ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Árni Sæberg skrifar 8. apríl 2025 10:33 Skiltið stendur við gatnamót Breiðholtsbrautar og Seljaskóga. Vísir/Anton Brink Íþróttafélag Reykjavíkur breytti flettiskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti í ljósaskilti án leyfis borgarinnar. Félaginu hefur nú verið skipað að slökkva á skiltinu en það má breyta því í gamaldags flettiskilti. Í síðustu viku var greint frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði krafist þess að ÍR slökkti á ljósaskiltinu. ÍR skaut þeirri ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Mikilvæg tekjulind Í kæru ÍR sagði að félagið færi fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skyldi slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði yrði úr gildi. Skiltið hefði staðið þarna árum saman, hefði fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið teldi að heimild væri fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Þá sagði að skiltið væri mikilvæg tekjulind fyrir félagið, ekki síst fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Vegagerðin verið ósátt við skiltið um árabil Í svari umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis um málið segir að byggingarfulltrúi hafi krafist þess að slökkt yrði á skiltinu í ljósi umsagnar Vegagerðarinnar frá 24. júní 2021, þar sem Vegagerðin lagðist gegn því að skiltið yrði leyft vegna umferðaröryggissjónarmiða. Aðgerðum hafi síðan frestað þar sem ÍR kærði ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Heimild sé fyrir flettiskilti á staðnum. Þess hafi ekki verið krafist að ÍR taki skiltið niður og því sé félaginu í lófa lagið að breyta því aftur í flettiskilti. Í mars 2021 hafi ÍR sótt um byggingarleyfi til að breyta flettiskiltinu í LED-skilti. Þeirri umsókn hafi verið hafnað á grundvelli fyrrnefndrar umsagnar Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggissjónarmiða. ÍR hafi kært þá synjun til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, sem hafi staðfest synjun byggingarfulltrúa um byggingarleyfi. Auglýsinga- og markaðsmál Skipulag Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði krafist þess að ÍR slökkti á ljósaskiltinu. ÍR skaut þeirri ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Mikilvæg tekjulind Í kæru ÍR sagði að félagið færi fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skyldi slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði yrði úr gildi. Skiltið hefði staðið þarna árum saman, hefði fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið teldi að heimild væri fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Þá sagði að skiltið væri mikilvæg tekjulind fyrir félagið, ekki síst fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Vegagerðin verið ósátt við skiltið um árabil Í svari umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis um málið segir að byggingarfulltrúi hafi krafist þess að slökkt yrði á skiltinu í ljósi umsagnar Vegagerðarinnar frá 24. júní 2021, þar sem Vegagerðin lagðist gegn því að skiltið yrði leyft vegna umferðaröryggissjónarmiða. Aðgerðum hafi síðan frestað þar sem ÍR kærði ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Heimild sé fyrir flettiskilti á staðnum. Þess hafi ekki verið krafist að ÍR taki skiltið niður og því sé félaginu í lófa lagið að breyta því aftur í flettiskilti. Í mars 2021 hafi ÍR sótt um byggingarleyfi til að breyta flettiskiltinu í LED-skilti. Þeirri umsókn hafi verið hafnað á grundvelli fyrrnefndrar umsagnar Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggissjónarmiða. ÍR hafi kært þá synjun til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, sem hafi staðfest synjun byggingarfulltrúa um byggingarleyfi.
Auglýsinga- og markaðsmál Skipulag Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03
Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20