Fréttamönnum AP fréttaveitunnar var bannað að mæta á fjölmiðlaviðburði forsetans í Hvíta húsinu og í herflugvél í febrúar vegna ákvörðun ritstjórnar að Mexíkóflói yrði áfram kallaður það í stað Ameríkuflóa.
AP fréttaveitan var með leyfi, líkt og fleiri fjölmiðlar, til að mæta á blaðamannafundi Trump og fjalla um fyrir aðra fjölmiðla.
„Það eru forréttindi að fá flytja fréttir úr Hvíta húsinu,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, þegar greint var frá banni AP. „Enginn á rétt á því að ganga inn á skrifstofu forsetans og spyrja hann spurninga. Það er eitthvað sem mönnum er boðið að gera.“
Í dag dæmdi McFadden dómari í málinu og sagði bannið vera brot á stjórnarskrá landsins. Ekki mætti opna dyr Hvíta hússins fyrir ákveðna blaðamenn en bannað aðra vegna sjónarmiða þeirra. Fréttamenn AP fréttaveitunnar fær því aftur að sitja blaðamannafundi forsetans.
„Úrskurðurinn í dag staðfestir grundvallarrétt fjölmiðla og almennings til að tala frjálslega án hefndar stjórnvalda. Þetta er frelsi sem er tryggt öllum Bandaríkjamönnum í stjórnarskrá Bandaríkjanna,“ skrifar Lauren Easton, talsmaður AP, í tilkynningu sem BBC greinir frá.