Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2025 23:01 Sigrún segir ekki það sama að foreldrar horfi á þættina með börnum sínum og að heilum bekk séu sýndir þættirnir í skólanum. Samsett Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu. Fjallað var um það fyrr í dag að landlæknisembættið hefði sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst var gegn því að nemendum verði sérstaklega sýndir þættirnir Adolescence. „Þarna er ekki um ræða gagnreynda nálgun að ræða. Þetta er ekki efni sem er framleitt sem forvarnarefni. Þetta er sjónvarpsefni og fyrst og fremst listrænt verk, eins og önnur kvikmyndaverk og sjónvarpsefni. Forvarnir lúta öðrum lögmálum en slíkt efni,“ segir Sigrún sem ræddi bréfið og innihald þess í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir efni sem ekki sé hannað í þeim tilgangi að vera forvörn geti skaðað. Efni sem sé hannað til að vera listrænt efni eins og þetta sé hannað til að skapa viðbrögð, ótta eða skömm, og hafa sjokkerandi efni. „Það eru einmitt dæmi um forvarnir sem almennt eru ekki taldar vera gagnlegar,“ segir Sigrún og að slíkt efni vinni ekki í áttina að því að breyta hegðun fólks. Forvörnum sé ætla að reyna að breyta hegðun fólks eða viðhorfum og fyrirbyggja eitthvað. „Þá þarf aðra nálgun.“ Sigrún segir bréfið hafa verið sent á skólastjórnendur og þá sem vinna með börnum til að koma í veg fyrir að það kæmi til umræðu að sýna þættina. „Þetta eru þættir sem hafa vakið sterk viðbrögð í samfélaginu og eru sem sjónvarpsefni gott og gilt sem slíkt. Þau hafa vakið sterka samfélagsumræðu þannig við gátum alveg ímyndað okkur að einhverjum finndist þetta vera tilvalið að nýta í forvarnartilgangi, og erum þarna að benda á að það sé ekki heppileg nálgun og kannski ekki síst að nota tækifærið til að benda á hvað er þá heppileg nálgun. Hvaða nálgun viljum við mæla með að skólarnir séu að fara og þeir sem eru að vinna með börnum.“ Sigrún segir það ekki endilega eins að foreldrar ákveði að horfa með barninu sínu og að skólar sýni þættina í forvarnarskyni. Foreldrar þekki börnin sín og viti hvað er gott fyrir þau. „Börn eru með allskonar bakgrunn og allskonar lífsreynslu að baki. Sem foreldri, ef þetta er eitthvað sem þú telur að þetta sé eitthvað gagnlegt sem þið getið horft á saman þá er mikilvætt að taka bara almennilega umræðu í kringum þetta.“ Kennarar ekki allir með réttu bjargráðin Í bréfi landlæknis til kennara er varað við því að sumir kennarar séu mögulega ekki með bjargráð til að bregðast við þeim viðbrögðum sem börnin gætu sýnt eftir ð hafa horft á þættina. Um þetta segir Sigrún að kennara séu auðvitað fagfólk og færa að takast á við flest sem kemur upp í skólastofunni en svona efni geti verið triggerandi fyrir börn sem hafi til dæmis upplifað ofbeldi eða eitthvað líkt því. Börn séu ólík og viðbrögð þeirra geti verið ólík eftir þeirra bakgrunni og upplifunum. Hvort þetta sé forræðishyggja segir Sigrún starfsmenn embættisins vinna við það að efla lýðheilsu og þau vilji vera í góðu samtali við skóla landsins og almenning. „Okkar hlutverk er að koma því á framfæri sem við teljum vera heppilegt og síður heppilegt. Það er okkar hlutverk að benda á það,“ segir Sigrún og að yfirleitt séu viðbrögðin frá skólunum góð þegar þau bendi á eitthvað svona. Skólarnir vilji gera vel og ekki gera eitthvað sem sé ekki mælt með eða árangursríkt í forvörnum. Þau vilji fara vel með tímann sinn og hafa áherslur sem séu líklegar til að bera árangur. Sigrún segir mikilvægt að muna að börn og ungmenni, séu ekki fullþroska einstaklingar og þau meðtaki efni, áreiti og reynslu á annan hátt en fullorðnir. „Þau eru ekki litlir fullorðnir og þegar það er aldurstakmark á efni er það gert á þeim forsendum að þau hafi ekki forsendur til að meðtaka það sem er verið að bera á borð þannig að þau geti unnið úr þeim upplýsingum og lífsreynslu á sem heppilegasta máta.“ Fórnarlambið ósýnilegt Í bréfi embættisins var einnig talað um að í stað þess að koma í veg fyrir gæti svona efni stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum. Sigrún segir þannig efnið kannski sýnt til að vekja ótta eða sjokkera en það geti haft öfug áhrif. Sjónarhornið í þáttunum sé til dæmis alfarið frá gerandanum séð. Fórnarlambið sé þögult og nánast ósýnilegt og þannig geti efnið vakið samúð með gerandanum. „Það eitt og sér getur verið triggerandi fyrir þolendur en getur líka, fyrir þeim sem eru viðkvæmir fyrir þannig skilaboðum, skilið ákveðna einstaklinga með þá hugsun að það sé lógísk skýring á því af hverju gerandinn gerir það sem hann gerir. Það sé skiljanlegt og getur þannig styrkt enn frekar skoðanir um að undir einhverjum kringumstæðum sé svona hegðun jafnvel réttlætanleg.“ Sigrún segist sjálf hafa séð þættina og henni hafi, eins og mörgum öðrum, þótt þeir gott innlegg í samfélagsumræðuna og samtímann. „En það er það sem skilur, þó að eitthvað sé gott sjónvarpsefni, gott innlegg í samfélagsumræðu þýðir það ekki sjálfkrafa að þetta sé heppilegt forvarnarefni inn í skóla.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Bretland Grunnskólar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Tengdar fréttir Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Sérsveitin brýtur niður dyrnar á heimili venjulegrar fjölskyldu í breskum bæ og handtekur þrettán ára dreng. Hann er grunaður um að hafa myrt bekkjarsystur sína en neitar staðfastlega sök. 21. mars 2025 07:00 Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar sem benda til þess að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili þar lykilhlutverk en mikilvægt sé að sporna gegn hatursorðræðu. 5. apríl 2025 12:01 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í dag að landlæknisembættið hefði sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst var gegn því að nemendum verði sérstaklega sýndir þættirnir Adolescence. „Þarna er ekki um ræða gagnreynda nálgun að ræða. Þetta er ekki efni sem er framleitt sem forvarnarefni. Þetta er sjónvarpsefni og fyrst og fremst listrænt verk, eins og önnur kvikmyndaverk og sjónvarpsefni. Forvarnir lúta öðrum lögmálum en slíkt efni,“ segir Sigrún sem ræddi bréfið og innihald þess í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir efni sem ekki sé hannað í þeim tilgangi að vera forvörn geti skaðað. Efni sem sé hannað til að vera listrænt efni eins og þetta sé hannað til að skapa viðbrögð, ótta eða skömm, og hafa sjokkerandi efni. „Það eru einmitt dæmi um forvarnir sem almennt eru ekki taldar vera gagnlegar,“ segir Sigrún og að slíkt efni vinni ekki í áttina að því að breyta hegðun fólks. Forvörnum sé ætla að reyna að breyta hegðun fólks eða viðhorfum og fyrirbyggja eitthvað. „Þá þarf aðra nálgun.“ Sigrún segir bréfið hafa verið sent á skólastjórnendur og þá sem vinna með börnum til að koma í veg fyrir að það kæmi til umræðu að sýna þættina. „Þetta eru þættir sem hafa vakið sterk viðbrögð í samfélaginu og eru sem sjónvarpsefni gott og gilt sem slíkt. Þau hafa vakið sterka samfélagsumræðu þannig við gátum alveg ímyndað okkur að einhverjum finndist þetta vera tilvalið að nýta í forvarnartilgangi, og erum þarna að benda á að það sé ekki heppileg nálgun og kannski ekki síst að nota tækifærið til að benda á hvað er þá heppileg nálgun. Hvaða nálgun viljum við mæla með að skólarnir séu að fara og þeir sem eru að vinna með börnum.“ Sigrún segir það ekki endilega eins að foreldrar ákveði að horfa með barninu sínu og að skólar sýni þættina í forvarnarskyni. Foreldrar þekki börnin sín og viti hvað er gott fyrir þau. „Börn eru með allskonar bakgrunn og allskonar lífsreynslu að baki. Sem foreldri, ef þetta er eitthvað sem þú telur að þetta sé eitthvað gagnlegt sem þið getið horft á saman þá er mikilvætt að taka bara almennilega umræðu í kringum þetta.“ Kennarar ekki allir með réttu bjargráðin Í bréfi landlæknis til kennara er varað við því að sumir kennarar séu mögulega ekki með bjargráð til að bregðast við þeim viðbrögðum sem börnin gætu sýnt eftir ð hafa horft á þættina. Um þetta segir Sigrún að kennara séu auðvitað fagfólk og færa að takast á við flest sem kemur upp í skólastofunni en svona efni geti verið triggerandi fyrir börn sem hafi til dæmis upplifað ofbeldi eða eitthvað líkt því. Börn séu ólík og viðbrögð þeirra geti verið ólík eftir þeirra bakgrunni og upplifunum. Hvort þetta sé forræðishyggja segir Sigrún starfsmenn embættisins vinna við það að efla lýðheilsu og þau vilji vera í góðu samtali við skóla landsins og almenning. „Okkar hlutverk er að koma því á framfæri sem við teljum vera heppilegt og síður heppilegt. Það er okkar hlutverk að benda á það,“ segir Sigrún og að yfirleitt séu viðbrögðin frá skólunum góð þegar þau bendi á eitthvað svona. Skólarnir vilji gera vel og ekki gera eitthvað sem sé ekki mælt með eða árangursríkt í forvörnum. Þau vilji fara vel með tímann sinn og hafa áherslur sem séu líklegar til að bera árangur. Sigrún segir mikilvægt að muna að börn og ungmenni, séu ekki fullþroska einstaklingar og þau meðtaki efni, áreiti og reynslu á annan hátt en fullorðnir. „Þau eru ekki litlir fullorðnir og þegar það er aldurstakmark á efni er það gert á þeim forsendum að þau hafi ekki forsendur til að meðtaka það sem er verið að bera á borð þannig að þau geti unnið úr þeim upplýsingum og lífsreynslu á sem heppilegasta máta.“ Fórnarlambið ósýnilegt Í bréfi embættisins var einnig talað um að í stað þess að koma í veg fyrir gæti svona efni stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum. Sigrún segir þannig efnið kannski sýnt til að vekja ótta eða sjokkera en það geti haft öfug áhrif. Sjónarhornið í þáttunum sé til dæmis alfarið frá gerandanum séð. Fórnarlambið sé þögult og nánast ósýnilegt og þannig geti efnið vakið samúð með gerandanum. „Það eitt og sér getur verið triggerandi fyrir þolendur en getur líka, fyrir þeim sem eru viðkvæmir fyrir þannig skilaboðum, skilið ákveðna einstaklinga með þá hugsun að það sé lógísk skýring á því af hverju gerandinn gerir það sem hann gerir. Það sé skiljanlegt og getur þannig styrkt enn frekar skoðanir um að undir einhverjum kringumstæðum sé svona hegðun jafnvel réttlætanleg.“ Sigrún segist sjálf hafa séð þættina og henni hafi, eins og mörgum öðrum, þótt þeir gott innlegg í samfélagsumræðuna og samtímann. „En það er það sem skilur, þó að eitthvað sé gott sjónvarpsefni, gott innlegg í samfélagsumræðu þýðir það ekki sjálfkrafa að þetta sé heppilegt forvarnarefni inn í skóla.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Bretland Grunnskólar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Tengdar fréttir Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Sérsveitin brýtur niður dyrnar á heimili venjulegrar fjölskyldu í breskum bæ og handtekur þrettán ára dreng. Hann er grunaður um að hafa myrt bekkjarsystur sína en neitar staðfastlega sök. 21. mars 2025 07:00 Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar sem benda til þess að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili þar lykilhlutverk en mikilvægt sé að sporna gegn hatursorðræðu. 5. apríl 2025 12:01 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Sérsveitin brýtur niður dyrnar á heimili venjulegrar fjölskyldu í breskum bæ og handtekur þrettán ára dreng. Hann er grunaður um að hafa myrt bekkjarsystur sína en neitar staðfastlega sök. 21. mars 2025 07:00
Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar sem benda til þess að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili þar lykilhlutverk en mikilvægt sé að sporna gegn hatursorðræðu. 5. apríl 2025 12:01