Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 08:00 Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu. Ég get tekið heilshugar undir efni áskorunarinnar. Í raun þannig að ég hef nú lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um breytingar á lögum um útivistartíma barna. Með því leggjum við til að almennur útivistartími barna á aldrinum 10 til 12 ára verði lengdur um eina klukkustund. Þá verði lengri útivistartími barna yfir sumartímann útvíkkaður þannig að apríl og september séu þar sömuleiðis undir. Offita og skjánotkun Á þeim tíma sem liðinn er frá því að reglur um útivistartíma barna voru lögfestar hefur margt breyst í íslensku samfélagi. Umræða um skjánotkun barna og mikilvægi þess að takmarka hana er orðin mjög hávær. Þá fer hlutfall íslenskra barna sem glíma við offitu vaxandi. Um þessar mundir glíma rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum við offitu, en hlutfallið er hærra hér en annars staðar á Norðurlöndum. Tugir íslenskra barna eru á biðlista eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem aðstoðar fjölskyldur barna með offitu. Óásættanlegt að íslensk börn séu feitari Að baki frumvarpinu um rýmkaðan útivistartíma barna liggja lýðheilsusjónarmið. Það er til mikils að vinna að börn eyði meiri tíma úti við og í samvistum við önnur börn, en félagsleg hegðun þeirra hefur tekið stakkaskiptum vegna örra tæknibreytinga, m.a. vegna aukinnar skjánotkunar. Þá er það óásættanleg staða að íslensk börn séu of feit í samanburði við börn í nágrannalöndum. Sanngirnisrök hníga að því að útivistartími 10 til 12 ára barna sé rýmri en útivistartími yngri barna. Birtu- og veðurskilyrði styðja það að tímabil rýmri útivistartíma yfir sumarið og mánuðina í kring sé lengt um einn mánuð í báða enda. Í landi þar sem er myrkur svo stóran hluta árs og allra veðra von er sömuleiðis mikilvægt að frelsi barna sé rýmkað eins og kostur er yfir mildari mánuði ársins. Vonandi verður málinu vel tekið á Alþingi Íslendinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu. Ég get tekið heilshugar undir efni áskorunarinnar. Í raun þannig að ég hef nú lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um breytingar á lögum um útivistartíma barna. Með því leggjum við til að almennur útivistartími barna á aldrinum 10 til 12 ára verði lengdur um eina klukkustund. Þá verði lengri útivistartími barna yfir sumartímann útvíkkaður þannig að apríl og september séu þar sömuleiðis undir. Offita og skjánotkun Á þeim tíma sem liðinn er frá því að reglur um útivistartíma barna voru lögfestar hefur margt breyst í íslensku samfélagi. Umræða um skjánotkun barna og mikilvægi þess að takmarka hana er orðin mjög hávær. Þá fer hlutfall íslenskra barna sem glíma við offitu vaxandi. Um þessar mundir glíma rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum við offitu, en hlutfallið er hærra hér en annars staðar á Norðurlöndum. Tugir íslenskra barna eru á biðlista eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem aðstoðar fjölskyldur barna með offitu. Óásættanlegt að íslensk börn séu feitari Að baki frumvarpinu um rýmkaðan útivistartíma barna liggja lýðheilsusjónarmið. Það er til mikils að vinna að börn eyði meiri tíma úti við og í samvistum við önnur börn, en félagsleg hegðun þeirra hefur tekið stakkaskiptum vegna örra tæknibreytinga, m.a. vegna aukinnar skjánotkunar. Þá er það óásættanleg staða að íslensk börn séu of feit í samanburði við börn í nágrannalöndum. Sanngirnisrök hníga að því að útivistartími 10 til 12 ára barna sé rýmri en útivistartími yngri barna. Birtu- og veðurskilyrði styðja það að tímabil rýmri útivistartíma yfir sumarið og mánuðina í kring sé lengt um einn mánuð í báða enda. Í landi þar sem er myrkur svo stóran hluta árs og allra veðra von er sömuleiðis mikilvægt að frelsi barna sé rýmkað eins og kostur er yfir mildari mánuði ársins. Vonandi verður málinu vel tekið á Alþingi Íslendinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar