Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 17:32 Formaður og ritari Sjálfstæðisflokksins ásamt fráfarandi og nýjum framkvæmdastjóra. Sjálfstæðisflokkurinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Þórði Þórarinssyni sem lætur af störfum eftir ellefu ára starf sem framkvæmdastjóri flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem fram kemur að Björg hafi setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. „Björg Ásta Þórðardóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Hún hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum, meðal annars sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hún hefur einnig starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum og síðast sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.“ „Björg hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Hún er fædd og uppalin á Suðurnesjum og á að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum félagsliðum og landsliðinu. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi íþrótta, m.a. sem fulltrúi í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hefur hún gegnt formennsku í MS-félagi Íslands.“ Björg Ásta er búsett á Suðurnesjum ásamt sambýliskonu sinni, Ósk Laufeyju Breiðfjörð, og eiga þær saman þrjú börn. „Það er mér mikill heiður og ánægja að fá þetta tækifæri. Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga verkefni, vinna með frábæru fólki innan flokksins og leggja mitt af mörkum til að efla starfsemi Sjálfstæðisflokksins um allt land,“ sagði Björg Ásta. Kveður eftir ellefu ára starf Framkvæmdastjóraskiptin fóru fram á miðstjórnarfundi flokksins fyrr í dag. Á fundinum færði Guðrún Hafsteinsdóttir Þórði bestu þakkir fyrir hans mikilvæga og óeigingjarna starf í framlínunni síðastliðinn rúman áratug. Fram kemur að Þórður hafi tekið til starfa í Valhöll 1. mars 2014. „Þórður hefur leitt starf skrifstofunnar í fernum alþingiskosningum, þrennum sveitarstjórnarkosningum og haldið fjóra landsfundi. Þess má einnig geta að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarin ár lagt upp í fimm hringferðir um landið í tengslum við kjördæmaviku.“ „Á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga fyrir þann drjúga tíma sem ég hef starfað í Valhöll fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafa verið forréttindi að fá að lifa og hrærast í innsta hring þjóðmálanna, kynnast fólki af öllu landinu og úr ólíkum starfsstéttum sem vill leggja sitt af mörkum fyrir hugsjónir okkar og vinna að framfaramálum fyrir land og þjóð. Ég hef á þessum tíma eignast fjölda vina til lífstíðar, nokkuð sem ég lít á sem dýrmæta gjöf, og vil koma á framfæri þökkum til allra flokksmanna fyrir traust og góð samskipti. Samstarfsmönnum af skrifstofunni færi ég sérstakar þakkir, öllum í þingflokknum og trúnaðarmönnum í flokksstarfinu færi ég mínar bestu kveðjur,“ sagði Þórður. Samkomulag hefur orðið um að Þórður muni starfa við hlið nýs framkvæmdastjóra næstu vikurnar og sem ráðgjafi flokksins næstu mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem fram kemur að Björg hafi setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. „Björg Ásta Þórðardóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2015. Hún hefur víðtæka reynslu af lögfræðistörfum, meðal annars sem yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda og fulltrúi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hún hefur einnig starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum og síðast sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.“ „Björg hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu. Hún er fædd og uppalin á Suðurnesjum og á að baki farsælan knattspyrnuferil með íslenskum félagsliðum og landsliðinu. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi íþrótta, m.a. sem fulltrúi í dómstól ÍSÍ og í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þá hefur hún gegnt formennsku í MS-félagi Íslands.“ Björg Ásta er búsett á Suðurnesjum ásamt sambýliskonu sinni, Ósk Laufeyju Breiðfjörð, og eiga þær saman þrjú börn. „Það er mér mikill heiður og ánægja að fá þetta tækifæri. Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga verkefni, vinna með frábæru fólki innan flokksins og leggja mitt af mörkum til að efla starfsemi Sjálfstæðisflokksins um allt land,“ sagði Björg Ásta. Kveður eftir ellefu ára starf Framkvæmdastjóraskiptin fóru fram á miðstjórnarfundi flokksins fyrr í dag. Á fundinum færði Guðrún Hafsteinsdóttir Þórði bestu þakkir fyrir hans mikilvæga og óeigingjarna starf í framlínunni síðastliðinn rúman áratug. Fram kemur að Þórður hafi tekið til starfa í Valhöll 1. mars 2014. „Þórður hefur leitt starf skrifstofunnar í fernum alþingiskosningum, þrennum sveitarstjórnarkosningum og haldið fjóra landsfundi. Þess má einnig geta að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarin ár lagt upp í fimm hringferðir um landið í tengslum við kjördæmaviku.“ „Á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga fyrir þann drjúga tíma sem ég hef starfað í Valhöll fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafa verið forréttindi að fá að lifa og hrærast í innsta hring þjóðmálanna, kynnast fólki af öllu landinu og úr ólíkum starfsstéttum sem vill leggja sitt af mörkum fyrir hugsjónir okkar og vinna að framfaramálum fyrir land og þjóð. Ég hef á þessum tíma eignast fjölda vina til lífstíðar, nokkuð sem ég lít á sem dýrmæta gjöf, og vil koma á framfæri þökkum til allra flokksmanna fyrir traust og góð samskipti. Samstarfsmönnum af skrifstofunni færi ég sérstakar þakkir, öllum í þingflokknum og trúnaðarmönnum í flokksstarfinu færi ég mínar bestu kveðjur,“ sagði Þórður. Samkomulag hefur orðið um að Þórður muni starfa við hlið nýs framkvæmdastjóra næstu vikurnar og sem ráðgjafi flokksins næstu mánuði.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21. september 2023 10:07