Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 14:23 Uppbyggingin myndi fela í sér mikla breytingu fyrir svæðið. Nordic Office of Architecture/Já Fjögurra til fimm hæða fjölbýlishús mun rísa í stað bensínstöðvar og matsölustaðar við Birkimel í Reykjavík ef deiliskipulagsbreyting nær fram að ganga. Í tillögunni er gert ráð fyrir 42 íbúðum af ýmsum stærðum á reitnum. Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast niður úr norðri til suðurs, úr fimm hæðum í fjórar. Húsið yrði hæst 19,1 metri að hæð að norðanverðu og lægst 12,1 metri næst Hagatorgi. Þá verða miðlægir þakgarðar á húsinu opnir öllum íbúum. Í breytingartillögu á deiliskipulagi sem var lögð fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær er lóðinni breytt úr þjónustulóð í íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar. Þá er leyfilegt byggingamagn aukið. Þetta samræmist samkomulagi sem Reykjavíkurborg hafði áður gert við olíufélög um fækkun bensínstöðva í borginni. Tölvumyndir Nordic Office of Architecture sem finna má í kynningargögnum Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg Bílalyfta og mun fleiri hjólastæði „Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast og hliðrast til meðfram Birkimel. Þökin eru marghalla og mynda óreglulega samhverfu sem byggir undir fjölbreytta upplifun, allt undir mismunandi horfi vegfarenda,“ segir í kynningu. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni og einu stæði fyrir deilibíl. Samtals verði sex bílastæði innan lóðar í bílakjallara með bílalyftu og þar af þrjú stæði til almennra nota fyrir íbúa. Í greinargerð segir að samkomulag um annars konar bílastæðafyrirkomulag velti á framtíðaráformum innan næsta nágrennis, þar á meðal um byggingu bílastæðahúss. Gert er ráð fyrir minnst 100 hjólastæðum innan lóðar, þar af 84 innan byggingar. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu og vísa henni til borgarráðs. Reykjavík Skipulag Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Í tillögunni er gert ráð fyrir 42 íbúðum af ýmsum stærðum á reitnum. Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast niður úr norðri til suðurs, úr fimm hæðum í fjórar. Húsið yrði hæst 19,1 metri að hæð að norðanverðu og lægst 12,1 metri næst Hagatorgi. Þá verða miðlægir þakgarðar á húsinu opnir öllum íbúum. Í breytingartillögu á deiliskipulagi sem var lögð fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær er lóðinni breytt úr þjónustulóð í íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar. Þá er leyfilegt byggingamagn aukið. Þetta samræmist samkomulagi sem Reykjavíkurborg hafði áður gert við olíufélög um fækkun bensínstöðva í borginni. Tölvumyndir Nordic Office of Architecture sem finna má í kynningargögnum Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg Bílalyfta og mun fleiri hjólastæði „Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast og hliðrast til meðfram Birkimel. Þökin eru marghalla og mynda óreglulega samhverfu sem byggir undir fjölbreytta upplifun, allt undir mismunandi horfi vegfarenda,“ segir í kynningu. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni og einu stæði fyrir deilibíl. Samtals verði sex bílastæði innan lóðar í bílakjallara með bílalyftu og þar af þrjú stæði til almennra nota fyrir íbúa. Í greinargerð segir að samkomulag um annars konar bílastæðafyrirkomulag velti á framtíðaráformum innan næsta nágrennis, þar á meðal um byggingu bílastæðahúss. Gert er ráð fyrir minnst 100 hjólastæðum innan lóðar, þar af 84 innan byggingar. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu og vísa henni til borgarráðs.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira