Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. apríl 2025 07:01 Tískusýning Sóleyjar Jóhannsdóttur sló í gegn í Ásmundarsal. Ásmundarsalur Gestir flykktust að í Ásmundarsal síðastliðinn laugardag þegar fatahönnuðurinn Sóley Jóhannsdóttir frumsýndi sína fyrstu fatalínu, Sleepwalker. Yfir 200 manns mættu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sóley útskrifaðist með meistaragráðu í fatahönnun frá Institut Français de la Mode í París og hefur starfað hjá tískurisum á borð við Louis Vuitton og Paul Smith. Hún hefur verið búsett í París síðastliðin 8 ár en ákvað að frumsýna sína fyrstu línu hérlendis. Línan sækir innblástur í svefngöngu og draumkennt ástand undirvitundar en Sóley segir að hún hafi fengið innblástur frá vinkonu sinni sem á það til að ganga í svefni. „Línan er innblásin af þessu draumaástandi, þegar fólk gengur um í svefni og fer að gera alls kyns rugl, eins og að klæða sig í föt á algjörlega ómeðvitaðan hátt,“ segir Sóley en þessi hughrif móta snið og hönnun línunnar, sem spanna flæðandi rómantískar flíkur yfir í grófar, stórar yfirhafnir. „Eftirvæntingin var áþreifanleg þegar fyrsta módel steig á svið og ætlaði lófataki aldrei að linna að sýningu lokinni. Bláa Lónið gaf gjafapoka, módelin komu frá Ey agency og veitingar voru í boði Ásmundarsalar. Sýningin fór fram í innsetningu Bryndísar Bolladóttur, Ljóstillífun, sem opnaði á HönnunarMars og gerði umgjörðina áhrifaríkari og upplifunina einstakari,“ segir í fréttatilkynningu frá Ásmundarsal. Hér má sjá myndir af hátísku herlegheitunum: Gestir biðu spenntir.Sóllilja Tindsdóttir Skvísulæti.Sóllilja Tindsdóttir Sigríður Margrét og Maja Mist glæsilegar tískupíur.Sóllilja Tindsdóttir Sýningin var þétt setin.Sóllilja Er um að ræða fyrstu fatalínu Sóleyjar. Ásmundarsalur Fyrirsæturnar klárar og förðunarfræðingarnir Rósa Guðbjörg og Sunna Björk sáu til þess að förðunin var upp á tíu.Sóllilja Tindsdóttir Glæsilegar töskur voru sömuleiðis áberandi.Ema Flajzarova Líf og fjör á safninu!Ema Flajzarova Ísold fyrirsæta í undirbúningi.Ólöf Rut Stefánsdóttir Gestir fylgdust grannt með afrakstri Sóleyjar. Ásmundarsalur Stórar og tilkomumiklar kápur. Ásmundarsalur Fyrirsætan Hlín gekk tískupallinn en hún hefur verið að gera það gott úti í heimi og meðal annars unnið með tískuhúsi Vivienne Westwood. Erna Bara Bernhöft í förðun.Ólöf Rut Stefánsdóttir Glæsilegt leðurfitt.Ásmundarsalur Gestir á spjalli.Sóllilja Tindsdóttir Anna Clausen stílisti og fyrirsæta leiðir hópinn. Ásmundarsalur Sóley Jóhannsdóttir fatahönnuður fagnaði virkilega vel heppnaðri sýningu.Ásmundarsalur Fyrirsæta undirbýr sig bak sviðs.Sóllilja Tindsdóttir Anna Clausen ofurtöff.Ásmundarsalur Maja Mist smellir af mynd.Sóllilja Tindsdóttir Ísold rétt áður en hún steig á tískupallinn.Sóllilja Tindsdóttir Glæsilegar fyrirsætur ásamt Sóleyju Jóhanns.Ásmundarsalur Ísold í vínrauðum leðurdraumi.Erna Stemningin var mjög góð.Ásmundarsalur Erna Lilja í sminki.Sóllilja Tindsdóttir Tískusýningin fór fram í innsetningu Bryndísar Bolladóttur, Ljóstillífun.Ásmundarsalur Hlín glæsileg en tískusýningin fór fram í öllu húsi Ásmundarsals.Ólöf Rut Stefánsdóttir Fyrirsæturnar í lok sýningarinnar.Ásmundarsalur Aníta Ósk að verða tilbúin.Sóllilja Tindsdóttir Sara í förðun hjá Sunnu Björk stjörnuförðunarfræðingi.Sóllilja Tindsdóttir Leður í lit.Ásmundarsalur Tryllt taska úr hönnun Sóleyjar.Sóllilja Tindsdóttir Klæðileg og töff snið.Ásmundarsalur Fyrirsæturnar tóku æfingu.Sóllilja Tindsdóttir Tíska og hönnun HönnunarMars Sýningar á Íslandi Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Sóley útskrifaðist með meistaragráðu í fatahönnun frá Institut Français de la Mode í París og hefur starfað hjá tískurisum á borð við Louis Vuitton og Paul Smith. Hún hefur verið búsett í París síðastliðin 8 ár en ákvað að frumsýna sína fyrstu línu hérlendis. Línan sækir innblástur í svefngöngu og draumkennt ástand undirvitundar en Sóley segir að hún hafi fengið innblástur frá vinkonu sinni sem á það til að ganga í svefni. „Línan er innblásin af þessu draumaástandi, þegar fólk gengur um í svefni og fer að gera alls kyns rugl, eins og að klæða sig í föt á algjörlega ómeðvitaðan hátt,“ segir Sóley en þessi hughrif móta snið og hönnun línunnar, sem spanna flæðandi rómantískar flíkur yfir í grófar, stórar yfirhafnir. „Eftirvæntingin var áþreifanleg þegar fyrsta módel steig á svið og ætlaði lófataki aldrei að linna að sýningu lokinni. Bláa Lónið gaf gjafapoka, módelin komu frá Ey agency og veitingar voru í boði Ásmundarsalar. Sýningin fór fram í innsetningu Bryndísar Bolladóttur, Ljóstillífun, sem opnaði á HönnunarMars og gerði umgjörðina áhrifaríkari og upplifunina einstakari,“ segir í fréttatilkynningu frá Ásmundarsal. Hér má sjá myndir af hátísku herlegheitunum: Gestir biðu spenntir.Sóllilja Tindsdóttir Skvísulæti.Sóllilja Tindsdóttir Sigríður Margrét og Maja Mist glæsilegar tískupíur.Sóllilja Tindsdóttir Sýningin var þétt setin.Sóllilja Er um að ræða fyrstu fatalínu Sóleyjar. Ásmundarsalur Fyrirsæturnar klárar og förðunarfræðingarnir Rósa Guðbjörg og Sunna Björk sáu til þess að förðunin var upp á tíu.Sóllilja Tindsdóttir Glæsilegar töskur voru sömuleiðis áberandi.Ema Flajzarova Líf og fjör á safninu!Ema Flajzarova Ísold fyrirsæta í undirbúningi.Ólöf Rut Stefánsdóttir Gestir fylgdust grannt með afrakstri Sóleyjar. Ásmundarsalur Stórar og tilkomumiklar kápur. Ásmundarsalur Fyrirsætan Hlín gekk tískupallinn en hún hefur verið að gera það gott úti í heimi og meðal annars unnið með tískuhúsi Vivienne Westwood. Erna Bara Bernhöft í förðun.Ólöf Rut Stefánsdóttir Glæsilegt leðurfitt.Ásmundarsalur Gestir á spjalli.Sóllilja Tindsdóttir Anna Clausen stílisti og fyrirsæta leiðir hópinn. Ásmundarsalur Sóley Jóhannsdóttir fatahönnuður fagnaði virkilega vel heppnaðri sýningu.Ásmundarsalur Fyrirsæta undirbýr sig bak sviðs.Sóllilja Tindsdóttir Anna Clausen ofurtöff.Ásmundarsalur Maja Mist smellir af mynd.Sóllilja Tindsdóttir Ísold rétt áður en hún steig á tískupallinn.Sóllilja Tindsdóttir Glæsilegar fyrirsætur ásamt Sóleyju Jóhanns.Ásmundarsalur Ísold í vínrauðum leðurdraumi.Erna Stemningin var mjög góð.Ásmundarsalur Erna Lilja í sminki.Sóllilja Tindsdóttir Tískusýningin fór fram í innsetningu Bryndísar Bolladóttur, Ljóstillífun.Ásmundarsalur Hlín glæsileg en tískusýningin fór fram í öllu húsi Ásmundarsals.Ólöf Rut Stefánsdóttir Fyrirsæturnar í lok sýningarinnar.Ásmundarsalur Aníta Ósk að verða tilbúin.Sóllilja Tindsdóttir Sara í förðun hjá Sunnu Björk stjörnuförðunarfræðingi.Sóllilja Tindsdóttir Leður í lit.Ásmundarsalur Tryllt taska úr hönnun Sóleyjar.Sóllilja Tindsdóttir Klæðileg og töff snið.Ásmundarsalur Fyrirsæturnar tóku æfingu.Sóllilja Tindsdóttir
Tíska og hönnun HönnunarMars Sýningar á Íslandi Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira