Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. apríl 2025 19:00 Sérsveitin á vettvangi. Mynd úr safni. vísir/vilhelm Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hættumat helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, en þó segir að ógnin hafi aukist lítillega. Þar segir að helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í áróður hægri öfga. Sérstakt áhyggjuefni sé innræting hægri öfgahyggju á netinu. Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum og miðlum þar sem hvatt er til hryðjuverka. „Þarna erum við að tala um spjallþræði, lokuð samskiptaforrit þar sem menn eru tala sín á milli, jafnvel opin forrit. Við sjáum bara að það er virkni og hún er mismunandi frá hverjum tíma. Við höfum séð frumkvæði. Við höfum séð umræður um ýmislegt í þessum hópum. Þar sem menn eru að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera í þeirri stöðu sem þeir sjá á íslensku samfélagi,“ segir Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Jafnframt bjóði framfarir gervigreindar upp á auknar áskoranir. „Við sjáum til dæmis bara sprengihótanir sem lögreglunni berast. Þetta verður sífellt betra. Erfiðara að sjá hvort það sé verið að nýta gervigreind eða þá að það sé einhver að skrifa á íslensku sem kann það ekki.“ Ráðamenn og opinberar persónur hafi ástæðu til að huga að sínum öryggismálum. „Ekki bara tengt hryðjuverkum en líka tengt öðrum þáttum í öryggi þeirra. Bregðast við þessari nýju heimsmynd sem er uppi þessa daganna og mánuðina og árin, sérstaklega í vestrænu samfélagi.“ Er ólíklegt að hættustigið verði lækkað miðað við núverandi heimsmynd? „Heimsmyndin eins og hún er í dag er náttúrulega mjög erfið. Staðan er mjög erfið í mjög mörgum málaflokkum. Þannig að út frá því held ég að það sé ólíklegt en það er alltaf möguleiki.“ Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hættumat helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, en þó segir að ógnin hafi aukist lítillega. Þar segir að helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í áróður hægri öfga. Sérstakt áhyggjuefni sé innræting hægri öfgahyggju á netinu. Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum og miðlum þar sem hvatt er til hryðjuverka. „Þarna erum við að tala um spjallþræði, lokuð samskiptaforrit þar sem menn eru tala sín á milli, jafnvel opin forrit. Við sjáum bara að það er virkni og hún er mismunandi frá hverjum tíma. Við höfum séð frumkvæði. Við höfum séð umræður um ýmislegt í þessum hópum. Þar sem menn eru að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera í þeirri stöðu sem þeir sjá á íslensku samfélagi,“ segir Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Jafnframt bjóði framfarir gervigreindar upp á auknar áskoranir. „Við sjáum til dæmis bara sprengihótanir sem lögreglunni berast. Þetta verður sífellt betra. Erfiðara að sjá hvort það sé verið að nýta gervigreind eða þá að það sé einhver að skrifa á íslensku sem kann það ekki.“ Ráðamenn og opinberar persónur hafi ástæðu til að huga að sínum öryggismálum. „Ekki bara tengt hryðjuverkum en líka tengt öðrum þáttum í öryggi þeirra. Bregðast við þessari nýju heimsmynd sem er uppi þessa daganna og mánuðina og árin, sérstaklega í vestrænu samfélagi.“ Er ólíklegt að hættustigið verði lækkað miðað við núverandi heimsmynd? „Heimsmyndin eins og hún er í dag er náttúrulega mjög erfið. Staðan er mjög erfið í mjög mörgum málaflokkum. Þannig að út frá því held ég að það sé ólíklegt en það er alltaf möguleiki.“
Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira