Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 6. apríl 2025 21:03 Það er sorglegt en samt staðreynd að þörf er á Kvennaathvarfi og við verðum að tryggja að slíkt úrræði sé til staðar fyrir konur og börn sem flýja heimili sín. Um leið verðum við að segja komið gott af ofbeldi í garð kvenna. Sem betur fer fara margir karlmenn í gegn um lífið án þess að níðast á konum og beita þær ofbeldi, en þeir sem það gera koma því miður oft óorði á hópinn í heild. Hvernig væri að þið friðelskandi og kærleiksríku bræður okkar hoppið á vagninn með okkur og fordæmið ofbeldishegðun kynbræðra ykkar, hátt og snjallt svo eftir verði tekið? Þið viljið vafalítið flestir að mæður ykkar, systur og dætur fari í gegn um lífið óhræddar við að þær verði fyrir ofbeldi á skemmtistöðum, inni á eigin heimili þeirra eða í skjóli næsta skugga. Að þær séu smánaðar á líkama og sál vegna þess að karlmaðurinn í þeirra lífi eða sá sem þær rákust á ræður ekki við eigin hegðun og leitar sér ekki hjálpar. Við öll sem höfum rödd verðum að láta í okkur heyra og til okkar taka. Vera bandamenn, minna á, tala og hegða okkur á þann hátt að það sé skýrt að ofbeldi er ekki liðið, að ekki sé hlegið að ofbeldi eða það notað í gríni og þannig gert lítið úr því. Ofbeldi á aldrei rétt á sér og það á aldrei að líða, fegra eða réttlæta á neinn hátt. Kennum börnum strax að ofbeldi sé aldrei leiðin heldur samtalið og samkenndin. Fræðum og ræðum um birtingarmyndir ofbeldis því það er ekki einungis í hnefa heldur einnig í hnjóði, í þögninni sem fylgir fýlu sem og fúkyrðum um femínisma. Að forréttindafólk og kjörnir fulltrúar fái skýr skilaboð um að kvenréttindi séu einfaldlega mannréttindi. Að við eigum að geta klætt okkur eins og okkur líður best, að við þurfum ekki að halda hönd yfir glasið innan um fólk, ganga milli staða með lyklana í hnefanum eða kvíða því að fara heim úr vinnunni, því heima séum við staddar í helvíti en samt ekki dauðar, ennþá. Trúum þeim sem segja frá ofbeldi, kennum þeim ekki um og gerum ekki lítið úr sögum þeirra eða upplifun. Strákar, berjist með okkur gegn eitraðri karlmennsku með þeirri kærleiksríku. Látið í ykkur heyra og fordæmið þá sem leyfa sér í skjóli feðraveldis að níða og meiða. Verið bræður okkar í baráttunni! Að því rituðu hvet ég öll til að leggja þjóðarátaki um nýtt Kvennaathvarf lið. Söfnunarnúmerin verða opin til 8. apríl og því er enn hægt að styrkja þarft verkefni. Höfundur er sérfræðingur í kennslu og stjórnun í leik-, grunn- og háskólum til 25 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennaathvarfið Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er sorglegt en samt staðreynd að þörf er á Kvennaathvarfi og við verðum að tryggja að slíkt úrræði sé til staðar fyrir konur og börn sem flýja heimili sín. Um leið verðum við að segja komið gott af ofbeldi í garð kvenna. Sem betur fer fara margir karlmenn í gegn um lífið án þess að níðast á konum og beita þær ofbeldi, en þeir sem það gera koma því miður oft óorði á hópinn í heild. Hvernig væri að þið friðelskandi og kærleiksríku bræður okkar hoppið á vagninn með okkur og fordæmið ofbeldishegðun kynbræðra ykkar, hátt og snjallt svo eftir verði tekið? Þið viljið vafalítið flestir að mæður ykkar, systur og dætur fari í gegn um lífið óhræddar við að þær verði fyrir ofbeldi á skemmtistöðum, inni á eigin heimili þeirra eða í skjóli næsta skugga. Að þær séu smánaðar á líkama og sál vegna þess að karlmaðurinn í þeirra lífi eða sá sem þær rákust á ræður ekki við eigin hegðun og leitar sér ekki hjálpar. Við öll sem höfum rödd verðum að láta í okkur heyra og til okkar taka. Vera bandamenn, minna á, tala og hegða okkur á þann hátt að það sé skýrt að ofbeldi er ekki liðið, að ekki sé hlegið að ofbeldi eða það notað í gríni og þannig gert lítið úr því. Ofbeldi á aldrei rétt á sér og það á aldrei að líða, fegra eða réttlæta á neinn hátt. Kennum börnum strax að ofbeldi sé aldrei leiðin heldur samtalið og samkenndin. Fræðum og ræðum um birtingarmyndir ofbeldis því það er ekki einungis í hnefa heldur einnig í hnjóði, í þögninni sem fylgir fýlu sem og fúkyrðum um femínisma. Að forréttindafólk og kjörnir fulltrúar fái skýr skilaboð um að kvenréttindi séu einfaldlega mannréttindi. Að við eigum að geta klætt okkur eins og okkur líður best, að við þurfum ekki að halda hönd yfir glasið innan um fólk, ganga milli staða með lyklana í hnefanum eða kvíða því að fara heim úr vinnunni, því heima séum við staddar í helvíti en samt ekki dauðar, ennþá. Trúum þeim sem segja frá ofbeldi, kennum þeim ekki um og gerum ekki lítið úr sögum þeirra eða upplifun. Strákar, berjist með okkur gegn eitraðri karlmennsku með þeirri kærleiksríku. Látið í ykkur heyra og fordæmið þá sem leyfa sér í skjóli feðraveldis að níða og meiða. Verið bræður okkar í baráttunni! Að því rituðu hvet ég öll til að leggja þjóðarátaki um nýtt Kvennaathvarf lið. Söfnunarnúmerin verða opin til 8. apríl og því er enn hægt að styrkja þarft verkefni. Höfundur er sérfræðingur í kennslu og stjórnun í leik-, grunn- og háskólum til 25 ára.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun