Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 12:56 Sólveig Anna segir framkomu borgarstarfsmannsins hafa verið til háborinnar skammar og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu; Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í Facebook-færslu, að fulltrúi borgarinnar hafi á fundi vegna mygluvandamála í leiksskóla, harðneitað að túlkað yrði fyrir þá sem ekki skildu íslensku. Sólveig Anna segir um að ræða sanna sögu úr borginni en hún lætur ekki fylgja með um hvaða leiksskóla var að ræða né heldur nefnir hún fulltrúa borgarinnar sem var svona harður á meiningunni. Því hafnað alfarið að túlkað yrði „Í gær var haldinn fundur vegna mygluvandamála í leikskóla einum. Á fundinum voru stjórnendur, foreldrar, starfsfólk og í það minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg. Fólk spurði ýmissa spurninga og almennt var upplifunin sú að fulltrúar borgarinnar væru ekki nægilega vel undirbúnir.“ Sólveig Anna segir að á fundinum hafi verið bæði foreldrar og starfsmenn af erlendum uppruna. Einhver þeirra spurðu spurninga á ensku en sá fulltrúi borgarinnar sem sat fyrir svörum tilkynnti þá að fundurinn færi eingöngu fram á íslensku. „Þegar að fundargestir sögðust vera tilbúnir til að túlka var því hafnað af fulltrúa borgarinnar. Að þessum samskiptum loknum hunsaði hann allar spurningar sem að settar voru fram á ensku.“ Framkoma til háborinnar skammar Sólveig segir að sér hafi verið sagt frá þessu af trúnaðarmanni Eflingar á umræddum leikskóla, sem var ásamt starfsfólki afar brugðið vegna þessarar framkomu. „Þau upplifðu mikla vanvirðingu. Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum.“ Sólveig segir framkomuna til háborinnar skammar, leiksskólar í Reykjavík séu fjölþjóðlegir. Þar starfi fólk með fjölbreyttan uppruna og þar dvelja börn alls staðar að úr heiminum. „Það er einfaldlega skylda starfsmanna að viðurkenna þessa staðreynd og vinna með fólki, hvort sem það talar íslensku eða ekki. Virðing og vinskapur gagnvart öllu starfsfólki og öllum foreldrum verður að vera til staðar. Annað gengur ekki.“ Reykjavík Leikskólar Innflytjendamál Mygla Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Sólveig Anna segir um að ræða sanna sögu úr borginni en hún lætur ekki fylgja með um hvaða leiksskóla var að ræða né heldur nefnir hún fulltrúa borgarinnar sem var svona harður á meiningunni. Því hafnað alfarið að túlkað yrði „Í gær var haldinn fundur vegna mygluvandamála í leikskóla einum. Á fundinum voru stjórnendur, foreldrar, starfsfólk og í það minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg. Fólk spurði ýmissa spurninga og almennt var upplifunin sú að fulltrúar borgarinnar væru ekki nægilega vel undirbúnir.“ Sólveig Anna segir að á fundinum hafi verið bæði foreldrar og starfsmenn af erlendum uppruna. Einhver þeirra spurðu spurninga á ensku en sá fulltrúi borgarinnar sem sat fyrir svörum tilkynnti þá að fundurinn færi eingöngu fram á íslensku. „Þegar að fundargestir sögðust vera tilbúnir til að túlka var því hafnað af fulltrúa borgarinnar. Að þessum samskiptum loknum hunsaði hann allar spurningar sem að settar voru fram á ensku.“ Framkoma til háborinnar skammar Sólveig segir að sér hafi verið sagt frá þessu af trúnaðarmanni Eflingar á umræddum leikskóla, sem var ásamt starfsfólki afar brugðið vegna þessarar framkomu. „Þau upplifðu mikla vanvirðingu. Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum.“ Sólveig segir framkomuna til háborinnar skammar, leiksskólar í Reykjavík séu fjölþjóðlegir. Þar starfi fólk með fjölbreyttan uppruna og þar dvelja börn alls staðar að úr heiminum. „Það er einfaldlega skylda starfsmanna að viðurkenna þessa staðreynd og vinna með fólki, hvort sem það talar íslensku eða ekki. Virðing og vinskapur gagnvart öllu starfsfólki og öllum foreldrum verður að vera til staðar. Annað gengur ekki.“
Reykjavík Leikskólar Innflytjendamál Mygla Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira