Innlent

Al­var­leg frá­vik í með­ferð og um­gengni við hryssur í blóð­töku

Lovísa Arnardóttir skrifar
Skjáskot úr myndefninu sem tekið var í september á síðasta ári.
Skjáskot úr myndefninu sem tekið var í september á síðasta ári. Stöð 2

Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku.

Í svörum frá rekstraraðila kemur fram kvörtunarferill hafi verið virkjaður og að einn einstaklingur hafi gengið of langt. Þessi einstaklingur muni ekki koma að meðferð hrossa á vegum rekstraraðilans meðan heimild hans til blóðtöku er í gildi.

Stofnunin segir einnig í tilkynningu að í sömu skoðun hafi starfsaðferðir dýralækna við blóðtöku verið skoðaðar og að í einstaka tilfellum hefðu læknarnir getað brugðist hraðar við þegar blóðtakan gekk ekki vel.

Heildarmat stofnunarinnar er þó að þær starfsaðferðir sem hafi verið viðhafðar hafi verið innan viðmiða sem gilda um starfshætti, verklag og ábyrgð dýralækna.

„Í ljósi viðbragða og úrbóta rekstraraðilans til að slík atvik eigi sér ekki stað og málsatvika í heild sinni, sem sýna að starfsemin var heilt yfir í samræmi við settar verklagreglur, hefur Matvælastofnun ákveðið að loka málinu,“ segir að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×