Ljósmyndina tók bandaríski ljósmyndarinn Peter van Agtmael og var hún notuð í forsíðuumfjöllun blaðsins um Ku Klux Klan-hreyfinguna í Tennessee í Bandaríkjunum.
Norski blaðamaðurinn Vegas Tenold Aase, sem skrifaði greinina, greindi frá stuldinum á Instagram-síðu sinni og lýsti honum sem því ruglaðasta sem hann hefði orðið vitni að. Ljósmyndin hafi verið af brúðkaupi tveggja aðalviðfangsefna umfjöllunarinnar.
„Og nei, Ye bað ekki um leyfi til að nota myndina. Alveg ruglað!“ skrifaði Aase í færslunni.
Kanye lét ekki nægja að stela myndinni heldur er líka búið að eiga við hana: fjarlægja hund sem stendur í forgrunni, breyta heyböggum í bakgrunni myndarinnar og breyta kynþætti manneskjunnar í hvíta kyrtlinum úr hvítum í svartan. Kanye hefur vakið athygli undanfarið fyrir að klæðast svörtum KKK-kyrtlum og lýsa yfir andúð sinni á gyðingum.
Lillian Vambheim, fréttastjóri hjá Aftenposten, sagði myndastuldinn ekki bara móðgun við ljósmyndarann og viðfangsefnin heldur líka skýrt brot á höfundarréttarlögum.