„Bæði svekktur en líka stoltur“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2025 22:44 Þorlákur Árnason er þjálfari Eyjamanna. ÍBV Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, segist vera bæði svekktur og stoltur eftir tap liðsins gegn Víking nú í kvöld. ÍBV varðist fimleg í fyrri hálfleik en fékk á sig mark snemma í seinni hálfleik og svo annað þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ég er bæði svekktur en líka stoltur. Ég er stoltur af mínu lið sem mér fannst gefa allt í þennan leik. Við vörðumst alveg gríðarlega vel í fyrri hálfleik og líka á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst sérstaklega seinna markið vera frekar ódýrt og það mark í raun klárar leikinn. Þetta er auðvitað það sem að þeir eru hrikalega sterkir í og erfitt að stoppa þá þarna. Í heildina er ég mjög stoltur af mínu liði.“ Á 55. mínútu leiksins fékk Gylfi Þór Sigurðsson að líta rautt spjald og ÍBV því manni færri þegar rúmlega hálftími lifði leiks. Liðinu tókst ágætlega að halda í boltann á þessum kafla en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Þorlákur segir ánægður með hvernig lið hafi náð að stýra leiknum á þessum kafla í leiknum en segir að það hafi vantað upp á gæðin fyrir framan markið. „Ég hugsa að það séu ekkert mörg lið sem geti pinnað Víkingana niður þó svo að þeir hafi verið einum færri. Ég ætla nú að hrósa okkur fyrir það en við vorum ekki nógu sterkir inn í vítateignum þeirra. Okkur tókst að koma okkur í ágætar stöður á síðasta þriðjungi vallarins en mér fannst vanta pínu einstaklings gæði í sóknarleikinn til að taka eitthvað með okkur út úr leiknum. Það er það sem mér þykir vera vonbrigði dagsins. Varnarleikurinn í heildina var góður en mér fannst vanta smá upp á gæðin í sóknarleiknum í heildina til að skora mark.“ Má reikna með að þið eigið eftir að reyna að bæta við ykkur einhverjum leikmönnum á meðan glugginn er enn opinn? „Þetta er bara eins hjá okkur og öðrum liðum, menn eru að fara inn og út. Við þurfum að lána leikmenn í KFS núna í lok apríl. Hópurinn er ekkert voðalega stór hjá okkur en það verða ekki miklar breytingar á okkar hóp. Við vorum að fá Matthias (Edeland) sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur. Það sama má segja um Marcel í markinu. Við erum bara að tjasla liðinu saman á síðustu stundu.“ Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem ÍBV fékk heimaleik gegn Víkingum og mætast því liðin aftur eftir 10 dag í Eyjum. Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og því ljóst að ekki verði leikið þar. Hvernig leggst það í þig að mæta Víkingum aftur eftir aðeins 10 daga? „Við erum fyrst og fremst ánægðir að fá heimaleik. Við erum búnir að spila tíu útileiki í allan vetur og ekki enn farnir að spila heima. Þannig að jú við erum bara mjög glaðir með það. Þórsvöllurinn er góður og okkur hlakkar mikið til að mæta Víkingum þar í bikarnum.“ ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
„Ég er bæði svekktur en líka stoltur. Ég er stoltur af mínu lið sem mér fannst gefa allt í þennan leik. Við vörðumst alveg gríðarlega vel í fyrri hálfleik og líka á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst sérstaklega seinna markið vera frekar ódýrt og það mark í raun klárar leikinn. Þetta er auðvitað það sem að þeir eru hrikalega sterkir í og erfitt að stoppa þá þarna. Í heildina er ég mjög stoltur af mínu liði.“ Á 55. mínútu leiksins fékk Gylfi Þór Sigurðsson að líta rautt spjald og ÍBV því manni færri þegar rúmlega hálftími lifði leiks. Liðinu tókst ágætlega að halda í boltann á þessum kafla en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Þorlákur segir ánægður með hvernig lið hafi náð að stýra leiknum á þessum kafla í leiknum en segir að það hafi vantað upp á gæðin fyrir framan markið. „Ég hugsa að það séu ekkert mörg lið sem geti pinnað Víkingana niður þó svo að þeir hafi verið einum færri. Ég ætla nú að hrósa okkur fyrir það en við vorum ekki nógu sterkir inn í vítateignum þeirra. Okkur tókst að koma okkur í ágætar stöður á síðasta þriðjungi vallarins en mér fannst vanta pínu einstaklings gæði í sóknarleikinn til að taka eitthvað með okkur út úr leiknum. Það er það sem mér þykir vera vonbrigði dagsins. Varnarleikurinn í heildina var góður en mér fannst vanta smá upp á gæðin í sóknarleiknum í heildina til að skora mark.“ Má reikna með að þið eigið eftir að reyna að bæta við ykkur einhverjum leikmönnum á meðan glugginn er enn opinn? „Þetta er bara eins hjá okkur og öðrum liðum, menn eru að fara inn og út. Við þurfum að lána leikmenn í KFS núna í lok apríl. Hópurinn er ekkert voðalega stór hjá okkur en það verða ekki miklar breytingar á okkar hóp. Við vorum að fá Matthias (Edeland) sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur. Það sama má segja um Marcel í markinu. Við erum bara að tjasla liðinu saman á síðustu stundu.“ Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem ÍBV fékk heimaleik gegn Víkingum og mætast því liðin aftur eftir 10 dag í Eyjum. Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og því ljóst að ekki verði leikið þar. Hvernig leggst það í þig að mæta Víkingum aftur eftir aðeins 10 daga? „Við erum fyrst og fremst ánægðir að fá heimaleik. Við erum búnir að spila tíu útileiki í allan vetur og ekki enn farnir að spila heima. Þannig að jú við erum bara mjög glaðir með það. Þórsvöllurinn er góður og okkur hlakkar mikið til að mæta Víkingum þar í bikarnum.“
ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17