„Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2025 14:31 Ingibjörg Sigurðardóttir í leiknum gegn Noregi sem endaði með markalausu jafntefli. vísir/anton Ingibjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Halldórsson segja áhugann á íslenska kvennalandsliðinu mikinn. Þau myndu samt vilja sjá betri mætingu á leiki liðsins. Ísland mætir Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag voru Ingibjörg, sem er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur, og Þorsteinn spurð út í áhugann á landsliðinu og hvort hann hafi minnkað. Þorsteinn sagðist finna fyrir miklum áhuga á íslenska liðinu en myndi kjósa að sjá fleiri mæta á leiki þess hér á landi. Um þúsund manns mættu á leikinn gegn Noregi á föstudaginn. „Það er mikill áhugi á liðinu. Það er annað að það sé áhugi á liðinu heilt yfir, hvort þú mætir á fótboltaleik eða ekki. Við finnum alveg fyrir miklum áhuga í kringum allt sem við erum að gera. Leikmenn finna alveg að þær eru eftirsóttar í ýmislegt í kringum annað heldur en að fólk sé að mæta á völlinn að horfa á þær spila,“ sagði Þorsteinn. Landsliðsþjálfarinn segir að Íslendingar eigi að vera hreyknir af því að eiga kvennalandslið í fremstu röð. Eigum að sýna það í verki „Auðvitað myndum við vilja sjá alltaf fullt og allt það. Að vera með fótboltalið sem er í úrslitakeppni meðal bestu þjóða Evrópu; mér finnst að við eigum að vera stolt af því og við eigum að sýna það í stuðningi með að mæta á völlinn. Það er mín skoðun á þessu og svo velur fólk bara hvað það gerir. Það er mín sýn ef við ætlum að kalla okkur einhverja íþróttaþjóð eigum við að sýna það í verki, sama hvort það eru konur eða karlar. Leikmenn og liðið sem heild eiga það skilið að fólk mæti á völlinn,“ sagði Þorsteinn. „En þetta er bara mín skoðun og hún breytist ekki neitt. Svo velur fólk bara hvort það mætir á völlinn eða ekki. Það er bara ákvörðun hvers og eins en ég myndi vilja sjá miklu fleira fólk á vellinum. En ég finn alveg fyrir því að það er mikill stuðningur og mikið jákvætt í kringum leikmennina.“ Sýna fordæmi Ingibjörg var spurð að því hvort hún myndi fyrir mun áhuga á íslenska liðinu núna og fyrir síðasta stórmót, EM 2022. „Ég hef eiginlega ekkert pælt í því en nei, í rauninni ekki. Ég er sammála Steina; við finnum alveg fyrir miklum stuðningi, utan vallar líka. Miðað við það sem ég hef heyrt eru mjög margir að fara að mæta á EM í sumar,“ sagði Ingibjörg. Íslendingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.vísir/anton „Síðan eru margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn. Ég held við séum svolítið á þar, miðað við aðrar þjóðir. Það eru ekki jafn margir að mæta á völlinn og það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku. Líka bara fyrir þér ungu stelpur sem koma að horfa á leikina. Þær mæta á völlinn og sjá að það er fullt af fólki sem styður við okkur. Að sýna ákveðið fordæmi fyrir þær þannig það er mjög mikilvægt að fólk komi. En ég veit ekki hvort það sé einhver munur á milli þessara ára. Það gæti verið en ég hef ekki pælt í því.“ Ingibjörg lék sinn 71. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. Hún er næstleikjahæst í íslenska hópnum á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Ísland mætir Sviss klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn fer fram á Þróttaravelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Ísland mætir Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag voru Ingibjörg, sem er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur, og Þorsteinn spurð út í áhugann á landsliðinu og hvort hann hafi minnkað. Þorsteinn sagðist finna fyrir miklum áhuga á íslenska liðinu en myndi kjósa að sjá fleiri mæta á leiki þess hér á landi. Um þúsund manns mættu á leikinn gegn Noregi á föstudaginn. „Það er mikill áhugi á liðinu. Það er annað að það sé áhugi á liðinu heilt yfir, hvort þú mætir á fótboltaleik eða ekki. Við finnum alveg fyrir miklum áhuga í kringum allt sem við erum að gera. Leikmenn finna alveg að þær eru eftirsóttar í ýmislegt í kringum annað heldur en að fólk sé að mæta á völlinn að horfa á þær spila,“ sagði Þorsteinn. Landsliðsþjálfarinn segir að Íslendingar eigi að vera hreyknir af því að eiga kvennalandslið í fremstu röð. Eigum að sýna það í verki „Auðvitað myndum við vilja sjá alltaf fullt og allt það. Að vera með fótboltalið sem er í úrslitakeppni meðal bestu þjóða Evrópu; mér finnst að við eigum að vera stolt af því og við eigum að sýna það í stuðningi með að mæta á völlinn. Það er mín skoðun á þessu og svo velur fólk bara hvað það gerir. Það er mín sýn ef við ætlum að kalla okkur einhverja íþróttaþjóð eigum við að sýna það í verki, sama hvort það eru konur eða karlar. Leikmenn og liðið sem heild eiga það skilið að fólk mæti á völlinn,“ sagði Þorsteinn. „En þetta er bara mín skoðun og hún breytist ekki neitt. Svo velur fólk bara hvort það mætir á völlinn eða ekki. Það er bara ákvörðun hvers og eins en ég myndi vilja sjá miklu fleira fólk á vellinum. En ég finn alveg fyrir því að það er mikill stuðningur og mikið jákvætt í kringum leikmennina.“ Sýna fordæmi Ingibjörg var spurð að því hvort hún myndi fyrir mun áhuga á íslenska liðinu núna og fyrir síðasta stórmót, EM 2022. „Ég hef eiginlega ekkert pælt í því en nei, í rauninni ekki. Ég er sammála Steina; við finnum alveg fyrir miklum stuðningi, utan vallar líka. Miðað við það sem ég hef heyrt eru mjög margir að fara að mæta á EM í sumar,“ sagði Ingibjörg. Íslendingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.vísir/anton „Síðan eru margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn. Ég held við séum svolítið á þar, miðað við aðrar þjóðir. Það eru ekki jafn margir að mæta á völlinn og það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku. Líka bara fyrir þér ungu stelpur sem koma að horfa á leikina. Þær mæta á völlinn og sjá að það er fullt af fólki sem styður við okkur. Að sýna ákveðið fordæmi fyrir þær þannig það er mjög mikilvægt að fólk komi. En ég veit ekki hvort það sé einhver munur á milli þessara ára. Það gæti verið en ég hef ekki pælt í því.“ Ingibjörg lék sinn 71. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. Hún er næstleikjahæst í íslenska hópnum á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Ísland mætir Sviss klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn fer fram á Þróttaravelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira