Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 17:02 Ég held að við könnumst öll við augnablik og stundir þar sem náttúran talar. Ekki með orðum, heldur með þögn, hvin, skrjáfi, fuglasöng, hljóðum sem sökkva inn í vitundina. Það getur gerst á berangri á Ströndum, í grýttu hrauni á Reykjanesskaga, í ferskum ilminum af mosa eftir rigningu. Á slíkum stundum vitum við að landið hefur sögu að segja – ef við hlustum. Í nýlegri grein í Politiken er rætt við grænlensku fræðikonuna Vivi Vold, sem rannsakar hvernig náttúra og menning fléttast saman í grænlenskum veruleika og grænlenskri menningu. Hún talar um að sem fræðimaður hlusti hún á það sem náttúran hvíslar. Þessi orð sitja í mér. Þau minna mig á að náttúruvernd snýst ekki bara um lög, mótmæli og skýrslur – hún snýst líka um tengsl, næmi og minningar. Grænland og Ísland Vivi Vold lýsir því hvernig Grænlendingar sjá sjálfbærni ekki aðeins sem efnahagslegt verkefni, heldur ekki síður sem siðferðilega skyldu gagnvart forfeðrum, sögum og landinu sjálfu. Náttúran er ekki hlutlaus; hún geymir líf, hamingju, sorgir, og framtíð. Á Íslandi höfum við svipaða sögu að segja, en stundum gleymum við þessari dýpt. Við tölum um að vernda landið, en gleymum að spyrja: Hvað vill landið sjálft? Hvað segir það okkur í kyrrðinni? Við þurfum að gæta að þessari vídd í umræðunni um náttúruvernd á Íslandi. Að hlusta á landið og hafið í kring. Hugsum líka um sögu, menningu og sjálfsmynd. Við þurfum að hlusta eins og Vivi Vold hlustar – á það sem ekki er mælt í krónum eða kílóvöttum, heldur í samhengi, nærveru og minningum. Hún bendir á að landslagið í Grænlandi geymi hluti sem fólk hefur misst: tengsl, sögu, rætur. Hið sama á við hér. Þegar hraun rennur yfir óraskað svæði, glatast ekki bara plöntur og steinar – heldur hluti af því sem fólk tengdi við, hafðist við í, dró andann í. Þögn sem var. Skuggar minninga. Þegar virkjað er og vatn rennur yfir land og landslag breytist glatast líka rætur og minningar. Þegar votlendi er ræst fram glatast móar og lyng, mýrar og heimkynni fugla, söngur og sögur. Þessum megum við ekki gleyma. Hvernig breytum við okkar sýn á náttúruvernd? Við getum byrjað á einföldum hlutum. Gengið hægar um landið. Verið meðvituð um raddirnar í landslaginu. Látið sögur fólks og staða lifa í stefnumótun. Við getum spurt okkur sjálf: Hvaða landslag geymir minningarnar mínar? Hvaða fjöll, hvaða ár, hvaða fjara? Og, ef við höfum völd – hvort sem við erum ráðherrar, fræðimenn, foreldrar eða skólafólk – getum við spurt: Hvernig endurspegla gjörðir mínar og ákvarðanir virðingu við ræturnar og visku landsins? Ný náttúruvernd – gömul tengsl Íslensk náttúruvernd þarf ekki nýja hugmyndafræði – hún þarf að muna hvað hún vissi áður. Að náttúran er ekki hlutur eða hagstærð heldur líka hlustandi og miðlandi þáttur í menningunni og tilverunni. Vivi Vold sagði: „Þetta snýst ekki bara um hagfræði heldur líka um að muna ræturnar.“ Það á líka við hér. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég held að við könnumst öll við augnablik og stundir þar sem náttúran talar. Ekki með orðum, heldur með þögn, hvin, skrjáfi, fuglasöng, hljóðum sem sökkva inn í vitundina. Það getur gerst á berangri á Ströndum, í grýttu hrauni á Reykjanesskaga, í ferskum ilminum af mosa eftir rigningu. Á slíkum stundum vitum við að landið hefur sögu að segja – ef við hlustum. Í nýlegri grein í Politiken er rætt við grænlensku fræðikonuna Vivi Vold, sem rannsakar hvernig náttúra og menning fléttast saman í grænlenskum veruleika og grænlenskri menningu. Hún talar um að sem fræðimaður hlusti hún á það sem náttúran hvíslar. Þessi orð sitja í mér. Þau minna mig á að náttúruvernd snýst ekki bara um lög, mótmæli og skýrslur – hún snýst líka um tengsl, næmi og minningar. Grænland og Ísland Vivi Vold lýsir því hvernig Grænlendingar sjá sjálfbærni ekki aðeins sem efnahagslegt verkefni, heldur ekki síður sem siðferðilega skyldu gagnvart forfeðrum, sögum og landinu sjálfu. Náttúran er ekki hlutlaus; hún geymir líf, hamingju, sorgir, og framtíð. Á Íslandi höfum við svipaða sögu að segja, en stundum gleymum við þessari dýpt. Við tölum um að vernda landið, en gleymum að spyrja: Hvað vill landið sjálft? Hvað segir það okkur í kyrrðinni? Við þurfum að gæta að þessari vídd í umræðunni um náttúruvernd á Íslandi. Að hlusta á landið og hafið í kring. Hugsum líka um sögu, menningu og sjálfsmynd. Við þurfum að hlusta eins og Vivi Vold hlustar – á það sem ekki er mælt í krónum eða kílóvöttum, heldur í samhengi, nærveru og minningum. Hún bendir á að landslagið í Grænlandi geymi hluti sem fólk hefur misst: tengsl, sögu, rætur. Hið sama á við hér. Þegar hraun rennur yfir óraskað svæði, glatast ekki bara plöntur og steinar – heldur hluti af því sem fólk tengdi við, hafðist við í, dró andann í. Þögn sem var. Skuggar minninga. Þegar virkjað er og vatn rennur yfir land og landslag breytist glatast líka rætur og minningar. Þegar votlendi er ræst fram glatast móar og lyng, mýrar og heimkynni fugla, söngur og sögur. Þessum megum við ekki gleyma. Hvernig breytum við okkar sýn á náttúruvernd? Við getum byrjað á einföldum hlutum. Gengið hægar um landið. Verið meðvituð um raddirnar í landslaginu. Látið sögur fólks og staða lifa í stefnumótun. Við getum spurt okkur sjálf: Hvaða landslag geymir minningarnar mínar? Hvaða fjöll, hvaða ár, hvaða fjara? Og, ef við höfum völd – hvort sem við erum ráðherrar, fræðimenn, foreldrar eða skólafólk – getum við spurt: Hvernig endurspegla gjörðir mínar og ákvarðanir virðingu við ræturnar og visku landsins? Ný náttúruvernd – gömul tengsl Íslensk náttúruvernd þarf ekki nýja hugmyndafræði – hún þarf að muna hvað hún vissi áður. Að náttúran er ekki hlutur eða hagstærð heldur líka hlustandi og miðlandi þáttur í menningunni og tilverunni. Vivi Vold sagði: „Þetta snýst ekki bara um hagfræði heldur líka um að muna ræturnar.“ Það á líka við hér. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar