr sig! Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna skyldu orkusveitarfélög vera jafn snúin og þver og raun ber vitni. Mýtan segir að þessi sveitarfélög séu sterk efnuð en raunin er önnur. Þessi sveitarfélög eru flest út á landi og hafa sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög , nema þá kannski sveitarfélög sem eru í þeirri stöðu að geta selt lóðir og innheimt innviðagjöld. En það er í raun stór skekkja sem þessi sveitarfélög eru að berjast við, það er undanþága orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu og jöfnunarsjóður. Þessar skekkjur hafa misjöfn áhrif á þessi sveitarfélög og þar fléttast regluverk jöfnunarsjóðsins inn á misjafnan hátt. Það er t.d. sérstök staða að vera í að þurfa að nýta alla álagningarstuðla í botn til að verða ekki fyrir skerðingu frá jöfnunarsjóði og á sama tíma þurfa að lúta því að hafa ekki heimild til að leggja á fasteignagjöld vegna undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Ég hugsa að það væru nú einhverjir fleiri sem myndu láta heyra í sér ef sama gilti fyrir álverin eða t.d. Hörpuna eða þá bara allar fasteignir sem eru í eigu ríkisins, en ríkið greiðir meira en 10 milljarðar á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga, sem að lang stærstu leiti rennur til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það hallar því miður alltaf á landsbyggðina. Ef það væri nú eins farið á Íslandi og í Noregi er snýr að skattaumhverfi orkumannvirkja þá myndu tekjur ríkisins frá orkufyrirtækjunum aukast um rúm 30% og tekjur sveitarfélaga aukast um, já haldið ykkur fast, aukast um ríflega 800%, það er ekkert lítið sem munar . Á tyllidögum þykir fínt að vitna í og bera saman við Noreg. Þarna liggur t.d. ein skýring á því af hverju sveitarfélag eins og Húnabyggð þarf að vera með alla álagningarstuðla í botni. Hvað myndi þetta þýða fyrir öll sveitarfélögin sem hafa orkumannvirki eða háspennulínur í sínu nærumhverfi? Jú þetta gætu verið allt að 10 – 12 milljarðar á ári, en þá er jafnan viðkvæðið að þessi sveitarfélög hafi ekkert með svona mikla peninga að gera, er það málið. Fæstir virðast hafa hugsað þetta til enda, þetta er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka fjármuni inn á sveitarstjórnar stigið, þessi sveitarfélög hefðu meiri möguleika á því að verða fjárhagslega sjálfstæð, bara við það eitt að fá að innheimta fasteignagjöldin sem þeim ber, núverandi staða skapast jú af undanþágu. En rúllum aðeins yfir fjárhagslegu hliðina og það sem er í bígerð. Samkvæmt innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins að þá er endurstofnvirði orkumannvirkja og flutningskerfi raforku 1864 milljarðar króna. Ef þessar fasteignir litu sömu lögmálum og allar aðrar fasteignir þá væri álagningarprósenta fasteignaskattsins 1,65% og greiðslur til sveitarfélaganna væru rúmir 30 milljarðar á ári í stað u.þ.b. 1,7 milljarða sem greiðslurnar eru í dag. Ef greitt væri eins og í Noregi, þar sem álagningarprósenta orkumannvirkja er 0,7% þá væru þetta um 13 milljarðar sem orkufyrirtækin greiddu til sveitarfélaganna í gegnum þeirra lögbundna tekjustofn, fasteignagjöld. Ef ekki á að fara þessa leið og klára málið með orkusveitarfélögum og heimila þeim að innheimta fasteignagjöld eins og jafnan er gert þá er alveg hægt að gera tillögur um allskonar eins og t.d. að þar sem eru stórnotendur að raforku þá borgi þau sveitarfélög hluta af innheimtum fasteignagjöldum til sveitarfélaganna sem skaffa land undir orkuframleiðsluna, væri það ekki bara sanngjarnt ? Eða jafnvel líka hluta af útsvarinu sem verða til við að nýta alla þessa orku. Maður spyr sig! Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar