„Bæði svekktur en líka stoltur“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2025 22:44 Þorlákur Árnason er þjálfari Eyjamanna. ÍBV Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, segist vera bæði svekktur og stoltur eftir tap liðsins gegn Víking nú í kvöld. ÍBV varðist fimleg í fyrri hálfleik en fékk á sig mark snemma í seinni hálfleik og svo annað þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ég er bæði svekktur en líka stoltur. Ég er stoltur af mínu lið sem mér fannst gefa allt í þennan leik. Við vörðumst alveg gríðarlega vel í fyrri hálfleik og líka á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst sérstaklega seinna markið vera frekar ódýrt og það mark í raun klárar leikinn. Þetta er auðvitað það sem að þeir eru hrikalega sterkir í og erfitt að stoppa þá þarna. Í heildina er ég mjög stoltur af mínu liði.“ Á 55. mínútu leiksins fékk Gylfi Þór Sigurðsson að líta rautt spjald og ÍBV því manni færri þegar rúmlega hálftími lifði leiks. Liðinu tókst ágætlega að halda í boltann á þessum kafla en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Þorlákur segir ánægður með hvernig lið hafi náð að stýra leiknum á þessum kafla í leiknum en segir að það hafi vantað upp á gæðin fyrir framan markið. „Ég hugsa að það séu ekkert mörg lið sem geti pinnað Víkingana niður þó svo að þeir hafi verið einum færri. Ég ætla nú að hrósa okkur fyrir það en við vorum ekki nógu sterkir inn í vítateignum þeirra. Okkur tókst að koma okkur í ágætar stöður á síðasta þriðjungi vallarins en mér fannst vanta pínu einstaklings gæði í sóknarleikinn til að taka eitthvað með okkur út úr leiknum. Það er það sem mér þykir vera vonbrigði dagsins. Varnarleikurinn í heildina var góður en mér fannst vanta smá upp á gæðin í sóknarleiknum í heildina til að skora mark.“ Má reikna með að þið eigið eftir að reyna að bæta við ykkur einhverjum leikmönnum á meðan glugginn er enn opinn? „Þetta er bara eins hjá okkur og öðrum liðum, menn eru að fara inn og út. Við þurfum að lána leikmenn í KFS núna í lok apríl. Hópurinn er ekkert voðalega stór hjá okkur en það verða ekki miklar breytingar á okkar hóp. Við vorum að fá Matthias (Edeland) sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur. Það sama má segja um Marcel í markinu. Við erum bara að tjasla liðinu saman á síðustu stundu.“ Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem ÍBV fékk heimaleik gegn Víkingum og mætast því liðin aftur eftir 10 dag í Eyjum. Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og því ljóst að ekki verði leikið þar. Hvernig leggst það í þig að mæta Víkingum aftur eftir aðeins 10 daga? „Við erum fyrst og fremst ánægðir að fá heimaleik. Við erum búnir að spila tíu útileiki í allan vetur og ekki enn farnir að spila heima. Þannig að jú við erum bara mjög glaðir með það. Þórsvöllurinn er góður og okkur hlakkar mikið til að mæta Víkingum þar í bikarnum.“ ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Ég er bæði svekktur en líka stoltur. Ég er stoltur af mínu lið sem mér fannst gefa allt í þennan leik. Við vörðumst alveg gríðarlega vel í fyrri hálfleik og líka á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst sérstaklega seinna markið vera frekar ódýrt og það mark í raun klárar leikinn. Þetta er auðvitað það sem að þeir eru hrikalega sterkir í og erfitt að stoppa þá þarna. Í heildina er ég mjög stoltur af mínu liði.“ Á 55. mínútu leiksins fékk Gylfi Þór Sigurðsson að líta rautt spjald og ÍBV því manni færri þegar rúmlega hálftími lifði leiks. Liðinu tókst ágætlega að halda í boltann á þessum kafla en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Þorlákur segir ánægður með hvernig lið hafi náð að stýra leiknum á þessum kafla í leiknum en segir að það hafi vantað upp á gæðin fyrir framan markið. „Ég hugsa að það séu ekkert mörg lið sem geti pinnað Víkingana niður þó svo að þeir hafi verið einum færri. Ég ætla nú að hrósa okkur fyrir það en við vorum ekki nógu sterkir inn í vítateignum þeirra. Okkur tókst að koma okkur í ágætar stöður á síðasta þriðjungi vallarins en mér fannst vanta pínu einstaklings gæði í sóknarleikinn til að taka eitthvað með okkur út úr leiknum. Það er það sem mér þykir vera vonbrigði dagsins. Varnarleikurinn í heildina var góður en mér fannst vanta smá upp á gæðin í sóknarleiknum í heildina til að skora mark.“ Má reikna með að þið eigið eftir að reyna að bæta við ykkur einhverjum leikmönnum á meðan glugginn er enn opinn? „Þetta er bara eins hjá okkur og öðrum liðum, menn eru að fara inn og út. Við þurfum að lána leikmenn í KFS núna í lok apríl. Hópurinn er ekkert voðalega stór hjá okkur en það verða ekki miklar breytingar á okkar hóp. Við vorum að fá Matthias (Edeland) sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur. Það sama má segja um Marcel í markinu. Við erum bara að tjasla liðinu saman á síðustu stundu.“ Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem ÍBV fékk heimaleik gegn Víkingum og mætast því liðin aftur eftir 10 dag í Eyjum. Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og því ljóst að ekki verði leikið þar. Hvernig leggst það í þig að mæta Víkingum aftur eftir aðeins 10 daga? „Við erum fyrst og fremst ánægðir að fá heimaleik. Við erum búnir að spila tíu útileiki í allan vetur og ekki enn farnir að spila heima. Þannig að jú við erum bara mjög glaðir með það. Þórsvöllurinn er góður og okkur hlakkar mikið til að mæta Víkingum þar í bikarnum.“
ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17