Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Jón Þór Stefánsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 10. apríl 2025 12:00 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Haraldur Noregskonungur við hátíðarkvöldverðinn. Skrifstofa forseta Íslands/Myriam Marti og FS Foto „Við höfum fengið alveg dásamlega fallegar móttökur hérna í Noregi. Ég held að Norðmenn líti á okkur sem sína nánustu frændþjóð og taka á móti okkur sem slíkri,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um ríkisheimsókn forsetahjónanna til Noregs. Í samtali við fréttastofu segir Halla að ræða hennar, þar sem upphafs- og lokaorðin voru á norsku en meginmálið á íslensku, hafi vakið mikla lukku. Það mun hafa verið í fyrsta skiptið sem íslenskur þjóðhöfðingi fer með ræðu á íslensku í opinberri heimsókn á Norðurlöndum. Hún flutti umrædda ræða á hátíðarkvöldverð með norsku konungsfjölskyldunni. „Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég ákvað þetta fyrir löngu. Því auðvitað er þetta tungan sem stendur næst þeirri tungu töluðum saman og eigum sameiginlega. Það ríkir á okkur ákveðin skylda og tækifæri til að halda því á lofti. Það er kannski algengara en fólk veit að í svona heimsóknum milli þjóða að þá tali þjóðhöfðinginn sína tungu. En það hefur ekki oft, skilst mér, gerst áður að okkar þjóðhöfðingjar hafi talað íslensku. Mér fannst skemmtilegt að gera það og því var gríðarlega vel tekið.“ Halla bendir á að tungumál Íslendinga og Norðmanna séu lík. Þó hafi verið séð til þess að allir myndu skilja Höllu, en ræða hennar var aðgengileg veislugestum á norsku. „Tungumálin okkar eru lík og það er mikilvægt að benda á það að þegar maður heldur ræður vill maður að fólk skilji sig. Í salnum voru allir gestir með ræðuna á norsku og náðu að fylgja nokkurn veginn á meðan ég talaði íslenskuna og fannst það afskaplega áhugavert,“ segir Halla. „Þetta er góð leið til að lyfta okkar fallega tungumáli sem á allan rétt á því að vera á sviðinu eins og önnur.“ Falleg stund þegar Ingiríður tók á móti hjónunum Heimsókn Höllu þótti söguleg fyrir þær sakir að þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu og eiginmanni hennar Birni Skúlasyni við konungshöllina í Osló. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. „Þetta var svo fallegt. Það var svo gaman að prinsessan, hún Ingrid, kom til Íslands þegar hún var bara nokkurra mánaða gömul. Það var hennar fyrsta ferð. Nú er hún nýorðin 21 árs og búin að taka á móti í fyrsta skipti, í svona ríkisheimsókn. Þannig að það er einhver fallegur hringur í því. Það vonandi bendir til þess að í gegnum kynslóðirnar muni vinátta Norðmanna og Íslendinga áfram vara eins og hún hefur gert í gegnum aldirnar.“ Heimsóknin hófst í fyrradag, en dagskráin hefur verið viðburðarrík og fjölbreytt. „Það hefur verið áhersla á grænu orkuskiptin og samstarfstækifærin í kringum þau. Í Þrándheimi í dag er verið að ræða um bláa hagkerfið. Við vorum með skemmtilegan menningarviðburð í Oslóarháskóla þar sem við vísuðum í sameiginlegu söguna okkar. Það var ótrúlega skemmtilegt. Við erum líka búin að skoða hvað Norðmenn eru að gera til að bæta andlega geðheilsu. Það hefur verið mjög áhugavert líka. Við munum sjá og heyra meira um það í dag.“ Heimsmálin mikið rædd Halla segir að heimsmálin, sem hafa verið mikið í deiglunni, hafi verið rædd á meðan á heimsókninni stóð. „Þegar við komum á mánudaginn voru sumir að tala um að það væri dimmur dagur. Þá var vísað til markaðanna. En hér var sól alla daga og einhver mesta veðurblíða sem við Íslendingar fáum að sjá. En það var svolítið sérstakt andrúmsloft vegna heimsmálanna, og þetta kom upp í öllum samtölum við ráðherra, þingmenn og konungsfjölskylduna. Það var mikið rætt um mikilvægi þess að við þéttum vináttuna og raðirnar. Það var mikið rætt um þá staðreynd að Ísland og Noregur eiga það sameiginlegt að vera hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, en ekki Evrópusambandinu. Staða okkar í ljósi alls frá átökum í heiminum til tollastríðs er auðvitað eitthvað sem við eigum að vinna saman að.“ Sjálf segist Halla hafa lagt áherslu á sínum ræðum að Norðurlöndin deili gildum, og að samtakamáttur þeirra sé mikill. „Aðaláherslan sem ég lagði á í öllum mínum ræðum, og mun áfram í dag, er að við eigum gildin sameiginleg. Norðurlöndin, ef við leggjum þau öll saman, er á stærð við G11. það er að segja ellefta stærsta hagkerfi í heimi. Stundum gleymist þetta,“ segir Halla sem telur að Norðurlöndin geti unnið saman að því að komi sinni sýn og gildum á framfæri. „Að búa í heilbrigðu samfélagi, þar sem vellíðan fólks og náttúru er sett á oddinn, er eitthvað sem við getum lyft og eigum að lyfta.“ Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Halla að ræða hennar, þar sem upphafs- og lokaorðin voru á norsku en meginmálið á íslensku, hafi vakið mikla lukku. Það mun hafa verið í fyrsta skiptið sem íslenskur þjóðhöfðingi fer með ræðu á íslensku í opinberri heimsókn á Norðurlöndum. Hún flutti umrædda ræða á hátíðarkvöldverð með norsku konungsfjölskyldunni. „Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég ákvað þetta fyrir löngu. Því auðvitað er þetta tungan sem stendur næst þeirri tungu töluðum saman og eigum sameiginlega. Það ríkir á okkur ákveðin skylda og tækifæri til að halda því á lofti. Það er kannski algengara en fólk veit að í svona heimsóknum milli þjóða að þá tali þjóðhöfðinginn sína tungu. En það hefur ekki oft, skilst mér, gerst áður að okkar þjóðhöfðingjar hafi talað íslensku. Mér fannst skemmtilegt að gera það og því var gríðarlega vel tekið.“ Halla bendir á að tungumál Íslendinga og Norðmanna séu lík. Þó hafi verið séð til þess að allir myndu skilja Höllu, en ræða hennar var aðgengileg veislugestum á norsku. „Tungumálin okkar eru lík og það er mikilvægt að benda á það að þegar maður heldur ræður vill maður að fólk skilji sig. Í salnum voru allir gestir með ræðuna á norsku og náðu að fylgja nokkurn veginn á meðan ég talaði íslenskuna og fannst það afskaplega áhugavert,“ segir Halla. „Þetta er góð leið til að lyfta okkar fallega tungumáli sem á allan rétt á því að vera á sviðinu eins og önnur.“ Falleg stund þegar Ingiríður tók á móti hjónunum Heimsókn Höllu þótti söguleg fyrir þær sakir að þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu og eiginmanni hennar Birni Skúlasyni við konungshöllina í Osló. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. „Þetta var svo fallegt. Það var svo gaman að prinsessan, hún Ingrid, kom til Íslands þegar hún var bara nokkurra mánaða gömul. Það var hennar fyrsta ferð. Nú er hún nýorðin 21 árs og búin að taka á móti í fyrsta skipti, í svona ríkisheimsókn. Þannig að það er einhver fallegur hringur í því. Það vonandi bendir til þess að í gegnum kynslóðirnar muni vinátta Norðmanna og Íslendinga áfram vara eins og hún hefur gert í gegnum aldirnar.“ Heimsóknin hófst í fyrradag, en dagskráin hefur verið viðburðarrík og fjölbreytt. „Það hefur verið áhersla á grænu orkuskiptin og samstarfstækifærin í kringum þau. Í Þrándheimi í dag er verið að ræða um bláa hagkerfið. Við vorum með skemmtilegan menningarviðburð í Oslóarháskóla þar sem við vísuðum í sameiginlegu söguna okkar. Það var ótrúlega skemmtilegt. Við erum líka búin að skoða hvað Norðmenn eru að gera til að bæta andlega geðheilsu. Það hefur verið mjög áhugavert líka. Við munum sjá og heyra meira um það í dag.“ Heimsmálin mikið rædd Halla segir að heimsmálin, sem hafa verið mikið í deiglunni, hafi verið rædd á meðan á heimsókninni stóð. „Þegar við komum á mánudaginn voru sumir að tala um að það væri dimmur dagur. Þá var vísað til markaðanna. En hér var sól alla daga og einhver mesta veðurblíða sem við Íslendingar fáum að sjá. En það var svolítið sérstakt andrúmsloft vegna heimsmálanna, og þetta kom upp í öllum samtölum við ráðherra, þingmenn og konungsfjölskylduna. Það var mikið rætt um mikilvægi þess að við þéttum vináttuna og raðirnar. Það var mikið rætt um þá staðreynd að Ísland og Noregur eiga það sameiginlegt að vera hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, en ekki Evrópusambandinu. Staða okkar í ljósi alls frá átökum í heiminum til tollastríðs er auðvitað eitthvað sem við eigum að vinna saman að.“ Sjálf segist Halla hafa lagt áherslu á sínum ræðum að Norðurlöndin deili gildum, og að samtakamáttur þeirra sé mikill. „Aðaláherslan sem ég lagði á í öllum mínum ræðum, og mun áfram í dag, er að við eigum gildin sameiginleg. Norðurlöndin, ef við leggjum þau öll saman, er á stærð við G11. það er að segja ellefta stærsta hagkerfi í heimi. Stundum gleymist þetta,“ segir Halla sem telur að Norðurlöndin geti unnið saman að því að komi sinni sýn og gildum á framfæri. „Að búa í heilbrigðu samfélagi, þar sem vellíðan fólks og náttúru er sett á oddinn, er eitthvað sem við getum lyft og eigum að lyfta.“
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira