Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. apríl 2025 21:49 Bjarni Benediktsson hefur sagt skilið við stjórnmálin en hann sagði af sér þingmennsku í byrjun janúar og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Bendiktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlaði að víkja sem matvælaráðherra í starfsstjórn þar sem hann taldi sig vanhæfan til að afgreiða umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hann skipti hins vegar um skoðun tveimur vikum síðar. Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV sem hefur undir höndum erindi sem matvælaráðuneytið sendi forsætisráðuneytinu. Fram kemur í beiðninni að Bjarni ætlaði að víkja sem matvælaráðherra en hann gegndi því embætti eftir að Vinstri græn sögðu sig úr starfsstjórn eftir að Bjarni sprengi ríkisstjórnina í október árið 2024. Bjarni hafi viljað víkja þar sem venslamaður hans ætti sérstaka og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Bjarni ætlaði einnig að leggja til við forseta Íslands að staðgengill myndi taka við málinu í stað hans. Kvöldið áður en beiðnin var rituð var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntur sem fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Hins vegar snerist Bjarna hugur einungis tveimur vikum síðar og segir í beiðninni að vanhæfisástæður hans væru fallnar niður. Ekki segir í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum hverjar vanhæfisástæðurnar væru. Í viðtali í nóvember neitar Bjarni því að hann hafi vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni,“ sagði Bjarni. Hann gaf þá út leyfi til hvalveiða þann 5. desember sem gildir í fimm ár en endurnýjast ár hvert. Hvalveiðileyfið var litað af njósnum um son Jón Gunnarssonar, Gunnar Bergmann. Í leynilegum upptökum af Gunnari heyrist hann segja að Jón hefði tekið sæti á lista í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar í skiptum fyrir að Jón kæmist í stöðu til að veita Hval hf veiðileyfi. Jón og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. eru kunningjar. Bjarni neitaði einnig í viðtali að eitthvað væri til í þessum samning á milli hans og Jóns. Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV sem hefur undir höndum erindi sem matvælaráðuneytið sendi forsætisráðuneytinu. Fram kemur í beiðninni að Bjarni ætlaði að víkja sem matvælaráðherra en hann gegndi því embætti eftir að Vinstri græn sögðu sig úr starfsstjórn eftir að Bjarni sprengi ríkisstjórnina í október árið 2024. Bjarni hafi viljað víkja þar sem venslamaður hans ætti sérstaka og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Bjarni ætlaði einnig að leggja til við forseta Íslands að staðgengill myndi taka við málinu í stað hans. Kvöldið áður en beiðnin var rituð var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntur sem fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Hins vegar snerist Bjarna hugur einungis tveimur vikum síðar og segir í beiðninni að vanhæfisástæður hans væru fallnar niður. Ekki segir í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum hverjar vanhæfisástæðurnar væru. Í viðtali í nóvember neitar Bjarni því að hann hafi vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni,“ sagði Bjarni. Hann gaf þá út leyfi til hvalveiða þann 5. desember sem gildir í fimm ár en endurnýjast ár hvert. Hvalveiðileyfið var litað af njósnum um son Jón Gunnarssonar, Gunnar Bergmann. Í leynilegum upptökum af Gunnari heyrist hann segja að Jón hefði tekið sæti á lista í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar í skiptum fyrir að Jón kæmist í stöðu til að veita Hval hf veiðileyfi. Jón og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. eru kunningjar. Bjarni neitaði einnig í viðtali að eitthvað væri til í þessum samning á milli hans og Jóns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira