„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2025 21:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir upplýsingar liggja fyrir um að ólga og hiti sé í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael. Vísir/Anton Brink Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. HSÍ gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Um er að ræða umspilsleiki fyrir HM í handbolta sem fram fer síðar á árinu. Í yfirlýsingu HSÍ kom fram að sambandið hefði verið ráðlagt af embætti ríkislögreglustjóra að spila leikina tvo gegn Ísrael fyrir luktum dyrum og án þess að þeir yrðu auglýstir. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Halldórsson, formaður HSÍ, að sambandið hefði enga ástæðu til að fara gegn áhættumati ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk segir að áhættumat eins og það sem gert var í tengslum við landsleikina sé gert fyrir ýmsa stóra viðburði. „Þetta er eins og við gerum alltaf, mat á öryggi og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi áhorfenda og þátttakenda. Þar sem þetta er leikur Íslands og Ísrael höfum við orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum. Til að uppfylla okkar skyldur sendum við ráðleggingar til HSÍ,“ sagði Sigríður Björk þegar Vísir ræddi við hana undir kvöld. Sigríður Björk lagði áherslu á að ákvörðunin væri alfarið HSÍ. „Þetta er eins og venjulega og svo taka þeir sínar ákvarðanir. Við leggjum á borðið það sem við ráðleggjum, þetta er hefðbundið og hefur verið gert áður. Mig minnir að það hafi verið æfingaleikur. Það er ólga og hiti sem beinist líka að stuðningsaðilum,“ bætti Sigríður Björk við en HSÍ hefur fengið mikla gagnrýni vegna styrktarsamnings sambandsins við Rapyd. Embættið gefi öryggisráðleggingar í hverri viku „Við erum að sinna okkar hlutverki og skorumst ekki undan. Við hefðum verið með mikinn viðbúnað og hefðum brugðist við,“ sagði Sigríður Björk aðspurð hvernig hefði verið brugðist við ef HSÍ hefði ákveðið að spila fyrir framan áhorfendur. Hún segir ráðleggingar til HSÍ vera settar fram vegna upplýsinga um að það sé ólga í tengslum við leikinn. „Við erum með öryggirráðleggingar í hverri viku. Er eitthvað óvænt sem gæti gerst, eitthvað sem þarf að taka sérstaklega til skoðunar. Þetta er hefðbundin vinna,“ bætti Sigríður Björk við en hún vildi ekki fara nánar í hvernig öryggismatið væri unnið. Það væri gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Hún sagði engar beinar hótanir hafa komið fram í tengslum við leikina. „Ekkert slíkt, ekkert sem ég hef orðið áskynja um. Engar beinar upplýsingar um árásir, það er ólga og það er hiti og eitthvað sem við tökum tillit til.“ Hún sagðist ekki gera svarað um hvort öryggismatið yrði gert opinbert. „Það hefur örugglega verið gert í einhverjum tilfellum, það fer eftir hvað má taka fram og hvaðan upplýsingarnar koma. Hvort þær séu opnar eða lokaðar. Þetta er gert fyrir allar bæjarhátíðir, stóra tónleika og er hefðbundin framkvæmd þegar ákveða hvaða viðbúnað þarf.“ HSÍ Ísrael Lögreglumál Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
HSÍ gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Um er að ræða umspilsleiki fyrir HM í handbolta sem fram fer síðar á árinu. Í yfirlýsingu HSÍ kom fram að sambandið hefði verið ráðlagt af embætti ríkislögreglustjóra að spila leikina tvo gegn Ísrael fyrir luktum dyrum og án þess að þeir yrðu auglýstir. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Halldórsson, formaður HSÍ, að sambandið hefði enga ástæðu til að fara gegn áhættumati ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk segir að áhættumat eins og það sem gert var í tengslum við landsleikina sé gert fyrir ýmsa stóra viðburði. „Þetta er eins og við gerum alltaf, mat á öryggi og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi áhorfenda og þátttakenda. Þar sem þetta er leikur Íslands og Ísrael höfum við orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum. Til að uppfylla okkar skyldur sendum við ráðleggingar til HSÍ,“ sagði Sigríður Björk þegar Vísir ræddi við hana undir kvöld. Sigríður Björk lagði áherslu á að ákvörðunin væri alfarið HSÍ. „Þetta er eins og venjulega og svo taka þeir sínar ákvarðanir. Við leggjum á borðið það sem við ráðleggjum, þetta er hefðbundið og hefur verið gert áður. Mig minnir að það hafi verið æfingaleikur. Það er ólga og hiti sem beinist líka að stuðningsaðilum,“ bætti Sigríður Björk við en HSÍ hefur fengið mikla gagnrýni vegna styrktarsamnings sambandsins við Rapyd. Embættið gefi öryggisráðleggingar í hverri viku „Við erum að sinna okkar hlutverki og skorumst ekki undan. Við hefðum verið með mikinn viðbúnað og hefðum brugðist við,“ sagði Sigríður Björk aðspurð hvernig hefði verið brugðist við ef HSÍ hefði ákveðið að spila fyrir framan áhorfendur. Hún segir ráðleggingar til HSÍ vera settar fram vegna upplýsinga um að það sé ólga í tengslum við leikinn. „Við erum með öryggirráðleggingar í hverri viku. Er eitthvað óvænt sem gæti gerst, eitthvað sem þarf að taka sérstaklega til skoðunar. Þetta er hefðbundin vinna,“ bætti Sigríður Björk við en hún vildi ekki fara nánar í hvernig öryggismatið væri unnið. Það væri gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Hún sagði engar beinar hótanir hafa komið fram í tengslum við leikina. „Ekkert slíkt, ekkert sem ég hef orðið áskynja um. Engar beinar upplýsingar um árásir, það er ólga og það er hiti og eitthvað sem við tökum tillit til.“ Hún sagðist ekki gera svarað um hvort öryggismatið yrði gert opinbert. „Það hefur örugglega verið gert í einhverjum tilfellum, það fer eftir hvað má taka fram og hvaðan upplýsingarnar koma. Hvort þær séu opnar eða lokaðar. Þetta er gert fyrir allar bæjarhátíðir, stóra tónleika og er hefðbundin framkvæmd þegar ákveða hvaða viðbúnað þarf.“
HSÍ Ísrael Lögreglumál Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira