Kattahald Jökull Jörgensen skrifar 8. apríl 2025 10:30 Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili. Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn. Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þarf að horfa upp á stríalda heimilsketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn. Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningskil nema sjálfum sér. Ekki eru kettirnir þessir svangir, þeir klifra hinsvegar upp í trén og reyta ungana úr hreiðrunum, drepa þá og skilja svo hræin eftir tvist og bast. Mikið af köttum þessum eru bjöllulausir og ómerktir. Fressin ganga um og lyktarmerkja sín yfirráðasvæði. Væru karlkettir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörf þeirra að tileinka sér svæði með fúllyktandi spreyi úr þartilgerðum kyrtli hverfa. Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið. Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann. Ps. Þetta breytir því hinsvegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir, Og það versta er you coul’nt care less… Höfundur er kúasmali, tónlistamaður og dýravinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kettir Fuglar Dýr Gæludýr Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili. Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn. Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þarf að horfa upp á stríalda heimilsketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn. Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningskil nema sjálfum sér. Ekki eru kettirnir þessir svangir, þeir klifra hinsvegar upp í trén og reyta ungana úr hreiðrunum, drepa þá og skilja svo hræin eftir tvist og bast. Mikið af köttum þessum eru bjöllulausir og ómerktir. Fressin ganga um og lyktarmerkja sín yfirráðasvæði. Væru karlkettir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörf þeirra að tileinka sér svæði með fúllyktandi spreyi úr þartilgerðum kyrtli hverfa. Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið. Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann. Ps. Þetta breytir því hinsvegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir, Og það versta er you coul’nt care less… Höfundur er kúasmali, tónlistamaður og dýravinur.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar