Metfjöldi farþega í mars Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2025 10:01 Bogi Nils segir að bókunarstaðan fyrir sumarið á markaðnum til Íslands sé betri nú en á sama tíma í fyrra frá öllum mörkuðum – N-Ameríku, Evrópu og frá fjarmörkuðum. Vísir/Egill Icelandair flutti metfjölda farþega í mars eða 312 þúsund, fimm prósent fleiri en á sama tíma í fyrra en flugframboð jókst að sama skapi um fimm prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Þar segir að í mánuðinum hafi 38 prósent farþega verið á leið til Íslands, 18 prósent frá Íslandi, 37 prósent tengifarþegar og 7 prósent ferðast innanlands. Sætanýting hafi verið 83,5 prósent og stundvísi var 84 prósent. „Tekjumyndun í mánuðinum var í takti við væntingar stjórnenda. Tekjur á hvern seldan sætiskílómetra (yield) námu 8,1 bandarísku senti og lækkuðu samanborið við mars á síðasta ári, sem aðallega má rekja til þess að páskar voru í mars í fyrra. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 50% fleiri en í mars í fyrra og fraktflutningar jukust um 3%. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 3% vegna fleiri ferða á hagkvæmari B737 MAX og A321 LR vélum,“ segir í tilkynningunni. Bókunarstaðan mun betri en á sama tíma í fyrra Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að það sé ánægjulegt að sjá farþegum fjölga um fimm prósent milli ára, þrátt fyrir að páskarnir hafi verið í mars í fyrra. „Þetta undirstrikar að varan og þjónustan sem við bjóðum er samkeppnishæf og eftirsóknarverð allt árið um kring, þar með talið yfir vetrarmánuðina þegar eftirspurn er almennt minni. Á sama tíma náðum við að viðhalda góðri stundvísi og áframhaldandi hárri sætanýtingu. Bókunarstaðan fyrir sumarið á markaðnum til Íslands er betri nú en á sama tíma í fyrra frá öllum mörkuðum – N-Ameríku, Evrópu og frá fjarmörkuðum. Eftirspurn á markaðnum frá Íslandi er einnig mun sterkari en á sama tíma í fyrra. Eftirspurn á markaðnum um Ísland er góð, en vegna áherslu okkar á aðra markaði, eru bókanir á þeim markaði færri en á sama tíma í fyrra. Bókunarstaðan er því almennt sterkari fyrir sumarið en á sama tíma í fyrra en við höfum orðið vör við að hægst hefur á bókunum til lengri tíma sem er skiljanlegt í ljósi óvissu í alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýlega efldum við samstarf okkar við JetBlue sem gerir meðlimum vildarklúbbs þeirra kleift að greiða fyrir flug hjá Icelandair með vildarpunktum. Við gerum ráð fyrir því að þetta stuðli að aukinni eftirspurn eftir flugi til Íslands hjá viðskiptavinum JetBlue. Þá er ánægjulegt að sjá áframhaldandi sterka eftirspurn eftir Saga Premium vörunni okkar auk þess sem vildarklúbburinn okkar hefur stækkað mikið síðustu misserin en meðlimafjöldi nálgast óðfluga tvær milljónir,“ er haft eftir Boga Nils. Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Þar segir að í mánuðinum hafi 38 prósent farþega verið á leið til Íslands, 18 prósent frá Íslandi, 37 prósent tengifarþegar og 7 prósent ferðast innanlands. Sætanýting hafi verið 83,5 prósent og stundvísi var 84 prósent. „Tekjumyndun í mánuðinum var í takti við væntingar stjórnenda. Tekjur á hvern seldan sætiskílómetra (yield) námu 8,1 bandarísku senti og lækkuðu samanborið við mars á síðasta ári, sem aðallega má rekja til þess að páskar voru í mars í fyrra. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 50% fleiri en í mars í fyrra og fraktflutningar jukust um 3%. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 3% vegna fleiri ferða á hagkvæmari B737 MAX og A321 LR vélum,“ segir í tilkynningunni. Bókunarstaðan mun betri en á sama tíma í fyrra Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að það sé ánægjulegt að sjá farþegum fjölga um fimm prósent milli ára, þrátt fyrir að páskarnir hafi verið í mars í fyrra. „Þetta undirstrikar að varan og þjónustan sem við bjóðum er samkeppnishæf og eftirsóknarverð allt árið um kring, þar með talið yfir vetrarmánuðina þegar eftirspurn er almennt minni. Á sama tíma náðum við að viðhalda góðri stundvísi og áframhaldandi hárri sætanýtingu. Bókunarstaðan fyrir sumarið á markaðnum til Íslands er betri nú en á sama tíma í fyrra frá öllum mörkuðum – N-Ameríku, Evrópu og frá fjarmörkuðum. Eftirspurn á markaðnum frá Íslandi er einnig mun sterkari en á sama tíma í fyrra. Eftirspurn á markaðnum um Ísland er góð, en vegna áherslu okkar á aðra markaði, eru bókanir á þeim markaði færri en á sama tíma í fyrra. Bókunarstaðan er því almennt sterkari fyrir sumarið en á sama tíma í fyrra en við höfum orðið vör við að hægst hefur á bókunum til lengri tíma sem er skiljanlegt í ljósi óvissu í alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýlega efldum við samstarf okkar við JetBlue sem gerir meðlimum vildarklúbbs þeirra kleift að greiða fyrir flug hjá Icelandair með vildarpunktum. Við gerum ráð fyrir því að þetta stuðli að aukinni eftirspurn eftir flugi til Íslands hjá viðskiptavinum JetBlue. Þá er ánægjulegt að sjá áframhaldandi sterka eftirspurn eftir Saga Premium vörunni okkar auk þess sem vildarklúbburinn okkar hefur stækkað mikið síðustu misserin en meðlimafjöldi nálgast óðfluga tvær milljónir,“ er haft eftir Boga Nils.
Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira