Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2025 10:00 Hlín í hlutverki sínu í Töfraflautunni. Hlín Leifsdóttir, sópransöngkona og ljóðskáld, hefur slegið í gegn í Grikklandi upp á síðkastið, meðal annars með ljóðalestri og tónlistarútgáfu á íslensku. Nýlega tók Hlín þátt í uppsetningu á Töfraflautunni eftir Mozart í leikstjórn gríska óperuleikstjórans Dimosthenes Stavrianos. Þar fer hún á víxl með hlutverk Fyrstu dömu og sjálfrar Næturdrottningarinnar. „Næturdrottningin er oft túlkuð sem táknmynd hins illa, en það má alveg eins skilja hana sem misskilda kvenfrelsishetju. Þessi dularfulla margræði er kannski kjarni töfra þessa hlutverks,“ segir Hlín. Gefur út tónlist á íslensku Hlín fæst bæði við tónlist og skáldskap og vinnur hún mikið með tónaljóðform. Þar blandar hún saman blæbrigðaríkum leiklestri við fjölbreytilegan söng. Hún hefur unnið mikið með gríska raftónlistarmanninum Vasilis Chountas og hafa gefið út tvær plötur, sú fyrri á íslensku. Andrými by Hlín Leifsdóttir & Morton Á plötunni má meðal annars finna lagið Raddbandaharpa en gríski leikstjórinn Alkistis Kafetzi hefur meðal annars framleitt kvikmynd út frá laginu. Listamenn virðast njóta sín að semja verk út frá verkum Hlínar, því gjörningalistamaðurinn Maria Salouvardou hefur einnig leikið sér að því að vera með gjörninga út frá verkum hennar. „Maria Salouvardou er einn af mínum uppáhalds samtímalistamönnum og ég varð því mjög upp með mér þegar hún fór að vísa í ljóðin mín á sínum myndlistarsýningum. Ég finn mjög sterka tengingu við hennar verk sem listamanneskja og ég hlakka til eins og lítið barn til jólanna að sjá þennan gjörning. Eitt af því sem gleður mig í lífinu er gefandi samstarf við aðra listamenn,“ segir Hlín. Ævintýri að búa í Grikklandi Hlín segir mjög gefandi fyrir listamann að starfa í Aþenu. „Mér fannst mjög hressandi og gefandi að uppgötva að hér í borg eru menn ófeimnir við að tala um að listin eigi að breyta heiminum. Fyrst í stað fannst mér ég hafa tekið tímavél til ársins 1968 þegar menn trúðu á kraft listarinnar með meira afgerandi hætti en síðar varð. Það var mikið ævintýri að upplifa þetta ferðalag aftur í tímann. En ferðalagið hélt áfram lengra aftur í aldir og ég áttaði sig fljótt á því að þessi mikli kraftur í listalífinu væri ekki síður til kominn út af sterkri tengingu fólks við eigin fortíð sem Grikkir,“ segir Hlín. Hlín hefur fengist við ýmislegt á sínum tíma í Grikklandi. „Í Grikklandi hinu forna trúðu menn því að listin hefði lækningargildi fyrir sálina. Leikhús voru því ókeypis fyrir allan þorra manna, aðeins þeir allra efnuðustu borguðu, og þeim fannst heiður af því að styðja leiklist. Leikhús og ýmis konar heilsuþjónusta voru oft samofin og læknarnir í frægu heilsumiðstöðinni Epidaurus áttu það jafnvel til að skrifa upp á ákveðnar leikhúsbókmenntir fyrir sjúklinga sína, samhliða öðrum ráðum,” segir Hlín. Tónlist Íslendingar erlendis Grikkland Ljóðlist Menning Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Sjá meira
Nýlega tók Hlín þátt í uppsetningu á Töfraflautunni eftir Mozart í leikstjórn gríska óperuleikstjórans Dimosthenes Stavrianos. Þar fer hún á víxl með hlutverk Fyrstu dömu og sjálfrar Næturdrottningarinnar. „Næturdrottningin er oft túlkuð sem táknmynd hins illa, en það má alveg eins skilja hana sem misskilda kvenfrelsishetju. Þessi dularfulla margræði er kannski kjarni töfra þessa hlutverks,“ segir Hlín. Gefur út tónlist á íslensku Hlín fæst bæði við tónlist og skáldskap og vinnur hún mikið með tónaljóðform. Þar blandar hún saman blæbrigðaríkum leiklestri við fjölbreytilegan söng. Hún hefur unnið mikið með gríska raftónlistarmanninum Vasilis Chountas og hafa gefið út tvær plötur, sú fyrri á íslensku. Andrými by Hlín Leifsdóttir & Morton Á plötunni má meðal annars finna lagið Raddbandaharpa en gríski leikstjórinn Alkistis Kafetzi hefur meðal annars framleitt kvikmynd út frá laginu. Listamenn virðast njóta sín að semja verk út frá verkum Hlínar, því gjörningalistamaðurinn Maria Salouvardou hefur einnig leikið sér að því að vera með gjörninga út frá verkum hennar. „Maria Salouvardou er einn af mínum uppáhalds samtímalistamönnum og ég varð því mjög upp með mér þegar hún fór að vísa í ljóðin mín á sínum myndlistarsýningum. Ég finn mjög sterka tengingu við hennar verk sem listamanneskja og ég hlakka til eins og lítið barn til jólanna að sjá þennan gjörning. Eitt af því sem gleður mig í lífinu er gefandi samstarf við aðra listamenn,“ segir Hlín. Ævintýri að búa í Grikklandi Hlín segir mjög gefandi fyrir listamann að starfa í Aþenu. „Mér fannst mjög hressandi og gefandi að uppgötva að hér í borg eru menn ófeimnir við að tala um að listin eigi að breyta heiminum. Fyrst í stað fannst mér ég hafa tekið tímavél til ársins 1968 þegar menn trúðu á kraft listarinnar með meira afgerandi hætti en síðar varð. Það var mikið ævintýri að upplifa þetta ferðalag aftur í tímann. En ferðalagið hélt áfram lengra aftur í aldir og ég áttaði sig fljótt á því að þessi mikli kraftur í listalífinu væri ekki síður til kominn út af sterkri tengingu fólks við eigin fortíð sem Grikkir,“ segir Hlín. Hlín hefur fengist við ýmislegt á sínum tíma í Grikklandi. „Í Grikklandi hinu forna trúðu menn því að listin hefði lækningargildi fyrir sálina. Leikhús voru því ókeypis fyrir allan þorra manna, aðeins þeir allra efnuðustu borguðu, og þeim fannst heiður af því að styðja leiklist. Leikhús og ýmis konar heilsuþjónusta voru oft samofin og læknarnir í frægu heilsumiðstöðinni Epidaurus áttu það jafnvel til að skrifa upp á ákveðnar leikhúsbókmenntir fyrir sjúklinga sína, samhliða öðrum ráðum,” segir Hlín.
Tónlist Íslendingar erlendis Grikkland Ljóðlist Menning Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Sjá meira