Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2025 07:00 Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Á þessari síðu voru 72.000 myndbönd og að meðaltali komu rúmlega 3 myndbönd inn á síðuna á hverjum klukkutíma. En af hverju var henni þá lokað? Jú vegna þess að öll myndböndin innihéldu barnaníðsefni og meðfram lokun hennar voru tæplega 80 manns handteknir í 38 löndum, þar á meðal tveir á Íslandi! Hvaða börn má finna í þessum 72.000 myndböndum? Hvernig lentu þau í þessum aðstæðum? Hvar var samfélagið sem átti að gæta þeirra? Í nánast hverri viku birtast fréttir um kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Það er bæði óþægileg og óþolandi staðreynd. Sérstaklega þar sem við vitum að einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum rata í fréttirnar. Flest málin koma nefnilega ekki upp á yfirborðið. Það er ómögulegt að vita heildarfjölda þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á Íslandi. Hér er tölfræði sem gefur okkur þó einhverja hugmynd um stöðuna: Tilkynningar til lögreglu um kynferðisofbeldi gegn börnum voru 126 árið 2024 og tilkynningar um barnaníð (ljósmyndir/myndbönd) voru 40. 52,1% allra þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2023 voru að vinna úr kynferðisofbeldi sem þau urðu fyrir sem börn. Þar af voru tæplega 30% eða um 200 manneskjur innan við 10 ára þegar brotið átti sér stað! Um 250 börn í 8.-10. bekk á Íslandi svöruðu því játandi, vorið 2024, að fullorðin manneskja eða a.m.k. fimm árum eldri hefði haft munnmök eða samfarir við þau. Innan við helmingur þessara 250 barna segist hafa sagt einhverjum fullorðnum frá ofbeldinu. Fullorðnir sem beita börn kynferðisofbeldi vita að ofbeldi þrífst í þögn. Þeir velja því oftast barn sem þeir þekkja, eiga auðvelt með að stjórna og vita að er ólíklegt til að segja frá. Sum börn segja ekki frá fyrr en mörgum árum seinna, önnur segja aldrei frá og bera sársaukann og umfangsmiklar afleiðingarnar alein. Það er þó ljóst að sum börn reyna að segja frá en fá ekki áheyrn eða frásagnir þeirra teljast ekki nógu alvarlegar til viðbragða. Sum börn óttast að vera ekki trúað og enn önnur upplifa skömm og telja sig sjálf bera ábyrgð á ofbeldinu. Svo eru börn sem eru neydd til að geyma ofbeldið sem leyndarmál og mega sæta ýmsum hótunum segi þau frá. Það er afar auðvelt að nálgast börn í gegnum netið og það færist í aukana að fullorðnir nýti samfélagsmiðla og tölvuleiki í þeim tilgangi að kynnast ókunnugum börnum. Með tælingu getur hinn fullorðni vingast við og jafnvel myndað traust á milli sín og ókunnugs barns eða unglings. Ef það gengur vel veit hann að mun einfaldara verður að nálgast barnið í þeim tilgangi að brjóta kynferðislega gegn því. Ný skýrsla á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi spáir því að þessi tegund glæpa eigi aðeins eftir að aukast og versna á komandi misserum. Börnin verða yngri, ofbeldið grófara og einfaldara er að dulkóða og fela það. Það eru ekki bara skrímsli sem grípa tækifærin og fá útrás fyrir kynferðislegar hvatir sínar með börnum. Gerendur geta jafnvel verið ástvinir okkar, ættingjar, félagar, samstarfsaðilar eða nágrannar. Við verðum að þora að líta okkur nær. Er ekki tímabært að samfélagið taki höndum saman til að vernda börn betur? Við getum öll gert eitthvað, við getum lofað að við munum hlusta, trúa, bregðast við, styðja og tilkynna. Við getum lofað að kynna okkur hætturnar á netinu, að þekkja rauðu flöggin og vita hvaða úrræði eru í boði. Ég lofa að tala upphátt um kynferðisofbeldi gegn börnum þó það sé óþægilegt, ég lofa að fræða bæði börn, ungmenni og fullorðna og veita ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Hverju lofar þú? Höfundur er verkefnastýra ofbeldisforvarna- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum. Heimildir: Stígamót. (2023). Ársskýrsla. https://stigamot.is/wp-content/uploads/2024/05/Stigamot_Arsskyrsla_2023_lokaeintak.pdf Lögreglan. (2024). Kynferðisbrot. https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2024/09/Kynferdisbrot-Aukaadild-og-sakb.-fyrir-ytri-vef-2024-jan-jun-2.pdf Menntavísindastofnun. 2024. Íslenska æskulýðsrannsóknin, farsældarvísar grunnskóla. https://iae.is/wp-content/uploads/2024/11/IAEgrunnsk24_landskyrsla_loka.pdf https://www.europol.europa.eu/cms/sites/default/files/documents/EU-SOCTA-2025.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Á þessari síðu voru 72.000 myndbönd og að meðaltali komu rúmlega 3 myndbönd inn á síðuna á hverjum klukkutíma. En af hverju var henni þá lokað? Jú vegna þess að öll myndböndin innihéldu barnaníðsefni og meðfram lokun hennar voru tæplega 80 manns handteknir í 38 löndum, þar á meðal tveir á Íslandi! Hvaða börn má finna í þessum 72.000 myndböndum? Hvernig lentu þau í þessum aðstæðum? Hvar var samfélagið sem átti að gæta þeirra? Í nánast hverri viku birtast fréttir um kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. Það er bæði óþægileg og óþolandi staðreynd. Sérstaklega þar sem við vitum að einungis lítið brot af kynferðisbrotamálum rata í fréttirnar. Flest málin koma nefnilega ekki upp á yfirborðið. Það er ómögulegt að vita heildarfjölda þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á Íslandi. Hér er tölfræði sem gefur okkur þó einhverja hugmynd um stöðuna: Tilkynningar til lögreglu um kynferðisofbeldi gegn börnum voru 126 árið 2024 og tilkynningar um barnaníð (ljósmyndir/myndbönd) voru 40. 52,1% allra þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2023 voru að vinna úr kynferðisofbeldi sem þau urðu fyrir sem börn. Þar af voru tæplega 30% eða um 200 manneskjur innan við 10 ára þegar brotið átti sér stað! Um 250 börn í 8.-10. bekk á Íslandi svöruðu því játandi, vorið 2024, að fullorðin manneskja eða a.m.k. fimm árum eldri hefði haft munnmök eða samfarir við þau. Innan við helmingur þessara 250 barna segist hafa sagt einhverjum fullorðnum frá ofbeldinu. Fullorðnir sem beita börn kynferðisofbeldi vita að ofbeldi þrífst í þögn. Þeir velja því oftast barn sem þeir þekkja, eiga auðvelt með að stjórna og vita að er ólíklegt til að segja frá. Sum börn segja ekki frá fyrr en mörgum árum seinna, önnur segja aldrei frá og bera sársaukann og umfangsmiklar afleiðingarnar alein. Það er þó ljóst að sum börn reyna að segja frá en fá ekki áheyrn eða frásagnir þeirra teljast ekki nógu alvarlegar til viðbragða. Sum börn óttast að vera ekki trúað og enn önnur upplifa skömm og telja sig sjálf bera ábyrgð á ofbeldinu. Svo eru börn sem eru neydd til að geyma ofbeldið sem leyndarmál og mega sæta ýmsum hótunum segi þau frá. Það er afar auðvelt að nálgast börn í gegnum netið og það færist í aukana að fullorðnir nýti samfélagsmiðla og tölvuleiki í þeim tilgangi að kynnast ókunnugum börnum. Með tælingu getur hinn fullorðni vingast við og jafnvel myndað traust á milli sín og ókunnugs barns eða unglings. Ef það gengur vel veit hann að mun einfaldara verður að nálgast barnið í þeim tilgangi að brjóta kynferðislega gegn því. Ný skýrsla á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi spáir því að þessi tegund glæpa eigi aðeins eftir að aukast og versna á komandi misserum. Börnin verða yngri, ofbeldið grófara og einfaldara er að dulkóða og fela það. Það eru ekki bara skrímsli sem grípa tækifærin og fá útrás fyrir kynferðislegar hvatir sínar með börnum. Gerendur geta jafnvel verið ástvinir okkar, ættingjar, félagar, samstarfsaðilar eða nágrannar. Við verðum að þora að líta okkur nær. Er ekki tímabært að samfélagið taki höndum saman til að vernda börn betur? Við getum öll gert eitthvað, við getum lofað að við munum hlusta, trúa, bregðast við, styðja og tilkynna. Við getum lofað að kynna okkur hætturnar á netinu, að þekkja rauðu flöggin og vita hvaða úrræði eru í boði. Ég lofa að tala upphátt um kynferðisofbeldi gegn börnum þó það sé óþægilegt, ég lofa að fræða bæði börn, ungmenni og fullorðna og veita ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Hverju lofar þú? Höfundur er verkefnastýra ofbeldisforvarna- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum. Heimildir: Stígamót. (2023). Ársskýrsla. https://stigamot.is/wp-content/uploads/2024/05/Stigamot_Arsskyrsla_2023_lokaeintak.pdf Lögreglan. (2024). Kynferðisbrot. https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2024/09/Kynferdisbrot-Aukaadild-og-sakb.-fyrir-ytri-vef-2024-jan-jun-2.pdf Menntavísindastofnun. 2024. Íslenska æskulýðsrannsóknin, farsældarvísar grunnskóla. https://iae.is/wp-content/uploads/2024/11/IAEgrunnsk24_landskyrsla_loka.pdf https://www.europol.europa.eu/cms/sites/default/files/documents/EU-SOCTA-2025.pdf
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun