Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 16:05 Svona voru verksummerki eftir tilraunina í desember. Vísir/Kristín Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbanka við útibú Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi tekist hjá þeim sem voru að verki að hafa nein verðmæti með sér á brott. Þeir hafi þó unnið nokkuð tjón á bankanum. „Það var sprengiefni sett þarna inn í og það átti greinilega að reyna að sprengja hann upp. Það var þrætt út fyrir dyrnar og sprengt,“ segir Helgi. Þeir sem fóru inn í bankann munu hafa verið með hulið andlit. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins. Lögreglan bíður þess nú að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í bankanum og í kring. Helgi segir að fólk sem hafi mögulega orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða eigi myndefni frá vettvangi megi endilega hafa samband við lögregluna. Ekki í fyrsta skipti Líkt og áður segir hefur áður verið gerð tilraun til að stela úr þessum sama hraðbanka í desember. Greint var frá því að sú atburðarrás hefði náðst skýrt á öryggismyndavél. Þá hafi maður með hulið andlit bakkað stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann og jeppann. Síðan mun maðurinn hafa ekið á stað, í þeim tilgangi að hafa hraðbankann með sér á brott, en bankinn sat eftir pikkfastur. Maðurinn virðist hafa áttað sig á því að tilraunin mistókst og því farið af vettvangi. Hluti af skipulagðri glæpastarfsemi Helgi segir við fréttastofu að atvikið á föstudag sé ekki það fyrsta þar sem reynt sé að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ segir Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi tekist hjá þeim sem voru að verki að hafa nein verðmæti með sér á brott. Þeir hafi þó unnið nokkuð tjón á bankanum. „Það var sprengiefni sett þarna inn í og það átti greinilega að reyna að sprengja hann upp. Það var þrætt út fyrir dyrnar og sprengt,“ segir Helgi. Þeir sem fóru inn í bankann munu hafa verið með hulið andlit. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins. Lögreglan bíður þess nú að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í bankanum og í kring. Helgi segir að fólk sem hafi mögulega orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða eigi myndefni frá vettvangi megi endilega hafa samband við lögregluna. Ekki í fyrsta skipti Líkt og áður segir hefur áður verið gerð tilraun til að stela úr þessum sama hraðbanka í desember. Greint var frá því að sú atburðarrás hefði náðst skýrt á öryggismyndavél. Þá hafi maður með hulið andlit bakkað stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann og jeppann. Síðan mun maðurinn hafa ekið á stað, í þeim tilgangi að hafa hraðbankann með sér á brott, en bankinn sat eftir pikkfastur. Maðurinn virðist hafa áttað sig á því að tilraunin mistókst og því farið af vettvangi. Hluti af skipulagðri glæpastarfsemi Helgi segir við fréttastofu að atvikið á föstudag sé ekki það fyrsta þar sem reynt sé að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ segir Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13