Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 10. apríl 2025 12:00 Í nýlegum pistli sínum, „Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs“, lýsir bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, yfir ánægju með hagræðingaraðgerðir sínar sem hún stillir fram sem viðbragð við nýlegum kjarasamningum kennara. Þar er lögð áhersla á að fjármunum sé forgangsraðað í þágu barna. Hún skautar þó fimlega framhjá þeirri staðreynd að í þessari svokölluðu forgangsröðun felst meðal annars veruleg hækkun á gjöldum fyrir sumarnámskeið barna í okkar meinta barnvæna sveitarfélagi. Gjald fyrir hefðbundin frístundanámskeið hækkar í sumar um 53% frá því í fyrra. Gjald fyrir smíðanámskeið – þar sem börn fá að smíða sína eigin kofa – hækkar um allt að 105%. Já, þú last rétt: Það mun kosta rúmlega tvöfalt meira fyrir börn að smíða sér kofa í sumar en það gerði í fyrra. Réttlæting bæjarstjóra er sú að námskeiðin séu enn ódýrari en þau sem íþróttafélögin bjóða upp á. Það er rétt, og fyrir margar fjölskyldur eru þessi námskeið ekki bara ódýrari valkostur – þau eru eini raunverulegi möguleikinn fyrir þau til að bjóða börnum sínum upp á að sækja sumarnámskeið. Þessi hækkun er nýjasta dæmið í röð aðgerða sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum í Kópavogi. Á kjörtímabilinu hafa meirihlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, þegar hækkað leikskólagjöld um 30% fyrir 8 klukkustunda vistun. Í barnvænu samfélagi er það grundvallarregla að meta áhrif allra ákvarðana á börn. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfnuðu því að vísa tillögunni til umsagnar Ungmennaráðs Kópavogs. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna barna í Kópavogi, og þessi tillaga snertir þá hagsmuni með afgerandi hætti. Kópavogsbær ber jafnframt ábyrgð sem barnvænt sveitarfélag. Áður en ákvarðanir sem varða börn eru teknar, á að meta áhrif þeirra á börn og það sem barni er fyrir bestu á alltaf að hafa forgang. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif slík gjaldskrárhækkun hefur á börn í Kópavogi - Gæti hún útilokað börn úr tekjulægri fjölskyldum frá þátttöku í sumarstarfi? Takmarkar hún aðgengi barna að frístundum, sem eru lykilþáttur í félagsfærni, öryggi og vellíðan barna? Það er því í besta falli villandi hjá bæjarstjóra að tala um aðgerðir í þágu barna. Börnin eru í raun að borga fyrir hagræðinguna. Ég fordæmi þessar hækkanir og tel þær bæði óréttlátar og skammarlegar. Þetta er ekki forgangsröðun í þágu barna – þetta er forgangsröðun á kostnað þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli sínum, „Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs“, lýsir bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, yfir ánægju með hagræðingaraðgerðir sínar sem hún stillir fram sem viðbragð við nýlegum kjarasamningum kennara. Þar er lögð áhersla á að fjármunum sé forgangsraðað í þágu barna. Hún skautar þó fimlega framhjá þeirri staðreynd að í þessari svokölluðu forgangsröðun felst meðal annars veruleg hækkun á gjöldum fyrir sumarnámskeið barna í okkar meinta barnvæna sveitarfélagi. Gjald fyrir hefðbundin frístundanámskeið hækkar í sumar um 53% frá því í fyrra. Gjald fyrir smíðanámskeið – þar sem börn fá að smíða sína eigin kofa – hækkar um allt að 105%. Já, þú last rétt: Það mun kosta rúmlega tvöfalt meira fyrir börn að smíða sér kofa í sumar en það gerði í fyrra. Réttlæting bæjarstjóra er sú að námskeiðin séu enn ódýrari en þau sem íþróttafélögin bjóða upp á. Það er rétt, og fyrir margar fjölskyldur eru þessi námskeið ekki bara ódýrari valkostur – þau eru eini raunverulegi möguleikinn fyrir þau til að bjóða börnum sínum upp á að sækja sumarnámskeið. Þessi hækkun er nýjasta dæmið í röð aðgerða sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum í Kópavogi. Á kjörtímabilinu hafa meirihlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, þegar hækkað leikskólagjöld um 30% fyrir 8 klukkustunda vistun. Í barnvænu samfélagi er það grundvallarregla að meta áhrif allra ákvarðana á börn. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfnuðu því að vísa tillögunni til umsagnar Ungmennaráðs Kópavogs. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna barna í Kópavogi, og þessi tillaga snertir þá hagsmuni með afgerandi hætti. Kópavogsbær ber jafnframt ábyrgð sem barnvænt sveitarfélag. Áður en ákvarðanir sem varða börn eru teknar, á að meta áhrif þeirra á börn og það sem barni er fyrir bestu á alltaf að hafa forgang. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif slík gjaldskrárhækkun hefur á börn í Kópavogi - Gæti hún útilokað börn úr tekjulægri fjölskyldum frá þátttöku í sumarstarfi? Takmarkar hún aðgengi barna að frístundum, sem eru lykilþáttur í félagsfærni, öryggi og vellíðan barna? Það er því í besta falli villandi hjá bæjarstjóra að tala um aðgerðir í þágu barna. Börnin eru í raun að borga fyrir hagræðinguna. Ég fordæmi þessar hækkanir og tel þær bæði óréttlátar og skammarlegar. Þetta er ekki forgangsröðun í þágu barna – þetta er forgangsröðun á kostnað þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun