Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifa 10. apríl 2025 11:01 Hugverkaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Mikil tækifæri eru til frekari vaxtar í greininni en hún glímir við skort á sérfræðimenntuðu starfsfólki. Vegna þess að innlent menntakerfi nær ekki að mæta þörf greinarinnar fyrir mannauði er þörf á sækja það vinnuafl erlendis frá. Umsóknarferli um dvalar- og atvinnuleyfi eru hins vegar flókin, tímafrek og ófyrirsjáanleg. Þetta skapar óvissu og tafir sem draga úr vaxtarmöguleikum fyrirtækja í greininni. Samtök iðnaðarins kalla eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja að framboð sérfræðinga haldist í hendur við vöxt greinarinnar. Árið 2024 voru útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 309 milljarðar króna og höfðu þær þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Útflutningstekjur greinarinnar höfðu aldrei áður verið þetta háar. Með vexti greinarinnar er hagkerfið að verða hugverkadrifið og ef rétt er haldið á spilunum eru tækifærin til frekari vaxtar óþrjótandi til hagsbóta fyrir lífsgæði landsmanna. Ef áætlanir fyrirtækjanna í greininni ganga eftir mun greinin tvöfalda útflutningstekjur sínar aftur á næstu fimm árum og að líkindum verða verðmætasta útflutningstoð hagkerfisins. Sérfræðimenntað starfsfólk er lykillinn að þessari þróun en fyrirtæki í greininni eiga erfitt með að manna mikilvæg störf. Fyrirtækin nefna bæði tæknigreinar og stuðningshlutverk, til að mynda er þörf fyrir forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník, reynslumikla sölumenn og markaðsfólk með alþjóðlega sýn, ásamt sérfræðingum í gæðastjórnun og sjálfbærni. Samtök iðnaðarins hafa á síðastliðnum árum ítrekað bent á þessa þróun og gáfu m.a. út greiningu árið 2024 byggðri á könnun á meðal félagsmanna í greininni sem sýndi fram á að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðingum um allt að 9.000 á næstu fimm árum til að fylgja eftir vaxtaáætlunum sínum. Mörg fyrirtæki í hugverkaiðnaði bíða nú eftir úrlausn umsókna og í þeirri bið glatast dýrmæt tækifæri til vaxtar. Það skiptir máli að Ísland bjóði upp á samkeppnishæf skilyrði annars bíða vaxtartækifæri greinarinnar á biðstofunni. Auðlind hugverkaiðnaðarins er hugvit og nýsköpun sem byggir á rannsóknar- og þróunarstarfi. Í greininni er framleiðni meiri en að jafnaði í öðrum greinum hagkerfisins og viðfangsefni hennar mörg hver að finna lausnir á helstu áskorunum samfélagsins hvort sem er í loftslagsmálum, heilbrigðisþjónustu eða innviðum. Leiðin til að auka lífsgæði landsmanna er að styðja við áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar. Til þess þarf að tryggja að nægjanlegt framboð sérfræðinga sé fyrir hendi. Það krefst bæði öflugs menntakerfis og markvissra aðgerða til að einfalda aðgengi að alþjóðlegum sérfræðingum. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar ef nýsköpun, verðmætasköpun og útflutningur á grunni hugverka eigi að halda áfram að vaxa í þágu íslensks samfélags. Erla Tinna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Mikil tækifæri eru til frekari vaxtar í greininni en hún glímir við skort á sérfræðimenntuðu starfsfólki. Vegna þess að innlent menntakerfi nær ekki að mæta þörf greinarinnar fyrir mannauði er þörf á sækja það vinnuafl erlendis frá. Umsóknarferli um dvalar- og atvinnuleyfi eru hins vegar flókin, tímafrek og ófyrirsjáanleg. Þetta skapar óvissu og tafir sem draga úr vaxtarmöguleikum fyrirtækja í greininni. Samtök iðnaðarins kalla eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja að framboð sérfræðinga haldist í hendur við vöxt greinarinnar. Árið 2024 voru útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 309 milljarðar króna og höfðu þær þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Útflutningstekjur greinarinnar höfðu aldrei áður verið þetta háar. Með vexti greinarinnar er hagkerfið að verða hugverkadrifið og ef rétt er haldið á spilunum eru tækifærin til frekari vaxtar óþrjótandi til hagsbóta fyrir lífsgæði landsmanna. Ef áætlanir fyrirtækjanna í greininni ganga eftir mun greinin tvöfalda útflutningstekjur sínar aftur á næstu fimm árum og að líkindum verða verðmætasta útflutningstoð hagkerfisins. Sérfræðimenntað starfsfólk er lykillinn að þessari þróun en fyrirtæki í greininni eiga erfitt með að manna mikilvæg störf. Fyrirtækin nefna bæði tæknigreinar og stuðningshlutverk, til að mynda er þörf fyrir forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník, reynslumikla sölumenn og markaðsfólk með alþjóðlega sýn, ásamt sérfræðingum í gæðastjórnun og sjálfbærni. Samtök iðnaðarins hafa á síðastliðnum árum ítrekað bent á þessa þróun og gáfu m.a. út greiningu árið 2024 byggðri á könnun á meðal félagsmanna í greininni sem sýndi fram á að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðingum um allt að 9.000 á næstu fimm árum til að fylgja eftir vaxtaáætlunum sínum. Mörg fyrirtæki í hugverkaiðnaði bíða nú eftir úrlausn umsókna og í þeirri bið glatast dýrmæt tækifæri til vaxtar. Það skiptir máli að Ísland bjóði upp á samkeppnishæf skilyrði annars bíða vaxtartækifæri greinarinnar á biðstofunni. Auðlind hugverkaiðnaðarins er hugvit og nýsköpun sem byggir á rannsóknar- og þróunarstarfi. Í greininni er framleiðni meiri en að jafnaði í öðrum greinum hagkerfisins og viðfangsefni hennar mörg hver að finna lausnir á helstu áskorunum samfélagsins hvort sem er í loftslagsmálum, heilbrigðisþjónustu eða innviðum. Leiðin til að auka lífsgæði landsmanna er að styðja við áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar. Til þess þarf að tryggja að nægjanlegt framboð sérfræðinga sé fyrir hendi. Það krefst bæði öflugs menntakerfis og markvissra aðgerða til að einfalda aðgengi að alþjóðlegum sérfræðingum. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar ef nýsköpun, verðmætasköpun og útflutningur á grunni hugverka eigi að halda áfram að vaxa í þágu íslensks samfélags. Erla Tinna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun