Af hverju má Asensio spila í kvöld? Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 14:31 Asensio fagnar marki gegn Club Brugge í síðasta mánuði. Hann hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum fyrir Aston Villa. AP Photo/Darren Staples Spánverjinn Marco Asensio hefur endurfæðst á nýjum stað með Aston Villa í Birmingham-borg. Hann er á láni frá franska stórliðinu PSG en þau lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Asensio á giftugri feril en margur í Meistaradeild Evrópu og naut góðs af því að vera samningsbundinn liði Real Madrid í tæpan áratug. Hann hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, síðast árið 2022. Hann fór frá Real til PSG sumarið 2023 en gekk illa að festa sig í sessi. Unai Emery hafði elst við hann um hríð og náði loks að klófesta kappann í byrjun febrúar á þessu ári er hann kom á láni frá PSG. Asensio hefur spilað frábærlega í Birmingham og skorað átta mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum. Fleiri mörk en hann skoraði á einu og hálfu ári með PSG. Áhugamenn um enska knattspyrnu eru ef til vill óvanir því að sjá lánsmenn spila gegn félagi sem þeir eru samningsbundnir. Enda er slíkt bannað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að Lomana LuaLua skoraði jöfnunarmark gegn liði sínu Newcastle þegar hann var lánsmaður hjá Portsmouth tímabilið 2003-04 var slík reglugerð samþykkt á Englandi. Vegna hennar getur Marcus Rashford til að mynda ekki leikið fyrir Aston Villa gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin eigast við í maí. Eitt lið getur ekki haft áhrif á leikmenn annars UEFA fer eftir öðrum reglum. Reglur þess segja til um að félög megi ekki koma í veg fyrir, á neinn hátt, að leikmenn spili fyrir önnur félög. Vegna þeirra reglna mætti Aston Villa eigin lánsmanni, Samuel Iling-Junior, er það mætti Bologna fyrr í vetur. Phillippe Coutinho skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen er liðið vann frægan 8-2 sigur á Barcelona, sem þá hann var þá samningsbundinn, árið 2020. Thibaut Courtois hjálpaði þá Atlético Madrid að slá Chelsea úr keppni í undanúrslitum keppninnar árið 2014. Hann var þá lánsmaður hjá Atlético frá Chelsea. Enska félagið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku hans með því að skuldbinda Atlético til að greiða Chelsea aukalega í hvert skipti sem hann mætti þeim bláklæddu en UEFA, í samræmi við ofangreindar reglur sambandsins, ógilti allar slíkar klásúlur í lánssamningi félaganna. Munar um minna Asensio er því frjálst að spila gegn Paris Saint-Germain í kvöld og munar um minna fyrir reynslulítið Villa-lið að hafa margfaldan Meistaradeildarsigurvegara innan sinna raða. Asensio hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum hingað til og virðist ljóst að Aston Villa muni gera allt til að festa kaup á kappanum í sumar. Þó er engin klásúla í lánssamningi liðanna um kaupverð. Asensio verður í það minnsta leikmaður Villa fram á sumarið og mun takast á við liðsfélaga sína í Parísarborg í kvöld. Leikur Paris Saint-Germain og Aston Villa hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma fer fram leikur Barcelona og Dortmund á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Asensio á giftugri feril en margur í Meistaradeild Evrópu og naut góðs af því að vera samningsbundinn liði Real Madrid í tæpan áratug. Hann hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, síðast árið 2022. Hann fór frá Real til PSG sumarið 2023 en gekk illa að festa sig í sessi. Unai Emery hafði elst við hann um hríð og náði loks að klófesta kappann í byrjun febrúar á þessu ári er hann kom á láni frá PSG. Asensio hefur spilað frábærlega í Birmingham og skorað átta mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum. Fleiri mörk en hann skoraði á einu og hálfu ári með PSG. Áhugamenn um enska knattspyrnu eru ef til vill óvanir því að sjá lánsmenn spila gegn félagi sem þeir eru samningsbundnir. Enda er slíkt bannað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að Lomana LuaLua skoraði jöfnunarmark gegn liði sínu Newcastle þegar hann var lánsmaður hjá Portsmouth tímabilið 2003-04 var slík reglugerð samþykkt á Englandi. Vegna hennar getur Marcus Rashford til að mynda ekki leikið fyrir Aston Villa gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin eigast við í maí. Eitt lið getur ekki haft áhrif á leikmenn annars UEFA fer eftir öðrum reglum. Reglur þess segja til um að félög megi ekki koma í veg fyrir, á neinn hátt, að leikmenn spili fyrir önnur félög. Vegna þeirra reglna mætti Aston Villa eigin lánsmanni, Samuel Iling-Junior, er það mætti Bologna fyrr í vetur. Phillippe Coutinho skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen er liðið vann frægan 8-2 sigur á Barcelona, sem þá hann var þá samningsbundinn, árið 2020. Thibaut Courtois hjálpaði þá Atlético Madrid að slá Chelsea úr keppni í undanúrslitum keppninnar árið 2014. Hann var þá lánsmaður hjá Atlético frá Chelsea. Enska félagið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku hans með því að skuldbinda Atlético til að greiða Chelsea aukalega í hvert skipti sem hann mætti þeim bláklæddu en UEFA, í samræmi við ofangreindar reglur sambandsins, ógilti allar slíkar klásúlur í lánssamningi félaganna. Munar um minna Asensio er því frjálst að spila gegn Paris Saint-Germain í kvöld og munar um minna fyrir reynslulítið Villa-lið að hafa margfaldan Meistaradeildarsigurvegara innan sinna raða. Asensio hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum hingað til og virðist ljóst að Aston Villa muni gera allt til að festa kaup á kappanum í sumar. Þó er engin klásúla í lánssamningi liðanna um kaupverð. Asensio verður í það minnsta leikmaður Villa fram á sumarið og mun takast á við liðsfélaga sína í Parísarborg í kvöld. Leikur Paris Saint-Germain og Aston Villa hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma fer fram leikur Barcelona og Dortmund á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð