„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. apríl 2025 22:01 Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar. vísir/bjarni Forstjóri Össurar segir nýjan tíu prósenta toll á allan útflutning til Bandaríkjanna vera mikil vonbrigði, um sé að ræða mikilvægasta markað fyrirtækisins. Nýir lágmarkstollar á allan innflutning til Bandaríkjanna taka gildi á laugardaginn. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti nýja tolla á allan innflutning til landsins og lýsti yfir frelsisdegi í gær. Annars vegar er um að ræða tíu prósenta lágmarkstoll og hins vegar það sem var kynnt sem gagnkvæmir tollar en svo virðist sem þeir taki mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart tilteknum ríkjunum. Evrópusambandið og Kína hefur heitið mótvægisaðgerðum. Íslenskar vörur munu bera tíu prósenta lágmarkstollinn. Ísland kemur því betur út en flest ríki Evrópu, þar sem vörur frá Evrópusambandinu munu bera 20% toll. Þá bera vörur frá öðrum ríkjum innan fríverslunarsamtaka Evrópu einnig hærri toll en Ísland. - Noregur 15%, Sviss 31% og Lichenstein 37%. Tollar á Kína nema 54%, en að auki voru lagði mismunandi tollar á ýmiss ríki í Asíu. Einnig er lagður 25% tollur á alla erlenda bíla. Lágmarkstollarnir taka gildi á laugardaginn en aðrir tollar á miðvikudag. Tollar vonbrigði á lang mikilvægasta markaðnum Um er að ræða mikilvægasta markað Össurar en 45% tekna fyrirtækisins koma eru frá útflutningi til Bandaríkjanna. Forstjóri fyrirtækisins segir nýju tollana vera vonbrigði. „Það stefndi í að það yrðu breytingar en ég held að það sé óhætt að segja þetta sé eitthvað svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við. Auðvitað breytir þetta að einhverju leyti okkar rekstrarumhverfi og rekstrarmódeli og hækkar kostnað og það er enn þá erfitt að sjá alveg til enda. Þó að þessar breytingar hafi skýrt ýmislegt í hvað stefnir í gær þá er mörgum spurningum ósvarað.“ Sem dæmi nefnir Sveinn að mögulega muni koma í ljós hvaða vörur verða undanskildar tollum og óljóst hvaða mótvægisaðgerða önnur ríki muni grípa til. „Þetta mun áfram vera mjög mikilvægur markaður fyrir okkur. Við höfum verið að fjárfesta mikið í mörkuðum þar sem eru kannski minna þróuð heilbrigðiskerfi og það verður áfram lykilskref í okkar starfsemi.“ Leitað verði leiða til að aðlagast nýjum veruleika. Nýtt umhverfi alþjóðaviðskipta blasi við. „Þegar við erum komin í svona umhverfi þar sem lönd eins og Bandaríkin sem eru með stóran neytendamarkað er að nota það sem einhvers konar tól til að styrkja sína stöðu. Það mun valda því að Ísland þarf að taka afstöðu, mjög vel yfirvegaða afstöðu, um hvar okkar hagsmunum er best borgið.“ Áhyggjur til lengri tíma Stærsti hluti útflutningsvara Íslands til Bandaríkjanna eru lyf og sjávarafurðir en Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood eins stærsta útflytjenda íslenskra sjávarafurða, segir tollana ekki hafa mikil áhrif á rekstur þeirra í bili. „En aftur á móti til langs tíma þá er helsti áhyggjuliðurinn sá að við sjáum fisk eða sjávarafurðir sem hafa verið seldar til Bandaríkjanna til dæmis frá Asíu, koma inn í Evrópu. Og aðra okkar markaði og keppa við okkur á þeim svæðum.“ Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood.vísir/bjarni Össur Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti nýja tolla á allan innflutning til landsins og lýsti yfir frelsisdegi í gær. Annars vegar er um að ræða tíu prósenta lágmarkstoll og hins vegar það sem var kynnt sem gagnkvæmir tollar en svo virðist sem þeir taki mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart tilteknum ríkjunum. Evrópusambandið og Kína hefur heitið mótvægisaðgerðum. Íslenskar vörur munu bera tíu prósenta lágmarkstollinn. Ísland kemur því betur út en flest ríki Evrópu, þar sem vörur frá Evrópusambandinu munu bera 20% toll. Þá bera vörur frá öðrum ríkjum innan fríverslunarsamtaka Evrópu einnig hærri toll en Ísland. - Noregur 15%, Sviss 31% og Lichenstein 37%. Tollar á Kína nema 54%, en að auki voru lagði mismunandi tollar á ýmiss ríki í Asíu. Einnig er lagður 25% tollur á alla erlenda bíla. Lágmarkstollarnir taka gildi á laugardaginn en aðrir tollar á miðvikudag. Tollar vonbrigði á lang mikilvægasta markaðnum Um er að ræða mikilvægasta markað Össurar en 45% tekna fyrirtækisins koma eru frá útflutningi til Bandaríkjanna. Forstjóri fyrirtækisins segir nýju tollana vera vonbrigði. „Það stefndi í að það yrðu breytingar en ég held að það sé óhætt að segja þetta sé eitthvað svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við. Auðvitað breytir þetta að einhverju leyti okkar rekstrarumhverfi og rekstrarmódeli og hækkar kostnað og það er enn þá erfitt að sjá alveg til enda. Þó að þessar breytingar hafi skýrt ýmislegt í hvað stefnir í gær þá er mörgum spurningum ósvarað.“ Sem dæmi nefnir Sveinn að mögulega muni koma í ljós hvaða vörur verða undanskildar tollum og óljóst hvaða mótvægisaðgerða önnur ríki muni grípa til. „Þetta mun áfram vera mjög mikilvægur markaður fyrir okkur. Við höfum verið að fjárfesta mikið í mörkuðum þar sem eru kannski minna þróuð heilbrigðiskerfi og það verður áfram lykilskref í okkar starfsemi.“ Leitað verði leiða til að aðlagast nýjum veruleika. Nýtt umhverfi alþjóðaviðskipta blasi við. „Þegar við erum komin í svona umhverfi þar sem lönd eins og Bandaríkin sem eru með stóran neytendamarkað er að nota það sem einhvers konar tól til að styrkja sína stöðu. Það mun valda því að Ísland þarf að taka afstöðu, mjög vel yfirvegaða afstöðu, um hvar okkar hagsmunum er best borgið.“ Áhyggjur til lengri tíma Stærsti hluti útflutningsvara Íslands til Bandaríkjanna eru lyf og sjávarafurðir en Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood eins stærsta útflytjenda íslenskra sjávarafurða, segir tollana ekki hafa mikil áhrif á rekstur þeirra í bili. „En aftur á móti til langs tíma þá er helsti áhyggjuliðurinn sá að við sjáum fisk eða sjávarafurðir sem hafa verið seldar til Bandaríkjanna til dæmis frá Asíu, koma inn í Evrópu. Og aðra okkar markaði og keppa við okkur á þeim svæðum.“ Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood.vísir/bjarni
Össur Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent