Tveir létust í hjólreiðakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 11:02 Belgíska hjólreiðakeppnin Tour des Flandres er stór og vinsæl hjólreiðakeppni en daginn fyrir hana fer fram keppni áhugafólks sem fær að hjóla sömu leið og atvinnumennirnir. Getty/Dario Belingheri Tveir hjólreiðamenn létust í áhugamannahjólreiðakeppni í Belgíu í gær. Keppnin kallast We Ride Flanders og er tengd atvinnumannahjólreiðakeppninni Tour of Flanders. Flanders hjólreiðakeppnin er ein af stóru eins dags hjólreiðakeppnum heims, svokölluðum five monuments. Forráðamenn keppninnar sögðu frá því að tveir keppendur hefðu látist en fimmtán þúsund manns tóku þátt í áhugamannakeppninni í ár. Annar hjólreiðamaðurinn var Hollendingur sem datt illa í götuna þar sem hjólreiðafólkið fór upp erfiða brekku. Hinn hjólreiðamaðurinn var Frakki sem hneig niður í annarri þekktri brekku sem er einnig gerð úr hlöðnum götusteinum. Báðir aðilar fengu strax aðstoð og Frakkinn var fluttur í burtu í þyrlu. Því miður tókst ekki að bjarga lífi þeirra. Hjólreiðakeppnin hefur verið haldin frá árinu 1992 en aðeins einu sinni áður hafði keppandi látist í keppninni. Keppnin var ekki stöðvuð eftir atvikin heldur var leiðinni breytt og hjólreiðafólkinu því beint í aðra átt. Keppendur gátu farið sömu leið og er hjóluð í atvinnumannahjólreiðakeppninni. Þeir gátu valið að hjóla alls 229 kílómetra leið en það var líka möguleiki að hjóla bara 80 kílómetra. Tíu af fimmtán þúsundum þátttakendum voru erlendir ríkisborgarar. Það urðu fleiri atvik en sem betur fer ekki fleiri dauðaslys. Kona hneig einnig niður í keppninni og var flutt á sjúkrahús en með meðvitund. Keppandi féll og braut viðbeinið sitt og annar ökklabrotnaði. Það gekk því mikið á í keppninni. Un cauchemar. Deux cyclistes amateurs ont perdu la vie samedi suite à des malaises alors qu'ils participaient au Tour des Flandres cyclo-touristes à la veille de l'épreuve réservée aux professionnels, ont annoncé les organisateurs «We Ride Flanders». →https://t.co/hPRqNdbet7…— Le Figaro (@Le_Figaro) April 6, 2025 Hjólreiðar Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Keppnin kallast We Ride Flanders og er tengd atvinnumannahjólreiðakeppninni Tour of Flanders. Flanders hjólreiðakeppnin er ein af stóru eins dags hjólreiðakeppnum heims, svokölluðum five monuments. Forráðamenn keppninnar sögðu frá því að tveir keppendur hefðu látist en fimmtán þúsund manns tóku þátt í áhugamannakeppninni í ár. Annar hjólreiðamaðurinn var Hollendingur sem datt illa í götuna þar sem hjólreiðafólkið fór upp erfiða brekku. Hinn hjólreiðamaðurinn var Frakki sem hneig niður í annarri þekktri brekku sem er einnig gerð úr hlöðnum götusteinum. Báðir aðilar fengu strax aðstoð og Frakkinn var fluttur í burtu í þyrlu. Því miður tókst ekki að bjarga lífi þeirra. Hjólreiðakeppnin hefur verið haldin frá árinu 1992 en aðeins einu sinni áður hafði keppandi látist í keppninni. Keppnin var ekki stöðvuð eftir atvikin heldur var leiðinni breytt og hjólreiðafólkinu því beint í aðra átt. Keppendur gátu farið sömu leið og er hjóluð í atvinnumannahjólreiðakeppninni. Þeir gátu valið að hjóla alls 229 kílómetra leið en það var líka möguleiki að hjóla bara 80 kílómetra. Tíu af fimmtán þúsundum þátttakendum voru erlendir ríkisborgarar. Það urðu fleiri atvik en sem betur fer ekki fleiri dauðaslys. Kona hneig einnig niður í keppninni og var flutt á sjúkrahús en með meðvitund. Keppandi féll og braut viðbeinið sitt og annar ökklabrotnaði. Það gekk því mikið á í keppninni. Un cauchemar. Deux cyclistes amateurs ont perdu la vie samedi suite à des malaises alors qu'ils participaient au Tour des Flandres cyclo-touristes à la veille de l'épreuve réservée aux professionnels, ont annoncé les organisateurs «We Ride Flanders». →https://t.co/hPRqNdbet7…— Le Figaro (@Le_Figaro) April 6, 2025
Hjólreiðar Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira