Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2025 07:00 Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Á þessari síðu voru 72.000 myndbönd og að meðaltali komu rúmlega 3 myndbönd inn á síðuna á hverjum klukkutíma. En af hverju var henni þá lokað? Jú vegna þess að öll myndböndin innihéldu barnaníðsefni og meðfram lokun hennar voru tæplega 80 manns handteknir í 38 löndum, þar á meðal tveir á Íslandi! Hvaða börn má finna í þessum 72.000 myndböndum? Hvernig lentu þau í þessum aðstæðum? Hvar var samfélagið sem átti að gæta þeirra? Í nánast hverri viku birtast fréttir um kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Það er bæði óþægileg og óþolandi staðreynd. Sérstaklega þar sem við vitum að einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum rata í fréttirnar. Flest málin koma nefnilega ekki upp á yfirborðið. Það er ómögulegt að vita heildarfjölda þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á Íslandi. Hér er tölfræði sem gefur okkur þó einhverja hugmynd um stöðuna: Tilkynningar til lögreglu um kynferðisofbeldi gegn börnum voru 126 árið 2024 og tilkynningar um barnaníð (ljósmyndir/myndbönd) voru 40. 52,1% allra þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2023 voru að vinna úr kynferðisofbeldi sem þau urðu fyrir sem börn. Þar af voru tæplega 30% eða um 200 manneskjur innan við 10 ára þegar brotið átti sér stað! Um 250 börn í 8.-10. bekk á Íslandi svöruðu því játandi, vorið 2024, að fullorðin manneskja eða a.m.k. fimm árum eldri hefði haft munnmök eða samfarir við þau. Innan við helmingur þessara 250 barna segist hafa sagt einhverjum fullorðnum frá ofbeldinu. Fullorðnir sem beita börn kynferðisofbeldi vita að ofbeldi þrífst í þögn. Þeir velja því oftast barn sem þeir þekkja, eiga auðvelt með að stjórna og vita að er ólíklegt til að segja frá. Sum börn segja ekki frá fyrr en mörgum árum seinna, önnur segja aldrei frá og bera sársaukann og umfangsmiklar afleiðingarnar alein. Það er þó ljóst að sum börn reyna að segja frá en fá ekki áheyrn eða frásagnir þeirra teljast ekki nógu alvarlegar til viðbragða. Sum börn óttast að vera ekki trúað og enn önnur upplifa skömm og telja sig sjálf bera ábyrgð á ofbeldinu. Svo eru börn sem eru neydd til að geyma ofbeldið sem leyndarmál og mega sæta ýmsum hótunum segi þau frá. Það er afar auðvelt að nálgast börn í gegnum netið og það færist í aukana að fullorðnir nýti samfélagsmiðla og tölvuleiki í þeim tilgangi að kynnast ókunnugum börnum. Með tælingu getur hinn fullorðni vingast við og jafnvel myndað traust á milli sín og ókunnugs barns eða unglings. Ef það gengur vel veit hann að mun einfaldara verður að nálgast barnið í þeim tilgangi að brjóta kynferðislega gegn því. Ný skýrsla á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi spáir því að þessi tegund glæpa eigi aðeins eftir að aukast og versna á komandi misserum. Börnin verða yngri, ofbeldið grófara og einfaldara er að dulkóða og fela það. Það eru ekki bara skrímsli sem grípa tækifærin og fá útrás fyrir kynferðislegar hvatir sínar með börnum. Gerendur geta jafnvel verið ástvinir okkar, ættingjar, félagar, samstarfsaðilar eða nágrannar. Við verðum að þora að líta okkur nær. Er ekki tímabært að samfélagið taki höndum saman til að vernda börn betur? Við getum öll gert eitthvað, við getum lofað að við munum hlusta, trúa, bregðast við, styðja og tilkynna. Við getum lofað að kynna okkur hætturnar á netinu, að þekkja rauðu flöggin og vita hvaða úrræði eru í boði. Ég lofa að tala upphátt um kynferðisofbeldi gegn börnum þó það sé óþægilegt, ég lofa að fræða bæði börn, ungmenni og fullorðna og veita ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Hverju lofar þú? Höfundur er verkefnastýra ofbeldisforvarna- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum. Heimildir: Stígamót. (2023). Ársskýrsla. https://stigamot.is/wp-content/uploads/2024/05/Stigamot_Arsskyrsla_2023_lokaeintak.pdf Lögreglan. (2024). Kynferðisbrot. https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2024/09/Kynferdisbrot-Aukaadild-og-sakb.-fyrir-ytri-vef-2024-jan-jun-2.pdf Menntavísindastofnun. 2024. Íslenska æskulýðsrannsóknin, farsældarvísar grunnskóla. https://iae.is/wp-content/uploads/2024/11/IAEgrunnsk24_landskyrsla_loka.pdf https://www.europol.europa.eu/cms/sites/default/files/documents/EU-SOCTA-2025.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Á þessari síðu voru 72.000 myndbönd og að meðaltali komu rúmlega 3 myndbönd inn á síðuna á hverjum klukkutíma. En af hverju var henni þá lokað? Jú vegna þess að öll myndböndin innihéldu barnaníðsefni og meðfram lokun hennar voru tæplega 80 manns handteknir í 38 löndum, þar á meðal tveir á Íslandi! Hvaða börn má finna í þessum 72.000 myndböndum? Hvernig lentu þau í þessum aðstæðum? Hvar var samfélagið sem átti að gæta þeirra? Í nánast hverri viku birtast fréttir um kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Það er bæði óþægileg og óþolandi staðreynd. Sérstaklega þar sem við vitum að einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum rata í fréttirnar. Flest málin koma nefnilega ekki upp á yfirborðið. Það er ómögulegt að vita heildarfjölda þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á Íslandi. Hér er tölfræði sem gefur okkur þó einhverja hugmynd um stöðuna: Tilkynningar til lögreglu um kynferðisofbeldi gegn börnum voru 126 árið 2024 og tilkynningar um barnaníð (ljósmyndir/myndbönd) voru 40. 52,1% allra þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2023 voru að vinna úr kynferðisofbeldi sem þau urðu fyrir sem börn. Þar af voru tæplega 30% eða um 200 manneskjur innan við 10 ára þegar brotið átti sér stað! Um 250 börn í 8.-10. bekk á Íslandi svöruðu því játandi, vorið 2024, að fullorðin manneskja eða a.m.k. fimm árum eldri hefði haft munnmök eða samfarir við þau. Innan við helmingur þessara 250 barna segist hafa sagt einhverjum fullorðnum frá ofbeldinu. Fullorðnir sem beita börn kynferðisofbeldi vita að ofbeldi þrífst í þögn. Þeir velja því oftast barn sem þeir þekkja, eiga auðvelt með að stjórna og vita að er ólíklegt til að segja frá. Sum börn segja ekki frá fyrr en mörgum árum seinna, önnur segja aldrei frá og bera sársaukann og umfangsmiklar afleiðingarnar alein. Það er þó ljóst að sum börn reyna að segja frá en fá ekki áheyrn eða frásagnir þeirra teljast ekki nógu alvarlegar til viðbragða. Sum börn óttast að vera ekki trúað og enn önnur upplifa skömm og telja sig sjálf bera ábyrgð á ofbeldinu. Svo eru börn sem eru neydd til að geyma ofbeldið sem leyndarmál og mega sæta ýmsum hótunum segi þau frá. Það er afar auðvelt að nálgast börn í gegnum netið og það færist í aukana að fullorðnir nýti samfélagsmiðla og tölvuleiki í þeim tilgangi að kynnast ókunnugum börnum. Með tælingu getur hinn fullorðni vingast við og jafnvel myndað traust á milli sín og ókunnugs barns eða unglings. Ef það gengur vel veit hann að mun einfaldara verður að nálgast barnið í þeim tilgangi að brjóta kynferðislega gegn því. Ný skýrsla á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi spáir því að þessi tegund glæpa eigi aðeins eftir að aukast og versna á komandi misserum. Börnin verða yngri, ofbeldið grófara og einfaldara er að dulkóða og fela það. Það eru ekki bara skrímsli sem grípa tækifærin og fá útrás fyrir kynferðislegar hvatir sínar með börnum. Gerendur geta jafnvel verið ástvinir okkar, ættingjar, félagar, samstarfsaðilar eða nágrannar. Við verðum að þora að líta okkur nær. Er ekki tímabært að samfélagið taki höndum saman til að vernda börn betur? Við getum öll gert eitthvað, við getum lofað að við munum hlusta, trúa, bregðast við, styðja og tilkynna. Við getum lofað að kynna okkur hætturnar á netinu, að þekkja rauðu flöggin og vita hvaða úrræði eru í boði. Ég lofa að tala upphátt um kynferðisofbeldi gegn börnum þó það sé óþægilegt, ég lofa að fræða bæði börn, ungmenni og fullorðna og veita ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Hverju lofar þú? Höfundur er verkefnastýra ofbeldisforvarna- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum. Heimildir: Stígamót. (2023). Ársskýrsla. https://stigamot.is/wp-content/uploads/2024/05/Stigamot_Arsskyrsla_2023_lokaeintak.pdf Lögreglan. (2024). Kynferðisbrot. https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2024/09/Kynferdisbrot-Aukaadild-og-sakb.-fyrir-ytri-vef-2024-jan-jun-2.pdf Menntavísindastofnun. 2024. Íslenska æskulýðsrannsóknin, farsældarvísar grunnskóla. https://iae.is/wp-content/uploads/2024/11/IAEgrunnsk24_landskyrsla_loka.pdf https://www.europol.europa.eu/cms/sites/default/files/documents/EU-SOCTA-2025.pdf
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun