„Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 22:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir stjórnarandstöðuna í nefndum. Fyrsta umræða sé því fyrsta tækifæri andstöðunnar til að koma sínum athugasemdum að. Stöð 2 Ríkisstjórnin segir stjórnarandstöðuna standa fyrir málþófi til að hindra að þingmál komist til nefnda fyrir páska. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir þingið í nefndum Gert er ráð fyrir að þingfundur standi yfir langt fram eftir kvöldi en þingflokksformenn ræddu sín á milli í dag vegna stöðunnar. Í gærkvöldi var fundað langt fram á kvöld og voru langar umræður um lítt umdeild mál. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður var stödd niðri á þingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi þar við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og formann atvinnuveganefndar, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokks. Sigurjón, er þetta málþóf? „Jú, jú, þetta er málþóf,“ sagði Sigurjón. Sigurjón segir mikilvægt fyrir ásýnd þingsins að stjórn og stjórnarandstaða nái saman. „Þegar það er verið að ræða tímunum saman, fimm tíma, um Grindavíkurmál sem allir eru sammála um að greiða í gegnum þingið og hefur verið samstaða fram á þennan dag að setja í forgang þá er það málþóf.“ „En vissulega vonar maður að það sé hægt að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna því það skiptir verulega miklu máli fyrir ásýnd þingsins að við lendum þessu í góðu samkomulagi og förum þá glöð inn í páskafríið. Þetta snýst einfaldlega líka um það að samfélagið fái þessi mál sem eru hér á dagskrá inn til umsagnar þannig við getum hafið vinnuna á krafti á ný inni í nefndnunum,“ sagði hann. Áslaug, hver er tilgangurinn? Er verið að reyna að tefja? „Ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kynnst málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf. Hér er um að ræða stór og mikilvæg mál í fyrstu umræðu þingsins, hvort sem það er fjármálaáætlun eða stefnan í síðustu viku, mennta- og orkumál og málefni Grindvíkinga,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug Arna telur ríkisstjórnina vaða yfir þingið með framkomu sinni í nefndum. „Það hefur verið þannig að þessi ríkisstjórn hefur vaðið svolítið yfir löggjafarþingið, að okkar mati, í allri vinnu í nefndunum. Bannað gestakomur og umræður um breytingar á frumvörpum.“ „Þannig að fyrsta umræðan er eiginlega okkar tækifæri til að koma okkar athugasemdum á framfæri til að eiga von um það að löggjafarþingið vinni hér faglega úr þeim málum. Enda er Alþingi ekki stimpilpúði ráðherranna,“ sagði hún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Gert er ráð fyrir að þingfundur standi yfir langt fram eftir kvöldi en þingflokksformenn ræddu sín á milli í dag vegna stöðunnar. Í gærkvöldi var fundað langt fram á kvöld og voru langar umræður um lítt umdeild mál. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður var stödd niðri á þingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi þar við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og formann atvinnuveganefndar, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokks. Sigurjón, er þetta málþóf? „Jú, jú, þetta er málþóf,“ sagði Sigurjón. Sigurjón segir mikilvægt fyrir ásýnd þingsins að stjórn og stjórnarandstaða nái saman. „Þegar það er verið að ræða tímunum saman, fimm tíma, um Grindavíkurmál sem allir eru sammála um að greiða í gegnum þingið og hefur verið samstaða fram á þennan dag að setja í forgang þá er það málþóf.“ „En vissulega vonar maður að það sé hægt að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna því það skiptir verulega miklu máli fyrir ásýnd þingsins að við lendum þessu í góðu samkomulagi og förum þá glöð inn í páskafríið. Þetta snýst einfaldlega líka um það að samfélagið fái þessi mál sem eru hér á dagskrá inn til umsagnar þannig við getum hafið vinnuna á krafti á ný inni í nefndnunum,“ sagði hann. Áslaug, hver er tilgangurinn? Er verið að reyna að tefja? „Ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kynnst málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf. Hér er um að ræða stór og mikilvæg mál í fyrstu umræðu þingsins, hvort sem það er fjármálaáætlun eða stefnan í síðustu viku, mennta- og orkumál og málefni Grindvíkinga,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug Arna telur ríkisstjórnina vaða yfir þingið með framkomu sinni í nefndum. „Það hefur verið þannig að þessi ríkisstjórn hefur vaðið svolítið yfir löggjafarþingið, að okkar mati, í allri vinnu í nefndunum. Bannað gestakomur og umræður um breytingar á frumvörpum.“ „Þannig að fyrsta umræðan er eiginlega okkar tækifæri til að koma okkar athugasemdum á framfæri til að eiga von um það að löggjafarþingið vinni hér faglega úr þeim málum. Enda er Alþingi ekki stimpilpúði ráðherranna,“ sagði hún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira