Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 22:20 Elon Musk er ríkasti maður heims. AP Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. Þetta kom fram í myndbandsávarpi Musks á fundi stjórnmálaflokksins Bandalagsins (i. Lega) á Ítalíu, þar sem formaður flokksins, Matteo Salvini, spurði hann meðal annars út í tollamálin. Bandalagið er þjóðernissinnaður hægri flokkur sem er í ríkisstjórn á Ítalíu ásamt tveimur öðrum hægri flokkum, Bræðralagi Ítalíu og Forza Italia. Musk, sem stýrir bandarísku hagræðingar- og niðurskurðarstofnuninni DOGE og er náinn samstarfsmaður Trumps, hefur talað vel bæði um Bræðralag Ítalíu flokk forsætisráðherrans Giorgiu Meloni, og Bandalagið (Lega). Vill fríverslun og aukið atvinnufrelsi „Ég vona að menn séu sammála um að best væri að viðskipti milli Bandaríkjanna og Evrópu myndu þróast í átt að tollaleysi, og að til verði einhverskonar fríverslunarsvæði milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ sagði Musk. Þá sagðist hann einnig vilja sjá aukið ferða- og atvinnufrelsi milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Ef fólk vill vinna í Evrópu eða Norður-Ameríku, finnst mér að það ætti að vera hægt. Þetta hefur verið mín ráðgjöf til forsetans,“ sagði Musk. Í dag byrjuðu tollverðir í Bandaríkjunum að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru einn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka enn frekar hjá 57 löndum. Tollar sem taka gildi gagnvart Evrópusambandinu verða 20 prósent. Giancarlo Giorgetti, fjármálaráðherra Ítalíu úr Bandalagsflokknum (Lega), hefur sagt að ríkisstjórn Ítalíu vilji leita lausna í tollamálunum, og varaði við því að fara leggja gagntolla á Bandaríkin og stuðla að frekari stigmögnun viðskiptastríðs. Viðskiptajöfnuður milli Bandaríkjanna og Ítalíu er Ítalíu í hag. Elon Musk hjólaði í Peter Navarro, einn ráðgjafa Trumps í tollamálum, í nokkrum færslum á X í dag. Þar birtist stutt myndband þar sem Peter, sem er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard, færði rök fyrir því að nýir tollar ríkisstjórnarinnar væru skynsamlegir. Musk sagði meðal annars að doktorsgráða frá Harvard væri einskis virði. „Hann hefur ekki búið neitt til,“ sagði hann. Ítalía Elon Musk Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Þetta kom fram í myndbandsávarpi Musks á fundi stjórnmálaflokksins Bandalagsins (i. Lega) á Ítalíu, þar sem formaður flokksins, Matteo Salvini, spurði hann meðal annars út í tollamálin. Bandalagið er þjóðernissinnaður hægri flokkur sem er í ríkisstjórn á Ítalíu ásamt tveimur öðrum hægri flokkum, Bræðralagi Ítalíu og Forza Italia. Musk, sem stýrir bandarísku hagræðingar- og niðurskurðarstofnuninni DOGE og er náinn samstarfsmaður Trumps, hefur talað vel bæði um Bræðralag Ítalíu flokk forsætisráðherrans Giorgiu Meloni, og Bandalagið (Lega). Vill fríverslun og aukið atvinnufrelsi „Ég vona að menn séu sammála um að best væri að viðskipti milli Bandaríkjanna og Evrópu myndu þróast í átt að tollaleysi, og að til verði einhverskonar fríverslunarsvæði milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ sagði Musk. Þá sagðist hann einnig vilja sjá aukið ferða- og atvinnufrelsi milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Ef fólk vill vinna í Evrópu eða Norður-Ameríku, finnst mér að það ætti að vera hægt. Þetta hefur verið mín ráðgjöf til forsetans,“ sagði Musk. Í dag byrjuðu tollverðir í Bandaríkjunum að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru einn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka enn frekar hjá 57 löndum. Tollar sem taka gildi gagnvart Evrópusambandinu verða 20 prósent. Giancarlo Giorgetti, fjármálaráðherra Ítalíu úr Bandalagsflokknum (Lega), hefur sagt að ríkisstjórn Ítalíu vilji leita lausna í tollamálunum, og varaði við því að fara leggja gagntolla á Bandaríkin og stuðla að frekari stigmögnun viðskiptastríðs. Viðskiptajöfnuður milli Bandaríkjanna og Ítalíu er Ítalíu í hag. Elon Musk hjólaði í Peter Navarro, einn ráðgjafa Trumps í tollamálum, í nokkrum færslum á X í dag. Þar birtist stutt myndband þar sem Peter, sem er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard, færði rök fyrir því að nýir tollar ríkisstjórnarinnar væru skynsamlegir. Musk sagði meðal annars að doktorsgráða frá Harvard væri einskis virði. „Hann hefur ekki búið neitt til,“ sagði hann.
Ítalía Elon Musk Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48
Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53
Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41