Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 10:34 Þrjár kynslóðir konungsfjölskyldunnar með forsetahjónunum í norsku konungshöllinni í morgun. Frá vinstri Ingiríður prinsessa, Hákon krónprins, Mette-Marit krónprinsessa, Björn Skúlason, Halla Tómasóttir, forseti Íslands, Haraldur konungur, Sonja drottning og Ástríður prinsessa. Aldís Pálsdóttir/Det Norske Kongehus Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. Fjallað er um þessi tímamót í norska ríkisútvarpinu, NRK. Þar segir að Ingiríður hafi staðið nokkrum skrefum fyrir aftan ömmu sína og afa, konunginn og drottninguna, og tekið á móti forsetahjónunum sem var fylgt að höllinni af Hákoni krónprinsi, föður hennar. Heimsóknin er 55. ríkisheimsóknin til Noregs í valdatíð Haralds en aldrei hafa þrjár kynslóðir verið í móttökunni áður. Í frétt NRK segir að prinsessan muni auk þess taka þátt í viðburðum síðar í dag þegar Haraldur V. konungur og Sonja drottning bjóða til hádegisverðar og á hátíðarkvöldverði sem haldinn verður í konungshöllinni í kvöld. Ríkisheimsóknin er fyrsta opinbera verk Haralds í kjölfar þriggja vikna frís sem hann fór í en auk þess hefur krónprinsessan Metta-Marit verið í veikindaleyfi í um tvær vikur. Í frétt NRK kemur einnig fram að Ingiríður hafi komið til Íslands í fyrsta sinn fyrir 21 ári aðeins fimm mánaða gömul. Þá í þriggja daga opinberri heimsókn með foreldrum sínum. Prinsessan er nýútskrifuð úr hernum og fékk í síðustu viku medalíu fyrir að ljúka grunnþjálfun. Hér er Ingiríður prinsessa við útskrift úr hernum, önnur frá hægri. Vísir/EPA Í tilkynningu á vef Forseta Íslands um heimsóknina kemur fram að samhliða heimsókninni hafi viðskiptasendinefnd farið til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Nánar er fjallað um dagskrána á vef forsetans. Á morgun heimsækir forsetinn höfuðstöðvar Innovation Norway, systursamtaka Íslandsstofu, og hittir svo borgarstjóra Oslóar og síðar um kvöldið forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre. Síðdegis á miðvikudag fer fram menningarviðburður í Óslóarháskóla þar sem sjónum verður beint að bókmenntaarfi þjóðanna. Skáldin og rithöfundarnir Gerður Kristný, Knut Ødegård og Mette Karlsvik taka þar þátt í umræðum sem Halldór Guðmundsson rithöfundur stýrir. Um kvöldið býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Haraldi konungi og Sonju drottningu. Þar reiðir íslenska kokkalandsliðið fram veitingar, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Benjamín Gísli Einarsson tónskáld leikur á píanó. Á fimmtudag fylgir Hákon krónprins forsetahjónum og opinberri sendinefnd til Þrándheims, ásamt Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Noregur Forseti Íslands Kóngafólk Halla Tómasdóttir Haraldur V Noregskonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjallað er um þessi tímamót í norska ríkisútvarpinu, NRK. Þar segir að Ingiríður hafi staðið nokkrum skrefum fyrir aftan ömmu sína og afa, konunginn og drottninguna, og tekið á móti forsetahjónunum sem var fylgt að höllinni af Hákoni krónprinsi, föður hennar. Heimsóknin er 55. ríkisheimsóknin til Noregs í valdatíð Haralds en aldrei hafa þrjár kynslóðir verið í móttökunni áður. Í frétt NRK segir að prinsessan muni auk þess taka þátt í viðburðum síðar í dag þegar Haraldur V. konungur og Sonja drottning bjóða til hádegisverðar og á hátíðarkvöldverði sem haldinn verður í konungshöllinni í kvöld. Ríkisheimsóknin er fyrsta opinbera verk Haralds í kjölfar þriggja vikna frís sem hann fór í en auk þess hefur krónprinsessan Metta-Marit verið í veikindaleyfi í um tvær vikur. Í frétt NRK kemur einnig fram að Ingiríður hafi komið til Íslands í fyrsta sinn fyrir 21 ári aðeins fimm mánaða gömul. Þá í þriggja daga opinberri heimsókn með foreldrum sínum. Prinsessan er nýútskrifuð úr hernum og fékk í síðustu viku medalíu fyrir að ljúka grunnþjálfun. Hér er Ingiríður prinsessa við útskrift úr hernum, önnur frá hægri. Vísir/EPA Í tilkynningu á vef Forseta Íslands um heimsóknina kemur fram að samhliða heimsókninni hafi viðskiptasendinefnd farið til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Nánar er fjallað um dagskrána á vef forsetans. Á morgun heimsækir forsetinn höfuðstöðvar Innovation Norway, systursamtaka Íslandsstofu, og hittir svo borgarstjóra Oslóar og síðar um kvöldið forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre. Síðdegis á miðvikudag fer fram menningarviðburður í Óslóarháskóla þar sem sjónum verður beint að bókmenntaarfi þjóðanna. Skáldin og rithöfundarnir Gerður Kristný, Knut Ødegård og Mette Karlsvik taka þar þátt í umræðum sem Halldór Guðmundsson rithöfundur stýrir. Um kvöldið býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Haraldi konungi og Sonju drottningu. Þar reiðir íslenska kokkalandsliðið fram veitingar, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Benjamín Gísli Einarsson tónskáld leikur á píanó. Á fimmtudag fylgir Hákon krónprins forsetahjónum og opinberri sendinefnd til Þrándheims, ásamt Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs.
Noregur Forseti Íslands Kóngafólk Halla Tómasdóttir Haraldur V Noregskonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira