„Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. apríl 2025 20:32 Heiða Björg segir tillögurnar almennings vel geta nýst þótt aðeins fjórðungur sé eftir af kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað megi betur fara í rekstri borgarinnar. Allt verður tekið til greina, og borgarstjóri segir stuttan tíma ekki vera vandamál. Reykjavíkurborg hóf í upphafi mánaðar að safna tillögum um hvernig mætti nýta tíma starfsfólks og fjármuni borgarinnar betur. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Á þremur dögum hafa áttatíu tillögur borist, flestar nafnlausar. Í þeim opnu kennir þó ýmissa grasa. Sýnishorn af þeim má sjá í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Meðal þess sem lagt er til er að borgin hætti alfarið fjárstuðningi við Golfklúbb Reykjavíkur, byggð verði þétt á vellinum, og að þessum golfvelli hér verði fundinn nýr staður, til dæmis á Hólmsheiði. Einhverjar tillögur snúa að því að áform um Borgarlínu verði sköluð niður, eða þeim slaufað alfarið. Fólk geti einfaldlega notað einkabílinn áfram, nú eða strætó. Enn aðrir nefna hraðahindranir, og segja þær til óþurftar. Mun hagkvæmara væri að setja upp hraðamyndavélar, sem lækki umferðarhraða, og sæki tekjur í borgarsjóð. Og svo eru enn aðrir sem benda á að borgarfulltrúar séu of margir, og þeim beri að fækka. Þar að auki, eigi að lækka laun borgarstjóra. En hvernig ætlar borgarstjórn að vinna úr þessum tillögum? Hópur greinir tillögurnar fyrir borgarstjórn „Það er fólk sem sorterar þær fyrir okkur, og síðan er hópur sem greinir þær frekar og vinnur úr þeim tillögur sem við munum nýta til framfara í borginni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Ljóst er að skoðanir fólks eru margar og mismunandi. „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina. Síðan verða auðvitað einhverjar valdar út sem eru til þess fallnar að auka árangur, hagræða eða gera borgina betri.“ Ár er langur tími í pólitík Frestur til að skila inn tillögum rennur út 30. apríl, en þá er rétt rúmlega ár eftir af kjörtímabilinu. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort nægur tími sé til stefnu til þess að gera eitthvað við tillögurnar. „Ár er einn fjórði af kjörtímabili og er mikilvægur. Allt kjörtímabilið nýtist og við munum nýta þennan tíma vel til þess að bæði nýta þessar tillögur fyrir áætlanagerð fyrir næsta ár, af því að fjárhagsætlunarvinnan er byrjuð, en líka ef við sjáum eitthvað sem við getum breytt nú þegar, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Það sé fagnaðarefni að fólk vilji taka þátt. „Þetta er svona lýðræðisferli. Við erum auðvitað að reyna að bæta og auka aðkomu íbúanna að því að taka ákvarðanir með okkur um hvað við eigum að gera,“ segir borgarstjóri. Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hóf í upphafi mánaðar að safna tillögum um hvernig mætti nýta tíma starfsfólks og fjármuni borgarinnar betur. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Á þremur dögum hafa áttatíu tillögur borist, flestar nafnlausar. Í þeim opnu kennir þó ýmissa grasa. Sýnishorn af þeim má sjá í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Meðal þess sem lagt er til er að borgin hætti alfarið fjárstuðningi við Golfklúbb Reykjavíkur, byggð verði þétt á vellinum, og að þessum golfvelli hér verði fundinn nýr staður, til dæmis á Hólmsheiði. Einhverjar tillögur snúa að því að áform um Borgarlínu verði sköluð niður, eða þeim slaufað alfarið. Fólk geti einfaldlega notað einkabílinn áfram, nú eða strætó. Enn aðrir nefna hraðahindranir, og segja þær til óþurftar. Mun hagkvæmara væri að setja upp hraðamyndavélar, sem lækki umferðarhraða, og sæki tekjur í borgarsjóð. Og svo eru enn aðrir sem benda á að borgarfulltrúar séu of margir, og þeim beri að fækka. Þar að auki, eigi að lækka laun borgarstjóra. En hvernig ætlar borgarstjórn að vinna úr þessum tillögum? Hópur greinir tillögurnar fyrir borgarstjórn „Það er fólk sem sorterar þær fyrir okkur, og síðan er hópur sem greinir þær frekar og vinnur úr þeim tillögur sem við munum nýta til framfara í borginni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Ljóst er að skoðanir fólks eru margar og mismunandi. „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina. Síðan verða auðvitað einhverjar valdar út sem eru til þess fallnar að auka árangur, hagræða eða gera borgina betri.“ Ár er langur tími í pólitík Frestur til að skila inn tillögum rennur út 30. apríl, en þá er rétt rúmlega ár eftir af kjörtímabilinu. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort nægur tími sé til stefnu til þess að gera eitthvað við tillögurnar. „Ár er einn fjórði af kjörtímabili og er mikilvægur. Allt kjörtímabilið nýtist og við munum nýta þennan tíma vel til þess að bæði nýta þessar tillögur fyrir áætlanagerð fyrir næsta ár, af því að fjárhagsætlunarvinnan er byrjuð, en líka ef við sjáum eitthvað sem við getum breytt nú þegar, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Það sé fagnaðarefni að fólk vilji taka þátt. „Þetta er svona lýðræðisferli. Við erum auðvitað að reyna að bæta og auka aðkomu íbúanna að því að taka ákvarðanir með okkur um hvað við eigum að gera,“ segir borgarstjóri.
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira